Að styðja við samkeppni í raun Árni Páll Árnason skrifar 21. maí 2011 12:00 Ritstjóri Fréttablaðsins stökk til varnar kvótakerfinu í leiðara og vék að ummælum mínum um mikilvægi öflugrar samkeppni í öllum atvinnugreinum í þeim tilgangi. Það var gamalkunnugt og nánast ósjálfrátt viðbragð til varnar útgerðinni, en spyrja má hvort besta vörnin sé sú sem veitt er af gömlum vana. Íslenskt atvinnulíf einkennist af fákeppni á fjölmörgum mörkuðum. Saga okkar sýnir hvernig allt hefur lagst á eitt: Landfræðileg einangrun, smæð hagkerfisins, tengsl ráðandi flokka við fyrirferðarmestu aðila í atvinnulífi, sveiflukennt efnahagslíf og smæð heimamarkaðar. Með EES-samningnum náðum við þeim árangri að brjóta skörð í varnarvegg um kyrrstöðu í atvinnulífinu. Heimamarkaðurinn stækkaði gríðarlega og nýjar samkeppnisreglur tóku gildi, sem takmörkuðu kúgunarvald ráðandi aðila á markaði. Umræðan um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verður að taka mið af þessum staðreyndum, en ekki að lokast inni í slagorðum og frösum, eins og gætir í fyrrnefndum leiðara. Í tilvitnuðu viðtali í Markaðnum nefndi ég að brjóta þurfi niður alla múra forréttinda og sérréttinda í einstökum atvinnugreinum og hvetja til nýliðunar og nýsköpunar. Það á við um allar atvinnugreinar hér á landi – allar og alltaf. Í fámenninu er auðvelt að velja sér vini og verja til dæmis með kjafti og klóm fákeppni á kostnað neytenda í mjólkuriðnaði – eins og sjálfstæðismenn gera af mikilli hugsjónagleði – eða telja einhverja aðra atvinnugrein svo sérstaka að rétt sé að gera henni sérstaklega hátt undir höfði og undanskilja hana almennum leikreglum að einhverju leyti. Almennu reglurnar eigi vissulega að gilda – bara ekki núna og ekki um þessa atvinnugrein. Þetta er leið fortíðarinnar – leiðin til samfélags fákeppni og einhæfra atvinnuhátta. Grundvallaratriðin eru þau að útgerðin greiði í sjóð Íslendinga endurgjald fyrir afnot af auðlindinni sem endurspegli eðlilega auðlindarentu og að nýliðun sé möguleg í þessari grein sem öðrum. Greinin verður áfram að vera samkeppnishæf og arðsöm. Nú ætla ég mér ekki þá dul að halda því fram að allt sem í nýjum frumvörpum er að finna sé fullkomin snilld og vafalaust má sníða agnúa af þeim frumvörpum í þinginu. Til þess er líka gefinn tími. Aðalatriðið er að ekki má nálgast málið út frá því sjónarmiði að breytingar í þágu almannahagsmuna séu óásættanlegar út frá hagsmunum útgerðarinnar. Ef þetta tvennt rekst á, verða almannahagsmunir að ráða. Barátta næstu ára snýst um hvort íslenskt atvinnulíf verði í raun alþjóðlega samkeppnishæft atvinnulíf eða hvort hin dauða hönd kolkrabba, flokkshesta og einkavina leggist á ný yfir íslenskt atvinnulíf. Í þeirri baráttu þurfa allir áhugamenn um samkeppnishæft atvinnulíf að standa saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins stökk til varnar kvótakerfinu í leiðara og vék að ummælum mínum um mikilvægi öflugrar samkeppni í öllum atvinnugreinum í þeim tilgangi. Það var gamalkunnugt og nánast ósjálfrátt viðbragð til varnar útgerðinni, en spyrja má hvort besta vörnin sé sú sem veitt er af gömlum vana. Íslenskt atvinnulíf einkennist af fákeppni á fjölmörgum mörkuðum. Saga okkar sýnir hvernig allt hefur lagst á eitt: Landfræðileg einangrun, smæð hagkerfisins, tengsl ráðandi flokka við fyrirferðarmestu aðila í atvinnulífi, sveiflukennt efnahagslíf og smæð heimamarkaðar. Með EES-samningnum náðum við þeim árangri að brjóta skörð í varnarvegg um kyrrstöðu í atvinnulífinu. Heimamarkaðurinn stækkaði gríðarlega og nýjar samkeppnisreglur tóku gildi, sem takmörkuðu kúgunarvald ráðandi aðila á markaði. Umræðan um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verður að taka mið af þessum staðreyndum, en ekki að lokast inni í slagorðum og frösum, eins og gætir í fyrrnefndum leiðara. Í tilvitnuðu viðtali í Markaðnum nefndi ég að brjóta þurfi niður alla múra forréttinda og sérréttinda í einstökum atvinnugreinum og hvetja til nýliðunar og nýsköpunar. Það á við um allar atvinnugreinar hér á landi – allar og alltaf. Í fámenninu er auðvelt að velja sér vini og verja til dæmis með kjafti og klóm fákeppni á kostnað neytenda í mjólkuriðnaði – eins og sjálfstæðismenn gera af mikilli hugsjónagleði – eða telja einhverja aðra atvinnugrein svo sérstaka að rétt sé að gera henni sérstaklega hátt undir höfði og undanskilja hana almennum leikreglum að einhverju leyti. Almennu reglurnar eigi vissulega að gilda – bara ekki núna og ekki um þessa atvinnugrein. Þetta er leið fortíðarinnar – leiðin til samfélags fákeppni og einhæfra atvinnuhátta. Grundvallaratriðin eru þau að útgerðin greiði í sjóð Íslendinga endurgjald fyrir afnot af auðlindinni sem endurspegli eðlilega auðlindarentu og að nýliðun sé möguleg í þessari grein sem öðrum. Greinin verður áfram að vera samkeppnishæf og arðsöm. Nú ætla ég mér ekki þá dul að halda því fram að allt sem í nýjum frumvörpum er að finna sé fullkomin snilld og vafalaust má sníða agnúa af þeim frumvörpum í þinginu. Til þess er líka gefinn tími. Aðalatriðið er að ekki má nálgast málið út frá því sjónarmiði að breytingar í þágu almannahagsmuna séu óásættanlegar út frá hagsmunum útgerðarinnar. Ef þetta tvennt rekst á, verða almannahagsmunir að ráða. Barátta næstu ára snýst um hvort íslenskt atvinnulíf verði í raun alþjóðlega samkeppnishæft atvinnulíf eða hvort hin dauða hönd kolkrabba, flokkshesta og einkavina leggist á ný yfir íslenskt atvinnulíf. Í þeirri baráttu þurfa allir áhugamenn um samkeppnishæft atvinnulíf að standa saman.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun