Að styðja við samkeppni í raun Árni Páll Árnason skrifar 21. maí 2011 12:00 Ritstjóri Fréttablaðsins stökk til varnar kvótakerfinu í leiðara og vék að ummælum mínum um mikilvægi öflugrar samkeppni í öllum atvinnugreinum í þeim tilgangi. Það var gamalkunnugt og nánast ósjálfrátt viðbragð til varnar útgerðinni, en spyrja má hvort besta vörnin sé sú sem veitt er af gömlum vana. Íslenskt atvinnulíf einkennist af fákeppni á fjölmörgum mörkuðum. Saga okkar sýnir hvernig allt hefur lagst á eitt: Landfræðileg einangrun, smæð hagkerfisins, tengsl ráðandi flokka við fyrirferðarmestu aðila í atvinnulífi, sveiflukennt efnahagslíf og smæð heimamarkaðar. Með EES-samningnum náðum við þeim árangri að brjóta skörð í varnarvegg um kyrrstöðu í atvinnulífinu. Heimamarkaðurinn stækkaði gríðarlega og nýjar samkeppnisreglur tóku gildi, sem takmörkuðu kúgunarvald ráðandi aðila á markaði. Umræðan um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verður að taka mið af þessum staðreyndum, en ekki að lokast inni í slagorðum og frösum, eins og gætir í fyrrnefndum leiðara. Í tilvitnuðu viðtali í Markaðnum nefndi ég að brjóta þurfi niður alla múra forréttinda og sérréttinda í einstökum atvinnugreinum og hvetja til nýliðunar og nýsköpunar. Það á við um allar atvinnugreinar hér á landi – allar og alltaf. Í fámenninu er auðvelt að velja sér vini og verja til dæmis með kjafti og klóm fákeppni á kostnað neytenda í mjólkuriðnaði – eins og sjálfstæðismenn gera af mikilli hugsjónagleði – eða telja einhverja aðra atvinnugrein svo sérstaka að rétt sé að gera henni sérstaklega hátt undir höfði og undanskilja hana almennum leikreglum að einhverju leyti. Almennu reglurnar eigi vissulega að gilda – bara ekki núna og ekki um þessa atvinnugrein. Þetta er leið fortíðarinnar – leiðin til samfélags fákeppni og einhæfra atvinnuhátta. Grundvallaratriðin eru þau að útgerðin greiði í sjóð Íslendinga endurgjald fyrir afnot af auðlindinni sem endurspegli eðlilega auðlindarentu og að nýliðun sé möguleg í þessari grein sem öðrum. Greinin verður áfram að vera samkeppnishæf og arðsöm. Nú ætla ég mér ekki þá dul að halda því fram að allt sem í nýjum frumvörpum er að finna sé fullkomin snilld og vafalaust má sníða agnúa af þeim frumvörpum í þinginu. Til þess er líka gefinn tími. Aðalatriðið er að ekki má nálgast málið út frá því sjónarmiði að breytingar í þágu almannahagsmuna séu óásættanlegar út frá hagsmunum útgerðarinnar. Ef þetta tvennt rekst á, verða almannahagsmunir að ráða. Barátta næstu ára snýst um hvort íslenskt atvinnulíf verði í raun alþjóðlega samkeppnishæft atvinnulíf eða hvort hin dauða hönd kolkrabba, flokkshesta og einkavina leggist á ný yfir íslenskt atvinnulíf. Í þeirri baráttu þurfa allir áhugamenn um samkeppnishæft atvinnulíf að standa saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins stökk til varnar kvótakerfinu í leiðara og vék að ummælum mínum um mikilvægi öflugrar samkeppni í öllum atvinnugreinum í þeim tilgangi. Það var gamalkunnugt og nánast ósjálfrátt viðbragð til varnar útgerðinni, en spyrja má hvort besta vörnin sé sú sem veitt er af gömlum vana. Íslenskt atvinnulíf einkennist af fákeppni á fjölmörgum mörkuðum. Saga okkar sýnir hvernig allt hefur lagst á eitt: Landfræðileg einangrun, smæð hagkerfisins, tengsl ráðandi flokka við fyrirferðarmestu aðila í atvinnulífi, sveiflukennt efnahagslíf og smæð heimamarkaðar. Með EES-samningnum náðum við þeim árangri að brjóta skörð í varnarvegg um kyrrstöðu í atvinnulífinu. Heimamarkaðurinn stækkaði gríðarlega og nýjar samkeppnisreglur tóku gildi, sem takmörkuðu kúgunarvald ráðandi aðila á markaði. Umræðan um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verður að taka mið af þessum staðreyndum, en ekki að lokast inni í slagorðum og frösum, eins og gætir í fyrrnefndum leiðara. Í tilvitnuðu viðtali í Markaðnum nefndi ég að brjóta þurfi niður alla múra forréttinda og sérréttinda í einstökum atvinnugreinum og hvetja til nýliðunar og nýsköpunar. Það á við um allar atvinnugreinar hér á landi – allar og alltaf. Í fámenninu er auðvelt að velja sér vini og verja til dæmis með kjafti og klóm fákeppni á kostnað neytenda í mjólkuriðnaði – eins og sjálfstæðismenn gera af mikilli hugsjónagleði – eða telja einhverja aðra atvinnugrein svo sérstaka að rétt sé að gera henni sérstaklega hátt undir höfði og undanskilja hana almennum leikreglum að einhverju leyti. Almennu reglurnar eigi vissulega að gilda – bara ekki núna og ekki um þessa atvinnugrein. Þetta er leið fortíðarinnar – leiðin til samfélags fákeppni og einhæfra atvinnuhátta. Grundvallaratriðin eru þau að útgerðin greiði í sjóð Íslendinga endurgjald fyrir afnot af auðlindinni sem endurspegli eðlilega auðlindarentu og að nýliðun sé möguleg í þessari grein sem öðrum. Greinin verður áfram að vera samkeppnishæf og arðsöm. Nú ætla ég mér ekki þá dul að halda því fram að allt sem í nýjum frumvörpum er að finna sé fullkomin snilld og vafalaust má sníða agnúa af þeim frumvörpum í þinginu. Til þess er líka gefinn tími. Aðalatriðið er að ekki má nálgast málið út frá því sjónarmiði að breytingar í þágu almannahagsmuna séu óásættanlegar út frá hagsmunum útgerðarinnar. Ef þetta tvennt rekst á, verða almannahagsmunir að ráða. Barátta næstu ára snýst um hvort íslenskt atvinnulíf verði í raun alþjóðlega samkeppnishæft atvinnulíf eða hvort hin dauða hönd kolkrabba, flokkshesta og einkavina leggist á ný yfir íslenskt atvinnulíf. Í þeirri baráttu þurfa allir áhugamenn um samkeppnishæft atvinnulíf að standa saman.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar