Á að slíta friðinn um Rammaáætlun? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 15. júní 2011 07:00 Það er alvarlegt þegar opinber stofnun afvegaleiðir umræðuna í samfélaginu til að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum. Orkustofnun birti nýverið tilkynningu þar sem segir að Landvernd rangtúlki leyfi sem Orkustofnun veitti til rannsókna við Grændal. Orkumálastjóri bætti um betur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir í þjóðfélaginu misskildu inntak rannsóknarleyfis: „Þetta er í raun ekki leyfi til framkvæmda heldur einkaleyfi til rannsókna og til að afla gagna um ákveðið svæði.“ Síðan er haft eftir orkumálastjóra að leyfi til rannsókna í Grændal nái hvorki til framkvæmda né jarðrasks. Í umsókn um umrætt leyfi segir: „Hér með sækir Sunnlensk orka ehf. um rannsóknarleyfi að nýju til rannsókna á jarðhita, grunn- og yfirborðsvatni og borun holu í tengslum við hugsanlega vinnslu jarðhita í og við Grændal í Ölfusi.“ Í rannsóknaráætlun Sunnlenskrar orku segir á bls. 2: „Rannsóknir á svæðinu eru komnar á það stig að nauðsynlegt er að bora að minnsta kosti eina til tvær rannsóknarholur til að fá gleggri mynd af innri gerð jarðhitasvæðisins og kanna mögulega vinnslugetu þess.“ Í viðauka við áætlunina sem send var Orkustofnun 6. janúar 2011 var fallið frá rannsóknarholu við Dalaskarðshnúk en: „stefnt að því að stefnubora einungis við mynni Grændals til norðurs.“ Þann 10. maí veitti Orkustofnun sitt leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu. Fjallað er sérstaklega um jarðboranir í 6. grein leyfisins og í viðauka. Fullyrðingar Orkustofnunar um að rannsóknarleyfið hafi ekki falið í sér heimild af hennar hálfu til borana við Grændal, heldur einungis almennar heimildir til rannsókna, eru því í besta falli villandi lögfræðilegur orðhengilsháttur. Það sést svart á hvítu í gögnum málsins. Í tilkynningu Orkustofnunar segir að leyfið raski á engan hátt þeirri vernd sem náttúru og umhverfi er tryggð með lögum. Það er líklega satt og rétt því Grændalur nýtur lítillar eða engrar verndar með lögum. Einu leyfin sem Sunnlensk orka þarf til að mega hefja boranir við Grændal eru umrætt rannsóknarleyfi Orkustofnunar og leyfi sveitarfélagsins. Rannsóknarleyfið er því miklu mikilvægara en Orkustofnun vill viðurkenna, það er fyrra skrefið af tveimur sem fyrirtækið þarf að taka til að geta hafið rannsóknarboranir við Grændal. Þess ber að geta að Náttúrufræðistofnun Íslands telur að svæðið eigi að njóta hámarksverndar enda með verndargildi á heimsvísu. Hversu auðvelt það reynist fyrirtækjum að komast inn á slíkt svæði til rannsóknarborana undirstrikar veika stöðu náttúruverndar hér á landi. Fyrr á þessu ári veitti Orkustofnun leyfi til rannsókna í Gjástykki og síðastliðið sumar veitti stofnunin leyfi til rannsókna á vatnasviði Skaftár og Tungufljóts. Það var gert þrátt fyrir yfirlýsingu iðnaðarráðherra frá 2007 um að rannsóknarleyfi yrði ekki veitt í Grændal og yfirlýsingu iðnaðarráðherra 20. maí 2010 um að rannsóknarleyfi yrðu ekki gefin út á óröskuðum svæðum fyrr en niðurstaða rammaáætlunar lægi fyrir. Þessar yfirlýsingar virðast marklausar. Að minnsta kosti tekur Orkustofnun ekki mark á þeim. Iðnaðarráðuneytið þarf að svara því hvers vegna orð og efndir fara ekki saman í þessum efnum og það þarf að grípa til tafarlausra ráðstafana til að koma í veg fyrir að Orkustofnun veiti fleiri rannsóknarleyfi áður en vinnu við Rammaáætlun lýkur. Ekki nema að ætlun ráðuneytisins og Orkustofnunar sé að slíta friðinn um Rammaáætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alvarlegt þegar opinber stofnun afvegaleiðir umræðuna í samfélaginu til að víkja sér undan ábyrgð á eigin verkum. Orkustofnun birti nýverið tilkynningu þar sem segir að Landvernd rangtúlki leyfi sem Orkustofnun veitti til rannsókna við Grændal. Orkumálastjóri bætti um betur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins og fullyrti að margir í þjóðfélaginu misskildu inntak rannsóknarleyfis: „Þetta er í raun ekki leyfi til framkvæmda heldur einkaleyfi til rannsókna og til að afla gagna um ákveðið svæði.“ Síðan er haft eftir orkumálastjóra að leyfi til rannsókna í Grændal nái hvorki til framkvæmda né jarðrasks. Í umsókn um umrætt leyfi segir: „Hér með sækir Sunnlensk orka ehf. um rannsóknarleyfi að nýju til rannsókna á jarðhita, grunn- og yfirborðsvatni og borun holu í tengslum við hugsanlega vinnslu jarðhita í og við Grændal í Ölfusi.“ Í rannsóknaráætlun Sunnlenskrar orku segir á bls. 2: „Rannsóknir á svæðinu eru komnar á það stig að nauðsynlegt er að bora að minnsta kosti eina til tvær rannsóknarholur til að fá gleggri mynd af innri gerð jarðhitasvæðisins og kanna mögulega vinnslugetu þess.“ Í viðauka við áætlunina sem send var Orkustofnun 6. janúar 2011 var fallið frá rannsóknarholu við Dalaskarðshnúk en: „stefnt að því að stefnubora einungis við mynni Grændals til norðurs.“ Þann 10. maí veitti Orkustofnun sitt leyfi til rannsókna á jarðhita, grunnvatni, yfirborðsvatni og efnisnámum á rannsóknarsvæðinu. Fjallað er sérstaklega um jarðboranir í 6. grein leyfisins og í viðauka. Fullyrðingar Orkustofnunar um að rannsóknarleyfið hafi ekki falið í sér heimild af hennar hálfu til borana við Grændal, heldur einungis almennar heimildir til rannsókna, eru því í besta falli villandi lögfræðilegur orðhengilsháttur. Það sést svart á hvítu í gögnum málsins. Í tilkynningu Orkustofnunar segir að leyfið raski á engan hátt þeirri vernd sem náttúru og umhverfi er tryggð með lögum. Það er líklega satt og rétt því Grændalur nýtur lítillar eða engrar verndar með lögum. Einu leyfin sem Sunnlensk orka þarf til að mega hefja boranir við Grændal eru umrætt rannsóknarleyfi Orkustofnunar og leyfi sveitarfélagsins. Rannsóknarleyfið er því miklu mikilvægara en Orkustofnun vill viðurkenna, það er fyrra skrefið af tveimur sem fyrirtækið þarf að taka til að geta hafið rannsóknarboranir við Grændal. Þess ber að geta að Náttúrufræðistofnun Íslands telur að svæðið eigi að njóta hámarksverndar enda með verndargildi á heimsvísu. Hversu auðvelt það reynist fyrirtækjum að komast inn á slíkt svæði til rannsóknarborana undirstrikar veika stöðu náttúruverndar hér á landi. Fyrr á þessu ári veitti Orkustofnun leyfi til rannsókna í Gjástykki og síðastliðið sumar veitti stofnunin leyfi til rannsókna á vatnasviði Skaftár og Tungufljóts. Það var gert þrátt fyrir yfirlýsingu iðnaðarráðherra frá 2007 um að rannsóknarleyfi yrði ekki veitt í Grændal og yfirlýsingu iðnaðarráðherra 20. maí 2010 um að rannsóknarleyfi yrðu ekki gefin út á óröskuðum svæðum fyrr en niðurstaða rammaáætlunar lægi fyrir. Þessar yfirlýsingar virðast marklausar. Að minnsta kosti tekur Orkustofnun ekki mark á þeim. Iðnaðarráðuneytið þarf að svara því hvers vegna orð og efndir fara ekki saman í þessum efnum og það þarf að grípa til tafarlausra ráðstafana til að koma í veg fyrir að Orkustofnun veiti fleiri rannsóknarleyfi áður en vinnu við Rammaáætlun lýkur. Ekki nema að ætlun ráðuneytisins og Orkustofnunar sé að slíta friðinn um Rammaáætlun.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun