Strembin nótt Elsa Hrund Jensdóttir skrifar 16. júní 2011 10:30 Föstudagur 27. maí 2011 Ég mæti á næturvakt, sem hefst klukkan 23.15. Biðstofan er nokkuð þétt setin og ég veit strax að mín bíður strembin nótt. Maður finnur það einhvern veginn á lyktinni og andrúmsloftinu. Kvöldvaktin tekur á móti mér með stirðu brosi og reynir að gantast með ástandið. Ég sest í sófann, opna sódavatnsflöskuna og virði fyrir mér sjúklingamengi næturinnar. Þar gefur að líta fjölbreytta flóru sjúkdóma og einkenna, sum barnanna virðast lítið lasin en önnur eru mikið veik og þurfa flókna og mikla aðstoð. Ein samstarfskvenna minna les í svip minn og býðst til að vera lengur, hjálpa okkur yfir erfiðasta hjallann. Hún grínast aðeins (með alvörublendnum undirtóni) með brot á yfirvinnubanni, sem þessi skitni yfirvinnutími hefur í för með sér. Hinn hjúkrunarfræðingurinn mætir á næturvaktina og við stöppum stálinu hvor í aðra. Kvöldvaktin fer úrvinda heim – þær eiga jú að mæta aftur eftir átta og hálfan tíma. Við taka hlaup og hröð handtök í nokkrar klukkustundir. Flestir útskrifast til síns heima eftir að hafa fengið stíl í bossann eða friðarpípu og foreldrarnir ráðleggingar og útskýringar. Aðrir þurfa ítarlegri uppvinnslu og leggjast svo inn til áframhaldandi meðferðar eða fá að kúra hjá okkur undir eftirliti. Þegar sjúklingum hefur fækkað, upplýsingar hafa verið skráðar í þar til gert tölvukerfi og allt er fallið í ljúfa löð hefjast næturverkin. Taka þarf til á stofum, tæma yfirfullar ruslatunnur, þrífa skoðunarbekki og fylla á skápa. Ganga þarf úr skugga um að allar bráðagræjur séu tilbúnar til síns brúks á öllum stofum deildarinnar. Fylla þarf á blóðtökuvagna, fara yfir lyfjabirgðir og taka úr uppþvottavélinni. Akútherbergið þarf svo auðvitað að vera í toppstandi. Á meðan á þessari tiltekt stendur halda áfram að tínast inn lasin kríli. Deildarlæknirinn hleypur milli hæða, skýst í fæðingar, upp á vökudeild, inn á legudeildir og svarar köllunum okkar. Henni tekst að halda brosinu alveg fram undir morgun, 16 tímar taka sinn toll þegar varla gefst færi á að setjast niður. Síminn hringir stöðugt. Á hinum endanum eru foreldrar í vandræðum og leysum við úr þeim eftir bestu getu. Klukkan er allt í einu orðin hálf sex og enn koma 2 börn. Þolinmæðin er minni og lítið eftir á tanknum fyrir þreytta og hrædda foreldra en ég geri mitt besta og vona að brosið nái til augnanna. Morgunvaktin kemur rétt fyrir átta, ennþá úrvinda. Þær sofnuðu seint, enda erfitt að leggjast beint upp í rúm eftir svona hasar. Ég er komin heim upp úr hálf níu. Kíki á fréttamiðla og Facebook og sé enn einu sinni frétt um flugumferðastjóra í launaviðræðum. Það fýkur í mig. Hvað fæ ég í laun fyrir stressið og álagið í vinnunni minni? Tja, við skulum segja að það sé asskoti langt í milljónina, ég á mun styttra í núllið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Föstudagur 27. maí 2011 Ég mæti á næturvakt, sem hefst klukkan 23.15. Biðstofan er nokkuð þétt setin og ég veit strax að mín bíður strembin nótt. Maður finnur það einhvern veginn á lyktinni og andrúmsloftinu. Kvöldvaktin tekur á móti mér með stirðu brosi og reynir að gantast með ástandið. Ég sest í sófann, opna sódavatnsflöskuna og virði fyrir mér sjúklingamengi næturinnar. Þar gefur að líta fjölbreytta flóru sjúkdóma og einkenna, sum barnanna virðast lítið lasin en önnur eru mikið veik og þurfa flókna og mikla aðstoð. Ein samstarfskvenna minna les í svip minn og býðst til að vera lengur, hjálpa okkur yfir erfiðasta hjallann. Hún grínast aðeins (með alvörublendnum undirtóni) með brot á yfirvinnubanni, sem þessi skitni yfirvinnutími hefur í för með sér. Hinn hjúkrunarfræðingurinn mætir á næturvaktina og við stöppum stálinu hvor í aðra. Kvöldvaktin fer úrvinda heim – þær eiga jú að mæta aftur eftir átta og hálfan tíma. Við taka hlaup og hröð handtök í nokkrar klukkustundir. Flestir útskrifast til síns heima eftir að hafa fengið stíl í bossann eða friðarpípu og foreldrarnir ráðleggingar og útskýringar. Aðrir þurfa ítarlegri uppvinnslu og leggjast svo inn til áframhaldandi meðferðar eða fá að kúra hjá okkur undir eftirliti. Þegar sjúklingum hefur fækkað, upplýsingar hafa verið skráðar í þar til gert tölvukerfi og allt er fallið í ljúfa löð hefjast næturverkin. Taka þarf til á stofum, tæma yfirfullar ruslatunnur, þrífa skoðunarbekki og fylla á skápa. Ganga þarf úr skugga um að allar bráðagræjur séu tilbúnar til síns brúks á öllum stofum deildarinnar. Fylla þarf á blóðtökuvagna, fara yfir lyfjabirgðir og taka úr uppþvottavélinni. Akútherbergið þarf svo auðvitað að vera í toppstandi. Á meðan á þessari tiltekt stendur halda áfram að tínast inn lasin kríli. Deildarlæknirinn hleypur milli hæða, skýst í fæðingar, upp á vökudeild, inn á legudeildir og svarar köllunum okkar. Henni tekst að halda brosinu alveg fram undir morgun, 16 tímar taka sinn toll þegar varla gefst færi á að setjast niður. Síminn hringir stöðugt. Á hinum endanum eru foreldrar í vandræðum og leysum við úr þeim eftir bestu getu. Klukkan er allt í einu orðin hálf sex og enn koma 2 börn. Þolinmæðin er minni og lítið eftir á tanknum fyrir þreytta og hrædda foreldra en ég geri mitt besta og vona að brosið nái til augnanna. Morgunvaktin kemur rétt fyrir átta, ennþá úrvinda. Þær sofnuðu seint, enda erfitt að leggjast beint upp í rúm eftir svona hasar. Ég er komin heim upp úr hálf níu. Kíki á fréttamiðla og Facebook og sé enn einu sinni frétt um flugumferðastjóra í launaviðræðum. Það fýkur í mig. Hvað fæ ég í laun fyrir stressið og álagið í vinnunni minni? Tja, við skulum segja að það sé asskoti langt í milljónina, ég á mun styttra í núllið.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun