Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Hafsteinn Þór Hauksson skrifar 16. júní 2011 09:30 Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. Á næstu mánuðum mun Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, verjast ákæru um vanrækslu í embætti. Eins og búast mátti við hefur ákvörðun meirihluta þingmanna um að kæra Geir leitt til skarpra skoðanaskipta og sætt harðri gagnrýni stuðningsmanna Geirs. Einn þeirra sem gagnrýnt hafa málareksturinn gegn Geir H. Haarde er Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur og fyrrum dómsmálaráðherra. Laugardaginn 4. júní birtist grein eftir hann í þessu blaði undir yfirskriftinni „Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu“. Þar víkur hann að sýndarréttarhöldum Stalíns yfir Búkharín í mars 1938. Í grein Þorsteins segir m.a.: „Réttarhöld Stalíns gegn Búkharín á ofanverðum fjórða áratug síðustu aldar eru þekkt dæmi um pólitískan málarekstur. Þeim verður alls ekki í einu og öllu jafnað til þeirra réttarhalda sem hefjast í næstu viku [þ.e. gegn Geir H. Haarde], af þeirri ástæðu að þar markaði dauðinn endalokin.“ Réttarhöldunum yfir Geir Haarde verður sem sagt að mati Þorsteins ekki „í einu og öllu“ jafnað til sýndarréttarhaldanna í Sovétríkjunum. Af greininni verður hins vegar ráðið að Þorsteinn telji að sá munur sem finna megi á þessum tvennum réttarhöldum sé helst sá að í Sovétríkjunum markaði dauðinn endalokin.Ég tel að engum sé greiði gerður með svo stóryrtri umræðu um málareksturinn gegn Geir H. Haarde. Áður en lengra er haldið skulum við huga að nokkrum atriðum sem greina réttarhöldin yfir fyrrverandi forsætisráðherra frá sýndarréttarhöldunum í Sovétríkjunum og Þorsteinn víkur ekki að í grein sinni. Í fyrsta lagi er það að nefna að stjórnarskráin okkar hefur allt frá gildistöku kveðið á um að Alþingi geti höfðað mál gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Þetta er sem sagt sú aðferð sem stjórnskipun okkar, og reyndar nágrannaþjóða okkar einnig, kveður á um telji þingheimur að ráðherrar hafi gerst sekir um embættisbrot. Um starfsemi Landsdóms hafa jafnframt verið sett og birt almenn lög. Landsdómur er því hluti hins íslenska réttarríkis. Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum lutu hins vegar geðþótta Stalíns eins. Staða sakborninga er líka æði ólík. Mál Geirs er til komið vegna þess að hann var forsætisráðherra þegar fjármálakerfi Íslands hrundi. Ákvörðun meirihluta þingsins um að höfða mál gegn honum var tekin í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu þingmannanefndar um niðurstöður hennar. Fyrir Landsdómi mun Geir H. Haarde svara fyrir embættisfærslur sínar, ekki pólitískar skoðanir. Réttarhöldin yfir honum eru því ekki pólítísk, a.m.k. ekki í sama skilningi og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum. Geir fær einnig tækifæri til að verjast þeim ásökunum sem felast í ákæru á hendur honum. Sakborningar Stalíns voru varnarlausir. Aðalmunurinn — kjarni málsins er þó þessi: Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum voru einmitt það, sýndarréttarhöld. Þau voru aftaka klædd í búning réttarhalda. Niðurstaðan var gefin fyrirfram. Dómarar höfðu ákveðið sekt sakbornings áður en málflutningur fór fram. Meðal dómara í Landsdómi eru reyndustu dómarar Hæstaréttar Íslands. Telur Þorsteinn að þeir og aðrir meðlimir dómsins séu þegar búnir að taka ákvörðun um að sakfella Geir H. Haarde? Með grein sinni gefur hann að minnsta kosti til kynna að dómararnir séu tilbúnir að taka þátt í pólitískum réttarhöldum sem líkja megi við — þó ekki „í einu og öllu“ sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum. Það eru ekki léttvægar ásakanir úr penna fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu. Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus. Með þessari grein er ég ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hvað sem þeirri ákvörðun líður skiptir miklu máli að um dómsmálið sé fjallað af stillingu og skynsemi. Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti. Þjóðfélagsumræðan á Íslandi er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum þótt jafn vandaðir menn og Þorsteinn Pálsson leggi ekki sitt í púkkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. Á næstu mánuðum mun Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, verjast ákæru um vanrækslu í embætti. Eins og búast mátti við hefur ákvörðun meirihluta þingmanna um að kæra Geir leitt til skarpra skoðanaskipta og sætt harðri gagnrýni stuðningsmanna Geirs. Einn þeirra sem gagnrýnt hafa málareksturinn gegn Geir H. Haarde er Þorsteinn Pálsson, lögfræðingur og fyrrum dómsmálaráðherra. Laugardaginn 4. júní birtist grein eftir hann í þessu blaði undir yfirskriftinni „Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu“. Þar víkur hann að sýndarréttarhöldum Stalíns yfir Búkharín í mars 1938. Í grein Þorsteins segir m.a.: „Réttarhöld Stalíns gegn Búkharín á ofanverðum fjórða áratug síðustu aldar eru þekkt dæmi um pólitískan málarekstur. Þeim verður alls ekki í einu og öllu jafnað til þeirra réttarhalda sem hefjast í næstu viku [þ.e. gegn Geir H. Haarde], af þeirri ástæðu að þar markaði dauðinn endalokin.“ Réttarhöldunum yfir Geir Haarde verður sem sagt að mati Þorsteins ekki „í einu og öllu“ jafnað til sýndarréttarhaldanna í Sovétríkjunum. Af greininni verður hins vegar ráðið að Þorsteinn telji að sá munur sem finna megi á þessum tvennum réttarhöldum sé helst sá að í Sovétríkjunum markaði dauðinn endalokin.Ég tel að engum sé greiði gerður með svo stóryrtri umræðu um málareksturinn gegn Geir H. Haarde. Áður en lengra er haldið skulum við huga að nokkrum atriðum sem greina réttarhöldin yfir fyrrverandi forsætisráðherra frá sýndarréttarhöldunum í Sovétríkjunum og Þorsteinn víkur ekki að í grein sinni. Í fyrsta lagi er það að nefna að stjórnarskráin okkar hefur allt frá gildistöku kveðið á um að Alþingi geti höfðað mál gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Þetta er sem sagt sú aðferð sem stjórnskipun okkar, og reyndar nágrannaþjóða okkar einnig, kveður á um telji þingheimur að ráðherrar hafi gerst sekir um embættisbrot. Um starfsemi Landsdóms hafa jafnframt verið sett og birt almenn lög. Landsdómur er því hluti hins íslenska réttarríkis. Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum lutu hins vegar geðþótta Stalíns eins. Staða sakborninga er líka æði ólík. Mál Geirs er til komið vegna þess að hann var forsætisráðherra þegar fjármálakerfi Íslands hrundi. Ákvörðun meirihluta þingsins um að höfða mál gegn honum var tekin í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu þingmannanefndar um niðurstöður hennar. Fyrir Landsdómi mun Geir H. Haarde svara fyrir embættisfærslur sínar, ekki pólitískar skoðanir. Réttarhöldin yfir honum eru því ekki pólítísk, a.m.k. ekki í sama skilningi og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum. Geir fær einnig tækifæri til að verjast þeim ásökunum sem felast í ákæru á hendur honum. Sakborningar Stalíns voru varnarlausir. Aðalmunurinn — kjarni málsins er þó þessi: Sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum voru einmitt það, sýndarréttarhöld. Þau voru aftaka klædd í búning réttarhalda. Niðurstaðan var gefin fyrirfram. Dómarar höfðu ákveðið sekt sakbornings áður en málflutningur fór fram. Meðal dómara í Landsdómi eru reyndustu dómarar Hæstaréttar Íslands. Telur Þorsteinn að þeir og aðrir meðlimir dómsins séu þegar búnir að taka ákvörðun um að sakfella Geir H. Haarde? Með grein sinni gefur hann að minnsta kosti til kynna að dómararnir séu tilbúnir að taka þátt í pólitískum réttarhöldum sem líkja megi við — þó ekki „í einu og öllu“ sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum. Það eru ekki léttvægar ásakanir úr penna fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu. Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus. Með þessari grein er ég ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hvað sem þeirri ákvörðun líður skiptir miklu máli að um dómsmálið sé fjallað af stillingu og skynsemi. Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti. Þjóðfélagsumræðan á Íslandi er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum þótt jafn vandaðir menn og Þorsteinn Pálsson leggi ekki sitt í púkkið.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun