Vilja kjörna fulltrúa burt úr stjórn OR 21. júní 2011 06:00 orkuveita reykjavíkur Nefnd um eigendastefnu hefur skilað af sér drögum. Í henni áttu sæti fulltrúar meiri- og minnihluta í Reykjavík, auk fulltrúa Akraness og Borgarbyggðar. Dagur og Sóley eiga bæði sæti í nefndinni.fréttablaðið/róbert dagur b. eggertsson Skil verða á milli stjórnar og eigenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði hugmyndir meirihlutans í Reykjavík að veruleika. Vilji hans stendur til þess að kjörnir fulltrúir sitji ekki í stjórn OR heldur verði ráðið í hana eftir hæfni. Þetta kemur fram í drögum að eigendastefnu fyrirtækisins sem unnið hefur verið að í tæpt ár. Drögin verða kynnt á ársfundi á fimmtudag, þeim fyrsta í sögu fyrirtækisins sem verður opinn, og liggja til umsagnar til 15. ágúst. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir það skýra stefnu meirihlutans að koma pólitíkinni út úr fyrirtækinu. „Við viljum að pólitískar ákvarðanir séu teknar í sveitarstjórnum en fyrst og fremst eigi að velja stjórnarmenn á grundvelli hæfniskrafna, en ekki úr röðum sveitarstjórnarfólks.“ Dagur segir eigendastefnuna greina skýrar á milli eigendahlutverks sveitarstjórnafulltrúa, sem sé nátengt pólitískri stefnumótun, og hefðbundins hlutverks stjórnarmanna sem bera ábyrgð gagnvart fyrirtækinu. Hann vísar til fyrirtækis eins og Félagsbústaða hf., sem er í fullri eigu borgarinnar án þess að kjörnir fulltrúar eigi sæti í stjórn þess. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir grundvallarágreining um þetta atriði. Vinstri græn telji að í stjórn OR eigi að sitja kjörnir fulltrúar enda sé um mikið hagsmunamál umbjóðenda þeirra að ræða, ekki ólíkt ýmsum sviðum borgarinnar, svo sem menntasviði. Ábyrgð kjörinna fulltrúa liggi einnig í því að stýra fyrirtækjum borgarinnar, eins og OR, Strætó og Faxaflóahöfnum. Þá segir Sóley að málefni gagnaveitunnar séu skilin eftir í drögunum og ekki vilji allir skilgreina hana sem kjarnastarfsemi. Flokkur hennar sé á móti sölu hennar til einkaaðila. Dagur segir gagnaveituna vera hluta kjarnastarfseminnar en samkvæmt fimm ára áætlun verði skoðað hvort hægt sé að vinna að fjármögnun hennar eða sölu að öllu leyti eða hluta. OR sé í þess háttar stöðu að ekkert sé tryggt í því. Dagur og Sóley eru sammála um að með eigendastefnunni sé stjórninni settar fastari skorður. kolbeinn@frettabladid.issóley tómasdóttir Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
dagur b. eggertsson Skil verða á milli stjórnar og eigenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði hugmyndir meirihlutans í Reykjavík að veruleika. Vilji hans stendur til þess að kjörnir fulltrúir sitji ekki í stjórn OR heldur verði ráðið í hana eftir hæfni. Þetta kemur fram í drögum að eigendastefnu fyrirtækisins sem unnið hefur verið að í tæpt ár. Drögin verða kynnt á ársfundi á fimmtudag, þeim fyrsta í sögu fyrirtækisins sem verður opinn, og liggja til umsagnar til 15. ágúst. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir það skýra stefnu meirihlutans að koma pólitíkinni út úr fyrirtækinu. „Við viljum að pólitískar ákvarðanir séu teknar í sveitarstjórnum en fyrst og fremst eigi að velja stjórnarmenn á grundvelli hæfniskrafna, en ekki úr röðum sveitarstjórnarfólks.“ Dagur segir eigendastefnuna greina skýrar á milli eigendahlutverks sveitarstjórnafulltrúa, sem sé nátengt pólitískri stefnumótun, og hefðbundins hlutverks stjórnarmanna sem bera ábyrgð gagnvart fyrirtækinu. Hann vísar til fyrirtækis eins og Félagsbústaða hf., sem er í fullri eigu borgarinnar án þess að kjörnir fulltrúar eigi sæti í stjórn þess. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir grundvallarágreining um þetta atriði. Vinstri græn telji að í stjórn OR eigi að sitja kjörnir fulltrúar enda sé um mikið hagsmunamál umbjóðenda þeirra að ræða, ekki ólíkt ýmsum sviðum borgarinnar, svo sem menntasviði. Ábyrgð kjörinna fulltrúa liggi einnig í því að stýra fyrirtækjum borgarinnar, eins og OR, Strætó og Faxaflóahöfnum. Þá segir Sóley að málefni gagnaveitunnar séu skilin eftir í drögunum og ekki vilji allir skilgreina hana sem kjarnastarfsemi. Flokkur hennar sé á móti sölu hennar til einkaaðila. Dagur segir gagnaveituna vera hluta kjarnastarfseminnar en samkvæmt fimm ára áætlun verði skoðað hvort hægt sé að vinna að fjármögnun hennar eða sölu að öllu leyti eða hluta. OR sé í þess háttar stöðu að ekkert sé tryggt í því. Dagur og Sóley eru sammála um að með eigendastefnunni sé stjórninni settar fastari skorður. kolbeinn@frettabladid.issóley tómasdóttir
Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira