Iceland Express seint í 64 prósentum tilvika 21. júní 2011 06:00 Iceland Express stendur sig illa í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. sem rekur íslenska flugvelli. Fréttablaðið hefur undir höndum upplýsingar um frammistöðu flugfélaganna í að halda áætlun á Keflavíkurflugvelli sumarmánuðina þrjá í fyrra. Samkvæmt þeim stóð Astraeus, flugfélagið sem annast áætlunarflug fyrir Iceland Express, sig áberandi verst allra að þessu leyti. Á alþjóðlega vísu er miðað við að flugfélög hafi haldið áætlun ef seinkun er undir 15 mínútum. Af 823 brottförum hjá Iceland Express stóðst 351, eða aðeins 42,6 prósent, þennan mælikvarða í júní, júlí og ágúst í fyrra. Staðan er enn verri þegar litið er til komutíma. Þá voru aðeins 29,7 prósent af vélum félagins minna en 15 mínútur á eftir áætlun. Samanlagt átti Astraeus 1.644 lendingar og brottfarir á þessu tímabili og voru aðeins 592, eða 36,2 prósent á áætlun. Helsti keppinautur Iceland Express er Icelandair, sem hefur mun betri tölfræði að þessu leyti. Samtals átti Icelandair 4.963 lendingar og brottfarir á fyrrnefndu tímabili. Af þeim voru 3.663, eða 73,8 prósent, á áætlun. Því eru hlutfallslega helmingi fleiri flug á áætlun hjá Icelandair en hjá Iceland Express. Þá kemur fram að heill þriðjungur af brottförum Iceland Express frá Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar er skilgreindur með „óhóflega" seinkun. Það þýðir að vélarnar voru 45 mínútum eða meira of seinar í loftið. Sambærileg tala fyrir Icelandair var 4,9 prósent. Nokkur önnur félög voru með áætlunarflug til Íslands í fyrrasumar. Aðeins tvö þeirra, SAS og Air Berlin, áttu fleiri en eitt hundrað samanlagðar brottfarir og lendingar, SAS með samtals 211 og Air Berlin með samtals 193. SAS hélt áætlun í 93,3 prósentum tilvika og Air Berlin í 74,1 prósenti tilvika. Fram kom á fundi samræmingarnefndar í fyrrahaust að vandamál væri hversu lítt Astraeus stæðist áætlanir og hversu illa félagið stæði sig í að upplýsa vallaryfirvöld um tafir. Ekki fást nýrri upplýsingar frá Isavia en þær sem hér er vísað til. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig um það hvernig málin hafi þróast frá því í fyrra. Svör fengust heldur ekki hjá Iceland Express í gær. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar eru miklar seinkanir á áætlun félagins viðvarandi þessa dagana. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Iceland Express stendur sig illa í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. sem rekur íslenska flugvelli. Fréttablaðið hefur undir höndum upplýsingar um frammistöðu flugfélaganna í að halda áætlun á Keflavíkurflugvelli sumarmánuðina þrjá í fyrra. Samkvæmt þeim stóð Astraeus, flugfélagið sem annast áætlunarflug fyrir Iceland Express, sig áberandi verst allra að þessu leyti. Á alþjóðlega vísu er miðað við að flugfélög hafi haldið áætlun ef seinkun er undir 15 mínútum. Af 823 brottförum hjá Iceland Express stóðst 351, eða aðeins 42,6 prósent, þennan mælikvarða í júní, júlí og ágúst í fyrra. Staðan er enn verri þegar litið er til komutíma. Þá voru aðeins 29,7 prósent af vélum félagins minna en 15 mínútur á eftir áætlun. Samanlagt átti Astraeus 1.644 lendingar og brottfarir á þessu tímabili og voru aðeins 592, eða 36,2 prósent á áætlun. Helsti keppinautur Iceland Express er Icelandair, sem hefur mun betri tölfræði að þessu leyti. Samtals átti Icelandair 4.963 lendingar og brottfarir á fyrrnefndu tímabili. Af þeim voru 3.663, eða 73,8 prósent, á áætlun. Því eru hlutfallslega helmingi fleiri flug á áætlun hjá Icelandair en hjá Iceland Express. Þá kemur fram að heill þriðjungur af brottförum Iceland Express frá Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar er skilgreindur með „óhóflega" seinkun. Það þýðir að vélarnar voru 45 mínútum eða meira of seinar í loftið. Sambærileg tala fyrir Icelandair var 4,9 prósent. Nokkur önnur félög voru með áætlunarflug til Íslands í fyrrasumar. Aðeins tvö þeirra, SAS og Air Berlin, áttu fleiri en eitt hundrað samanlagðar brottfarir og lendingar, SAS með samtals 211 og Air Berlin með samtals 193. SAS hélt áætlun í 93,3 prósentum tilvika og Air Berlin í 74,1 prósenti tilvika. Fram kom á fundi samræmingarnefndar í fyrrahaust að vandamál væri hversu lítt Astraeus stæðist áætlanir og hversu illa félagið stæði sig í að upplýsa vallaryfirvöld um tafir. Ekki fást nýrri upplýsingar frá Isavia en þær sem hér er vísað til. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig um það hvernig málin hafi þróast frá því í fyrra. Svör fengust heldur ekki hjá Iceland Express í gær. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar eru miklar seinkanir á áætlun félagins viðvarandi þessa dagana. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira