Ágreiningur um byggðaáherslurnar 21. júní 2011 05:00 fiskveiðar Stjórnarliðar eru ekki á eitt sáttir um hve mikið vægi byggðasjónarmið eiga að hafa í lögum um fiskveiðistjórnun. Ljóst er að vinna er fram undan innan þings um frumvarpið. fréttablaðið/jón sigurður ólína þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir ekki hægt að skoða kvótamál eingöngu út frá nýútkominni hagfræðingaskýrslu. Til að setja málið í samhengi þurfi aðra úttekt; á afleiðingum núverandi kvótakerfis á byggðir og samfélag síðustu 20 árin. „Hana þurfum við að hafa í vinstri hendi og vega og meta á móti þeirri sem nú liggur í hægri hendi,“ segir Ólína. Hún heggur í sama knérunn og formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem sagði í Fréttablaðinu í gær að horfa þyrfti á málið út frá fleiri þáttum en hagfræðilegum. Ólína segir skýrsluna ágæta, en henni hugnist ekki það sjónarmið að sjávarútvegurinn eigi að að vera sambandslaus við samfélagið og síðan verði greiddir byggðarstyrkir eftir þörfum. Hennar stjórnmálastefna sé ekki að halda byggðarlögum í öndunarvélum ölmusustyrkja. Ljóst er að Ólína er ekki sammála þeirri áherslu sem samflokksmaður hennar, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sett fram. Hann segir aðalmarkmiðið vera að tryggja góðan rekstrar- og samkeppnishæfan sjávarútveg. Atvinnustefna á forsendum byggðastefnu hafi aldrei gefist vel, hvorki hér á landi né annars staðar. „Það er sjálfsagt að reyna að koma við byggðatilliti að einhverju leyti í sjávarútveginum en höfuðmarkmiðið í þessari atvinnugrein eins og öðum hlýtur að vera að tryggja arðsemi. Öðrum sjónarmiðum, svo sem byggðartengdum, má mæta með sértækum aðgerðum.“ Ólína gagnrýnir sjónarhorn skýrsluhöfunda sem miðist við núverandi stöðu útgerðarinnar. Þegar rætt sé um að arður renni úr einni átt inn í samfélagið þurfi ekki djúpa hagfræðihugsun til að sjá að það rýri að einhverju leyti útgerðina. Sjávarbyggðirnar hafi hins vegar staðið undir hagsæld um langt skeið og það gangi ekki að atvinnuvegir sogi til sín án þess að skila í eðlilegu hlutfalli til baka. Ekki náðist í Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við vinnslu fréttarinnar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að málið eigi eftir að fá þinglega meðferð. „Að mínu viti er ekkert í þessari hagfræðilegu úttekt sem kemur á óvart.“ Samkvæmt heimildum blaðsins ganga hagfræðingar úr nefndinni á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar í dag. kolbeinn@frettabladid.isárni páll árnason Fréttir Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
ólína þorvarðardóttir Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir ekki hægt að skoða kvótamál eingöngu út frá nýútkominni hagfræðingaskýrslu. Til að setja málið í samhengi þurfi aðra úttekt; á afleiðingum núverandi kvótakerfis á byggðir og samfélag síðustu 20 árin. „Hana þurfum við að hafa í vinstri hendi og vega og meta á móti þeirri sem nú liggur í hægri hendi,“ segir Ólína. Hún heggur í sama knérunn og formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem sagði í Fréttablaðinu í gær að horfa þyrfti á málið út frá fleiri þáttum en hagfræðilegum. Ólína segir skýrsluna ágæta, en henni hugnist ekki það sjónarmið að sjávarútvegurinn eigi að að vera sambandslaus við samfélagið og síðan verði greiddir byggðarstyrkir eftir þörfum. Hennar stjórnmálastefna sé ekki að halda byggðarlögum í öndunarvélum ölmusustyrkja. Ljóst er að Ólína er ekki sammála þeirri áherslu sem samflokksmaður hennar, Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sett fram. Hann segir aðalmarkmiðið vera að tryggja góðan rekstrar- og samkeppnishæfan sjávarútveg. Atvinnustefna á forsendum byggðastefnu hafi aldrei gefist vel, hvorki hér á landi né annars staðar. „Það er sjálfsagt að reyna að koma við byggðatilliti að einhverju leyti í sjávarútveginum en höfuðmarkmiðið í þessari atvinnugrein eins og öðum hlýtur að vera að tryggja arðsemi. Öðrum sjónarmiðum, svo sem byggðartengdum, má mæta með sértækum aðgerðum.“ Ólína gagnrýnir sjónarhorn skýrsluhöfunda sem miðist við núverandi stöðu útgerðarinnar. Þegar rætt sé um að arður renni úr einni átt inn í samfélagið þurfi ekki djúpa hagfræðihugsun til að sjá að það rýri að einhverju leyti útgerðina. Sjávarbyggðirnar hafi hins vegar staðið undir hagsæld um langt skeið og það gangi ekki að atvinnuvegir sogi til sín án þess að skila í eðlilegu hlutfalli til baka. Ekki náðist í Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við vinnslu fréttarinnar. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir að málið eigi eftir að fá þinglega meðferð. „Að mínu viti er ekkert í þessari hagfræðilegu úttekt sem kemur á óvart.“ Samkvæmt heimildum blaðsins ganga hagfræðingar úr nefndinni á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar í dag. kolbeinn@frettabladid.isárni páll árnason
Fréttir Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira