Stóra lífsskoðanamálið Bjarni Karlsson skrifar 12. júlí 2011 06:00 Nú hefur það gerst að mannréttindaráð borgarinnar hefur afgreitt frá sér tillögur um samskipti skóla og trúfélaga, þær hafa verið lagðar fyrir borgarráð til umfjöllunar og mig langar að útskýra hvaða slys ég álít vera þar á ferð. Gott eitt er að reglur séu settar um samskipti skólasamfélagsins við samstarfsaðila sína. Skýrar leikreglur eru af hinu góða. Vandinn er sá að tillögur mannréttindaráðs bera með sér háskalegan skort á félagslegu innsæi um leið og þær stangast á við almenna félagsvísindalega þekkingu. Hvort tveggja er ferlegt í stjórnmálum. Núna þegar félagslegt atlæti barna í hverfum borgarinnar gisnar og rýrnar af orsökum sem öllum eru ljósar þá er það mjög umhugsunarvert að lagt skuli til í nafni mannréttinda að tómstundastarf þúsunda barna og unglinga sem engan skugga hefur borið á í vitund almennings sé sett inn í sviga og þeim aðilum sem að því standa í góðri sátt við foreldra og skólasamfélag skuli meinað að kynna starfið við hlið skáta, íþróttafélaga og annarra sem bjóða börnum félagsstarf. Þar með er verið að jaðarsetja öll þau börn og allar þær fjölskyldur sem rækja kirkjustarf í borginni og sækja þangað félagsskap og önnur gæði. Slík smættun og tortryggni á félagslífi þúsunda einstaklinga er vond. Við eigum að byggja upp samfélag sem samþykkir og gerir ráð fyrir fjölbreytileika en ekki að leitast við að útrýma fjölbreytninni og búa til sérstöðu. Þá vil ég einnig vekja athygli á því að tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur fjalla í raun um heimsmynd almennings. Þar er beinlínis gengið út frá því að veraldleg heimsmynd sé hlutlaus, eðlileg og heilbrigð, en að trúarleg heimsmynd sé einkamál sem fólk skuli eiga við sjálft sig inni á eigin heimilum. Ég leyfi mér að fullyrða að hin viti borna íslenska alþýða muni aldrei treysta stjórnmálaafli sem taki afstöðu í trúarefnum. Þriðja atriðið sem ég nefni sem dæmi um skort á félagslegu innsæi er sú forgangsröðun sem birtist í tillögum mannréttindaráðs. Býsn mættum við vera fegin ef helsta ógnin sem steðjaði að börnum okkar væri sú að innan skólakerfisins væri verið að innræta ómótuðum sálum annarlegar trúarhugmyndir og grensulausir trúboðsprestar léku lausum hala um lóðir og ganga. Þá væri nú létt að skakka leikinn og tryggja mannréttindi barna. Í nýrri skýrslu sem UNICEF á Íslandi birti fyrir skemmstu er að vísu hvergi minnst á slíkan vanda en önnur og þungbærari málefni lögð fram. Og tökum eftir að þar er hvatt til samvinnu allra, bæði ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka í þágu barna. Tillögur mannréttindaráðs eru aftur til þess fallnar að dreifa kröftum en sameina þá ekki. Loks vil ég benda á þá alvarlegu rökvillu sem fólgin er í hugmyndinni um hlutlausan, ógildishlaðinn vettvang í skólum borgarinnar. Það er almenn félagsvísindaleg vitneskja að hvert félag og stofnun hefur sín gildi, meðvituð og ómeðvituð. Hver persóna ber með sér sinn skilning á heiminum og ber vitni þeirri heimsmynd sem hún hefur eignast. Hlutverk skólans er að undirbúa börn undir þátttöku í samfélagi. Það er gert með því að gera þau læs. Við viljum að börnin okkar verði læs jafnt á bækur sem fólk, á tölur og andrúmsloft, á tækni og list. Þess vegna eiga skólar að sækjast eftir samvinnu við ábyrga og hæfa aðila sem kynna sjálfa sig fyrir börnum. Allt það helsta sem við lærum lærum við í gegnum persónur. Foreldra- og skólasamfélagið á að sækjast eftir því að fá inn á sviðið einstaklinga, stofnanir og félög sem skilgreina má sem samherja að uppeldi og menntun barna. Þessir aðilar eiga að koma á forsendum skólans á forsendum barnanna í umboði uppalendanna og þeir eiga að bera með sér sín gildi og skilaboð, gefa innsýn í list sína, heimsmynd, þekkingu og ástríðu sína á öllum mögulegum sviðum. Og þau eiga að gera það í trúnaði við foreldra- og skólasamfélagið. Það er löng og farsæl hefð fyrir því á meðal okkar að samfélag hinna fullorðnu eigi samstöðu um það atlæti sem börnum er búið þvert á allar pólitískar skoðanir, trúarhugmyndir og hrepparíg. Það ber hvorki vott um félagslegt innsæi né fulla rökhugsun þegar menn halda að meðvitaðar og mótaðar lífsskoðanir eða trú úthýsi fagmennsku. Sú afstaða er bara menningarlegur tepruskapur og er í eðli sínu í andstöðu við ábyrga menntastefnu. Borgarráð verður að bíða. Vönduð umræða þarf að fara fram. Upplýstir jafnaðarmenn í landinu munu ekki sætta sig við að stjórnmálaflokkur taki trúarafstöðu og mismuni borgurum landsins með þeim hætti sem nú stefnir í og borgarbúar munu ekki una því að kirkjustarfi í hverfum Reykjavíkur sé sópað út í horn með þótta og tortryggni í nafni mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur það gerst að mannréttindaráð borgarinnar hefur afgreitt frá sér tillögur um samskipti skóla og trúfélaga, þær hafa verið lagðar fyrir borgarráð til umfjöllunar og mig langar að útskýra hvaða slys ég álít vera þar á ferð. Gott eitt er að reglur séu settar um samskipti skólasamfélagsins við samstarfsaðila sína. Skýrar leikreglur eru af hinu góða. Vandinn er sá að tillögur mannréttindaráðs bera með sér háskalegan skort á félagslegu innsæi um leið og þær stangast á við almenna félagsvísindalega þekkingu. Hvort tveggja er ferlegt í stjórnmálum. Núna þegar félagslegt atlæti barna í hverfum borgarinnar gisnar og rýrnar af orsökum sem öllum eru ljósar þá er það mjög umhugsunarvert að lagt skuli til í nafni mannréttinda að tómstundastarf þúsunda barna og unglinga sem engan skugga hefur borið á í vitund almennings sé sett inn í sviga og þeim aðilum sem að því standa í góðri sátt við foreldra og skólasamfélag skuli meinað að kynna starfið við hlið skáta, íþróttafélaga og annarra sem bjóða börnum félagsstarf. Þar með er verið að jaðarsetja öll þau börn og allar þær fjölskyldur sem rækja kirkjustarf í borginni og sækja þangað félagsskap og önnur gæði. Slík smættun og tortryggni á félagslífi þúsunda einstaklinga er vond. Við eigum að byggja upp samfélag sem samþykkir og gerir ráð fyrir fjölbreytileika en ekki að leitast við að útrýma fjölbreytninni og búa til sérstöðu. Þá vil ég einnig vekja athygli á því að tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur fjalla í raun um heimsmynd almennings. Þar er beinlínis gengið út frá því að veraldleg heimsmynd sé hlutlaus, eðlileg og heilbrigð, en að trúarleg heimsmynd sé einkamál sem fólk skuli eiga við sjálft sig inni á eigin heimilum. Ég leyfi mér að fullyrða að hin viti borna íslenska alþýða muni aldrei treysta stjórnmálaafli sem taki afstöðu í trúarefnum. Þriðja atriðið sem ég nefni sem dæmi um skort á félagslegu innsæi er sú forgangsröðun sem birtist í tillögum mannréttindaráðs. Býsn mættum við vera fegin ef helsta ógnin sem steðjaði að börnum okkar væri sú að innan skólakerfisins væri verið að innræta ómótuðum sálum annarlegar trúarhugmyndir og grensulausir trúboðsprestar léku lausum hala um lóðir og ganga. Þá væri nú létt að skakka leikinn og tryggja mannréttindi barna. Í nýrri skýrslu sem UNICEF á Íslandi birti fyrir skemmstu er að vísu hvergi minnst á slíkan vanda en önnur og þungbærari málefni lögð fram. Og tökum eftir að þar er hvatt til samvinnu allra, bæði ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka í þágu barna. Tillögur mannréttindaráðs eru aftur til þess fallnar að dreifa kröftum en sameina þá ekki. Loks vil ég benda á þá alvarlegu rökvillu sem fólgin er í hugmyndinni um hlutlausan, ógildishlaðinn vettvang í skólum borgarinnar. Það er almenn félagsvísindaleg vitneskja að hvert félag og stofnun hefur sín gildi, meðvituð og ómeðvituð. Hver persóna ber með sér sinn skilning á heiminum og ber vitni þeirri heimsmynd sem hún hefur eignast. Hlutverk skólans er að undirbúa börn undir þátttöku í samfélagi. Það er gert með því að gera þau læs. Við viljum að börnin okkar verði læs jafnt á bækur sem fólk, á tölur og andrúmsloft, á tækni og list. Þess vegna eiga skólar að sækjast eftir samvinnu við ábyrga og hæfa aðila sem kynna sjálfa sig fyrir börnum. Allt það helsta sem við lærum lærum við í gegnum persónur. Foreldra- og skólasamfélagið á að sækjast eftir því að fá inn á sviðið einstaklinga, stofnanir og félög sem skilgreina má sem samherja að uppeldi og menntun barna. Þessir aðilar eiga að koma á forsendum skólans á forsendum barnanna í umboði uppalendanna og þeir eiga að bera með sér sín gildi og skilaboð, gefa innsýn í list sína, heimsmynd, þekkingu og ástríðu sína á öllum mögulegum sviðum. Og þau eiga að gera það í trúnaði við foreldra- og skólasamfélagið. Það er löng og farsæl hefð fyrir því á meðal okkar að samfélag hinna fullorðnu eigi samstöðu um það atlæti sem börnum er búið þvert á allar pólitískar skoðanir, trúarhugmyndir og hrepparíg. Það ber hvorki vott um félagslegt innsæi né fulla rökhugsun þegar menn halda að meðvitaðar og mótaðar lífsskoðanir eða trú úthýsi fagmennsku. Sú afstaða er bara menningarlegur tepruskapur og er í eðli sínu í andstöðu við ábyrga menntastefnu. Borgarráð verður að bíða. Vönduð umræða þarf að fara fram. Upplýstir jafnaðarmenn í landinu munu ekki sætta sig við að stjórnmálaflokkur taki trúarafstöðu og mismuni borgurum landsins með þeim hætti sem nú stefnir í og borgarbúar munu ekki una því að kirkjustarfi í hverfum Reykjavíkur sé sópað út í horn með þótta og tortryggni í nafni mannréttinda.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun