Bandaríkin, APJerry Brown, ríkisstjóri í Kaliforníu, undirritaði í gær ný lög, sem gera skólum í landinu skylt að kenna sögu samkynhneigðra.
Ríkisþingið samþykkti þessi lög í síðustu viku. Kalifornía verður þar með fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem gerir sögu samkynhneigðra að hluta skyldunáms í samfélagsfræðigreinum.
Lögin hafa verið gagnrýnd af kirkjum og íhaldssömum samtökum sem segja að foreldrar sumra barna geti átt erfitt með að sætta sig við námsefnið.- gb
Saga samkynhneigðra kennd
