Ferðast fram og til baka Marta María Friðriksdóttir skrifar 22. júlí 2011 06:00 Samgöngur eru merkilegt fyrirbæri. Seint um kvöld um miðja síðustu viku var mér skutlað út á Keflavíkurflugvöll á bíl sem gekk fyrir óhóflega dýru eldsneyti. Eftir að ég hafði tékkað inn, farið í gegnum öryggisskoðunina og ráfað stefnulaust um flugstöðina var haldið í flugvélina. Planið var að sofa alla leiðina til Kaupmannahafnar en sætisfélaginn var ekki á sömu skoðun. Sætisfélaginn var nefnilega mjög búttuð bandarísk kona sem sat hálfpartinn ofan á mér. Það hefði verið í lagi nema hún var á iði alla leiðina. Ekki tók svo betra við þegar sætisfélagi hennar kom, því hún fékk allsvakalegan áhuga á honum og þau áttu góðar stundir meðan þau kynntust í fluginu. Sætisfélagarnir töluðu stanslaust alla leiðina þannig að lítið varð um svefn. Kaupmannahöfn tók hins vegar vel á móti mér. Á flugvellinum var auðvelt að finna neðanjarðarlest sem gekk beint inn í borgina. Ekki nóg með það, heldur var auðvelt að finna strætóstöð strætós sem tók mig á áfangastað. Strætóinn kom líka fljótt og biðin var innan við mínúta, ekki eins og hér heima þar sem biðtíminn er oftast ríflega fimmtán mínútur, því strætóinn er alltaf nýfarinn þegar farþeginn kemur á stoppistöðina. Reiðhjól voru auðfundin í þessari stórborg og auðvelt var að ferðast á milli staða á þeim, þar sem sérstakir hjólreiðastígar eru fyrir hendi. Kaupmannahafnarbúar og annað hjólreiðafólk þar í borg kann líka umferðarreglurnar, gefur stefnuljós og stoppar á rauðu ljósi. Það er helst þegar strætófarþegar hoppa af og á að þeir þurfa að passa sig á hjólreiðafólki, sem gleymir að út úr þessum löngu bílum komi fólk af og til. Göngutúrar voru líka vel til fundnir í höfuðborg Danmerkur. Þó var ekki nógu sniðugt að ræða um næsta mann því það var aldrei að vita nema hann sneri sér við og svaraði á íslensku eins og innfæddur. Íslendingar voru enda úti um allt, barþjónninn, maðurinn á næsta götuhorni og fjölskyldan í vatnsstrætónum. Flugferðin til Íslands var álíka skemmtileg og ferðin út. Ég mætti glaðbeitt út á flugvöll eftir ánægjulega neðanjarðarlestarferð. Ferðin byrjaði á því að önnur hafði verið tékkuð inn á mínu nafni og þegar í flugvélina kom settust drafandi og drukknar konur við hliðina á mér. Virtust viðkunnanlegar en héldu fyrir mér vöku með því að spreyja ilmvatni í tíma og ótíma og bera á sig lyktarmikil krem. Svefninn varð stuttur í það skiptið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta María Friðriksdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun
Samgöngur eru merkilegt fyrirbæri. Seint um kvöld um miðja síðustu viku var mér skutlað út á Keflavíkurflugvöll á bíl sem gekk fyrir óhóflega dýru eldsneyti. Eftir að ég hafði tékkað inn, farið í gegnum öryggisskoðunina og ráfað stefnulaust um flugstöðina var haldið í flugvélina. Planið var að sofa alla leiðina til Kaupmannahafnar en sætisfélaginn var ekki á sömu skoðun. Sætisfélaginn var nefnilega mjög búttuð bandarísk kona sem sat hálfpartinn ofan á mér. Það hefði verið í lagi nema hún var á iði alla leiðina. Ekki tók svo betra við þegar sætisfélagi hennar kom, því hún fékk allsvakalegan áhuga á honum og þau áttu góðar stundir meðan þau kynntust í fluginu. Sætisfélagarnir töluðu stanslaust alla leiðina þannig að lítið varð um svefn. Kaupmannahöfn tók hins vegar vel á móti mér. Á flugvellinum var auðvelt að finna neðanjarðarlest sem gekk beint inn í borgina. Ekki nóg með það, heldur var auðvelt að finna strætóstöð strætós sem tók mig á áfangastað. Strætóinn kom líka fljótt og biðin var innan við mínúta, ekki eins og hér heima þar sem biðtíminn er oftast ríflega fimmtán mínútur, því strætóinn er alltaf nýfarinn þegar farþeginn kemur á stoppistöðina. Reiðhjól voru auðfundin í þessari stórborg og auðvelt var að ferðast á milli staða á þeim, þar sem sérstakir hjólreiðastígar eru fyrir hendi. Kaupmannahafnarbúar og annað hjólreiðafólk þar í borg kann líka umferðarreglurnar, gefur stefnuljós og stoppar á rauðu ljósi. Það er helst þegar strætófarþegar hoppa af og á að þeir þurfa að passa sig á hjólreiðafólki, sem gleymir að út úr þessum löngu bílum komi fólk af og til. Göngutúrar voru líka vel til fundnir í höfuðborg Danmerkur. Þó var ekki nógu sniðugt að ræða um næsta mann því það var aldrei að vita nema hann sneri sér við og svaraði á íslensku eins og innfæddur. Íslendingar voru enda úti um allt, barþjónninn, maðurinn á næsta götuhorni og fjölskyldan í vatnsstrætónum. Flugferðin til Íslands var álíka skemmtileg og ferðin út. Ég mætti glaðbeitt út á flugvöll eftir ánægjulega neðanjarðarlestarferð. Ferðin byrjaði á því að önnur hafði verið tékkuð inn á mínu nafni og þegar í flugvélina kom settust drafandi og drukknar konur við hliðina á mér. Virtust viðkunnanlegar en héldu fyrir mér vöku með því að spreyja ilmvatni í tíma og ótíma og bera á sig lyktarmikil krem. Svefninn varð stuttur í það skiptið.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun