Annie Mist hraustasta kona í heimi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. ágúst 2011 08:00 Annie Mist Þórisdóttir sést hér taka vel á því í síðustu greininni þar sem hún tryggði sér sigurinn. Mynd/Daði Hrafn Sveinbjarnarson Annie Mist Þórisdóttir gerði sér lítið fyrir og vann Heimsleikana í Crossfit um helgina í Home Depot Center í Carson í Kaliforníu. Sigur Annie var einkar glæsilegur en hún fékk 842 stig en heimsmeistari síðasta árs, Kristan Clever, varð önnur með 799 stig. Annie og Clever voru hlið við hlið í brautinni í þremur síðustu greinunum og því mikil keppni þeirra á milli en stutt hvíld var á milli hverrar greinar í lokin. „Ég vissi að ég var með ellefu stiga forskot þegar við fórum inn í síðustu keppnina. Ég hugsaði ekki um annað en að vinna hana í öllum greinunum í lokin og mér tókst það," sagði Annie í samtali við Fréttablaðið frá Bandaríkjunum skömmu eftir að hún vaknaði en þá var sigurinn enn að síast inn. „Mér líður ótrúlega vel. Það er erfitt að lýsa því. Maður er himinlifandi, það er ótrúleg tilfinning að ná þessum áfanga," sagði Annie, sem fór með það markmið til Bandaríkjanna að vinna mótið þó hún segist ekki hafa búist beinlínis við því að sigra. „Maður er búinn að leggja gífurlega mikið á sig, síðasta árið sérstaklega. Ég náði öðru sæti í fyrra og þá fór maður að hugsa að maður ætti séns og þá leggur maður allt í þetta. Ég er með tvo erlenda þjálfara og fylgi æfingaáætlun frá þeim. Ég æfi á morgnana og seinni partinn og síðan er ég líka að kenna crossfit þannig að lífið hefur verið crossfit síðasta árið." „Aðstæður til æfinga í Boot Camp eru alveg nógu góðar fyrir þetta ef maður tekur nóg á," sagði Annie hlæjandi og bætti við: „Ég er í miklu sambandi við þjálfarana mína erlendis og hef farið út til að hitta þjálfara sem mig hefur vantað að hitta, þjálfara í ólympískum lyftingum og fleiru," sagði Annie, sem er með samning við Reebok sem fjármagnaði þátttöku hennar í Heimsleikunum. „Áður en ég náði samningi við Reebok fór ég víða að reyna að safna styrkjum þar sem ÍSÍ hjálpaði ekkert og það er erfitt að fá styrki frá fyrirtækjum þegar íþróttin er ekki innan ÍSÍ. Þess vegna hef ég skoðað leiðir til að komast inn í ÍSÍ, bæði í gegnum frjálsar íþróttir eða lyftingasambandið, og vonandi á það eftir ganga eftir einhvern tímann. Þetta er íþrótt," sagði Annie Mist. Allir keppendur fóru í lyfjapróf að mótinu loknu að sögn Annie, sem er hvergi hætt enda aðeins 21 árs gömul. „Ætli ég þurfi ekki bara að stefna að því að verða fyrsta manneskjan til að vinna tvö ár í röð. Ég veit ekki hvert ég stefni en á meðan ég hef svona gaman af crossfit þá held ég áfram." Íþróttir Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir gerði sér lítið fyrir og vann Heimsleikana í Crossfit um helgina í Home Depot Center í Carson í Kaliforníu. Sigur Annie var einkar glæsilegur en hún fékk 842 stig en heimsmeistari síðasta árs, Kristan Clever, varð önnur með 799 stig. Annie og Clever voru hlið við hlið í brautinni í þremur síðustu greinunum og því mikil keppni þeirra á milli en stutt hvíld var á milli hverrar greinar í lokin. „Ég vissi að ég var með ellefu stiga forskot þegar við fórum inn í síðustu keppnina. Ég hugsaði ekki um annað en að vinna hana í öllum greinunum í lokin og mér tókst það," sagði Annie í samtali við Fréttablaðið frá Bandaríkjunum skömmu eftir að hún vaknaði en þá var sigurinn enn að síast inn. „Mér líður ótrúlega vel. Það er erfitt að lýsa því. Maður er himinlifandi, það er ótrúleg tilfinning að ná þessum áfanga," sagði Annie, sem fór með það markmið til Bandaríkjanna að vinna mótið þó hún segist ekki hafa búist beinlínis við því að sigra. „Maður er búinn að leggja gífurlega mikið á sig, síðasta árið sérstaklega. Ég náði öðru sæti í fyrra og þá fór maður að hugsa að maður ætti séns og þá leggur maður allt í þetta. Ég er með tvo erlenda þjálfara og fylgi æfingaáætlun frá þeim. Ég æfi á morgnana og seinni partinn og síðan er ég líka að kenna crossfit þannig að lífið hefur verið crossfit síðasta árið." „Aðstæður til æfinga í Boot Camp eru alveg nógu góðar fyrir þetta ef maður tekur nóg á," sagði Annie hlæjandi og bætti við: „Ég er í miklu sambandi við þjálfarana mína erlendis og hef farið út til að hitta þjálfara sem mig hefur vantað að hitta, þjálfara í ólympískum lyftingum og fleiru," sagði Annie, sem er með samning við Reebok sem fjármagnaði þátttöku hennar í Heimsleikunum. „Áður en ég náði samningi við Reebok fór ég víða að reyna að safna styrkjum þar sem ÍSÍ hjálpaði ekkert og það er erfitt að fá styrki frá fyrirtækjum þegar íþróttin er ekki innan ÍSÍ. Þess vegna hef ég skoðað leiðir til að komast inn í ÍSÍ, bæði í gegnum frjálsar íþróttir eða lyftingasambandið, og vonandi á það eftir ganga eftir einhvern tímann. Þetta er íþrótt," sagði Annie Mist. Allir keppendur fóru í lyfjapróf að mótinu loknu að sögn Annie, sem er hvergi hætt enda aðeins 21 árs gömul. „Ætli ég þurfi ekki bara að stefna að því að verða fyrsta manneskjan til að vinna tvö ár í röð. Ég veit ekki hvert ég stefni en á meðan ég hef svona gaman af crossfit þá held ég áfram."
Íþróttir Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Í beinni: Fram - HC Kriens-Luzern | Slá Framarar frá sér í kvöld? Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Sjá meira