Sjónarspil á þingi Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 12. ágúst 2011 06:00 Á fyrsta nefndarfundi Alþingis eftir sumarfrí var það val ríkisstjórnarflokkanna að kalla saman þrjár nefndir, utanríkismálanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og umhverfisnefnd. Málefnið var fundur í Alþjóðahvalveiðiráðinu sem haldinn var fyrr í sumar. Á þeim fundi urðu engar breytingar á stefnu Íslands – embættismenn þjóðarinnar unnu sína vinnu faglega og vel. Stóðu á rétti okkar til veiða og unnu að því að gera vinnu Alþjóðahvalveiðiráðsins marktæka og skynsama. Formönnum utanríkismálanefndar og umhverfisnefndar fannst greinilega ekki nægjusamlega vel að verki staðið og töldu forgangsmál að fara yfir málið með þessum þremur nefndum. Nú er það svo að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með málefni hvalveiða. Á þeim ráðherrastóli situr einn þingmaður VG – samflokksmaður formanns utanríkismálanefndar. Þeir mega vera ósammála um þetta eins og annað. Það er einnig þannig að ekkert athugavert er að kalla saman nefndir til að fjalla um mikilvæg mál – og nauðsynlegt að upplýsa þingmenn um stöðuna. Stóra spurningin er þessi; er þetta það mál sem hefur hæstan forgangskvóta hjá formanni utanríkismálanefndar og ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Í því sambandi vil ég minna á beiðni undirritaðs og einnig beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknar, frá því fyrr í sumar að kalla saman utanríkismálanefnd ásamt sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd til að fjalla um viðræður við ESB. Ekki síst í ljósi þess ástands sem er á evrunni og fjármálamörkuðum í Evrópu og vestanhafs. En einnig vegna sérkennilegra yfirlýsinga utanríkisráðherra um að Ísland þurfi engar undanþágur í sjávarútvegsmálum og að utanríkisráðherra einn geti mótað samningsskilyrði Íslands. Jafnframt ástæður þess að samningahópar um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál funda ekki með reglulegum hætti og ástæður þess að utanríkisráðherra hefur ekki haft samráð við hagsmunasamtök, alþingismenn o.fl. eins og kveðið var á um þegar sótt var um aðild. Væri ekki mikilvægara að fjalla á opnum fundi um ESB viðræðurnar. Þar eru þó breyttar aðstæður sbr. efnahagshrun landa Suður-Evrópu. En einnig vegna þess að þar virðist ráðherra utanríkismála fara frjálslega með samþykktir Alþingis og stefnu. En – nei, að mati formanns utanríkismálanefndar og þeirra sem stýra för hjá ríkisstjórn VG og Samfylkingar var það efst í forgangsröð að fjalla um fund sem haldinn var fyrir mánuði um hvalveiðar. Hér liggur eitthvað undir steini! Skyldi það vera fiskur? Eða eitthvað annað – ef til vill ESB? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Á fyrsta nefndarfundi Alþingis eftir sumarfrí var það val ríkisstjórnarflokkanna að kalla saman þrjár nefndir, utanríkismálanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd og umhverfisnefnd. Málefnið var fundur í Alþjóðahvalveiðiráðinu sem haldinn var fyrr í sumar. Á þeim fundi urðu engar breytingar á stefnu Íslands – embættismenn þjóðarinnar unnu sína vinnu faglega og vel. Stóðu á rétti okkar til veiða og unnu að því að gera vinnu Alþjóðahvalveiðiráðsins marktæka og skynsama. Formönnum utanríkismálanefndar og umhverfisnefndar fannst greinilega ekki nægjusamlega vel að verki staðið og töldu forgangsmál að fara yfir málið með þessum þremur nefndum. Nú er það svo að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með málefni hvalveiða. Á þeim ráðherrastóli situr einn þingmaður VG – samflokksmaður formanns utanríkismálanefndar. Þeir mega vera ósammála um þetta eins og annað. Það er einnig þannig að ekkert athugavert er að kalla saman nefndir til að fjalla um mikilvæg mál – og nauðsynlegt að upplýsa þingmenn um stöðuna. Stóra spurningin er þessi; er þetta það mál sem hefur hæstan forgangskvóta hjá formanni utanríkismálanefndar og ríkisstjórn VG og Samfylkingar. Í því sambandi vil ég minna á beiðni undirritaðs og einnig beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknar, frá því fyrr í sumar að kalla saman utanríkismálanefnd ásamt sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd til að fjalla um viðræður við ESB. Ekki síst í ljósi þess ástands sem er á evrunni og fjármálamörkuðum í Evrópu og vestanhafs. En einnig vegna sérkennilegra yfirlýsinga utanríkisráðherra um að Ísland þurfi engar undanþágur í sjávarútvegsmálum og að utanríkisráðherra einn geti mótað samningsskilyrði Íslands. Jafnframt ástæður þess að samningahópar um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál funda ekki með reglulegum hætti og ástæður þess að utanríkisráðherra hefur ekki haft samráð við hagsmunasamtök, alþingismenn o.fl. eins og kveðið var á um þegar sótt var um aðild. Væri ekki mikilvægara að fjalla á opnum fundi um ESB viðræðurnar. Þar eru þó breyttar aðstæður sbr. efnahagshrun landa Suður-Evrópu. En einnig vegna þess að þar virðist ráðherra utanríkismála fara frjálslega með samþykktir Alþingis og stefnu. En – nei, að mati formanns utanríkismálanefndar og þeirra sem stýra för hjá ríkisstjórn VG og Samfylkingar var það efst í forgangsröð að fjalla um fund sem haldinn var fyrir mánuði um hvalveiðar. Hér liggur eitthvað undir steini! Skyldi það vera fiskur? Eða eitthvað annað – ef til vill ESB?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar