Svar við athugasemd um mannréttindi Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla, trúfélaga og lífsskoðunarfélaga voru umfjöllunarefni í blaðagrein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 17. ágúst sl. Kjarni þeirrar greinar var að minna á að sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Tillögur mannréttindaráðs eru dæmi um hið gagnstæða þar sem þær hafa verið unnar án samráðs við þann breiða hóp fólks sem boðið hefur fram krafta sína til að vinna að sátt í þessu viðkvæma máli. Borgarráð hefur nú málið til umfjöllunar. Grein minni svaraði Svanur Sigurbjörnsson. Mér þykir miður að hann skautar fram hjá aðalatriði greinarinnar og snýr út úr orðum mínum. Það gerir hann með þeim hætti að ég mun ekki hirða um að leiðrétta slíkt. Einu atriði ætla ég þó að svara. Svanur telur reglurnar „ákaflega vandaðar“ og vitnar í orð mín um að tillögur mannréttindaráðs hafi verið settar fram án faglegs undirbúnings. Fyrr á þessu ári fékk borgarráð borgarlögmanni það verkefni að fjalla um vinnubrögð mannréttindaráðs en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að borgarlögmaður fjallaði um málið og svaraði nokkrum spurningum varðandi það. Svarið barst í vikunni. Innihald þess ætti að taka af allan vafa um það hvernig staðið var að verki. Í svari borgarlögmanns kemur fram að mannréttindaráð gegni stefnumarkandi hlutverki á sviði mannréttinda og hafi eftirlit með framkvæmd mannréttindastefnunnar. Í svari hans stendur m.a. : „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um. Með því móti væri almennt gengið gegn því frumkvæðishlutverki sem fagráð borgarinnar hafa samkvæmt samþykktum borgarinnar“. Borgarlögmaður bendir á að hlutverk mannréttindaráðs sé að vekja athygli á því ef það telur að fyrirkomulag og skipulag kennslu og skólastarfs sé ekki í samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar. Hann segir síðan í svari sínu: „Heildstæð reglusetning um fyrirkomulag kennslu og samskipti skóla, trúfélaga og lífsskoðunarhópa féll hins vegar utan umboðs mannréttindaráðs. Breytir þar engu þótt mannréttindaráð hafi sent drög að slíkum reglum til umsagnar menntaráðs og íþróttaráðs“. Mannréttindaráð fór sem sagt út fyrir valdsvið sitt. Með tilliti til þessara niðurstaðna borgarlögmanns er erfitt að sjá hvernig borgarráð getur afgreitt umræddar tillögur enda lögfræðilegt mat borgarlögmanns að þær fara í bága við samþykktir Reykjavíkurborgar. Ég hef hvatt til að fjallað sé um samskipti skóla og trúar og lífsskoðunarhópa. Það var gert í formannstíð minni í menntaráði. Slík vinna getur leitt til þess að settar verði reglur um þau samskipti en reglur verða að taka mið af því hversu fjölbreytilegir skólar borgarinnar eru og samsetning nemenda ólík. Umfram allt má slík vinna ekki mótast af andúð og fordómum í garð trúfélaga, hver sem þau eru. Hún þarf að mótast af umburðarlyndi og virðingu. Svani ætti auðvitað að vera velkomið að taka þátt í þeirri vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla, trúfélaga og lífsskoðunarfélaga voru umfjöllunarefni í blaðagrein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 17. ágúst sl. Kjarni þeirrar greinar var að minna á að sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Tillögur mannréttindaráðs eru dæmi um hið gagnstæða þar sem þær hafa verið unnar án samráðs við þann breiða hóp fólks sem boðið hefur fram krafta sína til að vinna að sátt í þessu viðkvæma máli. Borgarráð hefur nú málið til umfjöllunar. Grein minni svaraði Svanur Sigurbjörnsson. Mér þykir miður að hann skautar fram hjá aðalatriði greinarinnar og snýr út úr orðum mínum. Það gerir hann með þeim hætti að ég mun ekki hirða um að leiðrétta slíkt. Einu atriði ætla ég þó að svara. Svanur telur reglurnar „ákaflega vandaðar“ og vitnar í orð mín um að tillögur mannréttindaráðs hafi verið settar fram án faglegs undirbúnings. Fyrr á þessu ári fékk borgarráð borgarlögmanni það verkefni að fjalla um vinnubrögð mannréttindaráðs en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að borgarlögmaður fjallaði um málið og svaraði nokkrum spurningum varðandi það. Svarið barst í vikunni. Innihald þess ætti að taka af allan vafa um það hvernig staðið var að verki. Í svari borgarlögmanns kemur fram að mannréttindaráð gegni stefnumarkandi hlutverki á sviði mannréttinda og hafi eftirlit með framkvæmd mannréttindastefnunnar. Í svari hans stendur m.a. : „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um. Með því móti væri almennt gengið gegn því frumkvæðishlutverki sem fagráð borgarinnar hafa samkvæmt samþykktum borgarinnar“. Borgarlögmaður bendir á að hlutverk mannréttindaráðs sé að vekja athygli á því ef það telur að fyrirkomulag og skipulag kennslu og skólastarfs sé ekki í samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar. Hann segir síðan í svari sínu: „Heildstæð reglusetning um fyrirkomulag kennslu og samskipti skóla, trúfélaga og lífsskoðunarhópa féll hins vegar utan umboðs mannréttindaráðs. Breytir þar engu þótt mannréttindaráð hafi sent drög að slíkum reglum til umsagnar menntaráðs og íþróttaráðs“. Mannréttindaráð fór sem sagt út fyrir valdsvið sitt. Með tilliti til þessara niðurstaðna borgarlögmanns er erfitt að sjá hvernig borgarráð getur afgreitt umræddar tillögur enda lögfræðilegt mat borgarlögmanns að þær fara í bága við samþykktir Reykjavíkurborgar. Ég hef hvatt til að fjallað sé um samskipti skóla og trúar og lífsskoðunarhópa. Það var gert í formannstíð minni í menntaráði. Slík vinna getur leitt til þess að settar verði reglur um þau samskipti en reglur verða að taka mið af því hversu fjölbreytilegir skólar borgarinnar eru og samsetning nemenda ólík. Umfram allt má slík vinna ekki mótast af andúð og fordómum í garð trúfélaga, hver sem þau eru. Hún þarf að mótast af umburðarlyndi og virðingu. Svani ætti auðvitað að vera velkomið að taka þátt í þeirri vinnu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun