Ný aðalnámskrá grunnskóla Ketill B. Magnússon og Guðrún Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla tekur gildi nú í haust á tímum niðurskurðar í skólamálum. Hún gefur skólum meira svigrúm um skipulag námsins en áður var. Kveðið er skýrt á um kennsluskyldu og hlutfall ólíkra greina á hverju aldursstigi innan skólakerfisins. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá og beri hana saman við stundaskrá og skólanámskrá í skóla barnsins. Komist foreldrar að því að kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarstundaskrá séu ekki uppfylltar þurfa þeir að fara fram á úrbætur. Fyrst er mikilvægt að skoða skólanámskrá skólans vel og athuga hvort þar sé gert ráð fyrir hagræðingu yfir hvert tímabil fyrir sig. Til að mynda eru kröfur um að hlutfall list- og verkgreinakennslu í 1.-4. bekk sé 17,9% að meðaltali. Kennslufyrirkomulagið getur verið breytilegt og getur hver skóli hagrætt þessu milli þeirra fjögurra ára sem um ræðir. Þannig getur kennsla í smíði til dæmis farið fram á einu vikulöngu námskeiði í staðinn fyrir að kennt sé jafnt og þétt yfir skólaárið. Þá væri ef til vill tímabil á næstu þremur árum á eftir þar sem bætt væri upp fyrir þetta minna hlutfall fyrsta árið. Aðalatriðið er þá að meðaltal verk- og listgreina sé um 17,9% yfir þetta fjögurra ára tímabil. Listavika eða aðrir skipulagðir dagar inni í skólaárinu geta jafnframt komið í staðinn fyrir jafna og hefðbundna stundaskrá yfir allt árið. Næstu tvö tímabil grunnskólans eru 5.-7. og 8.-10. bekkur og reiknast meðaltalið þá yfir þrjú ár. Ef skólastjórnendur vilja breyta skólanámskrá er það á ábyrgð skólans að kynna breytingarnar vel fyrir foreldrum. Skólaráðsfulltrúar foreldra ættu að hafa tækifæri til að kynna breytingarnar fyrir foreldrahópnum áður en tekin er ákvörðun um að framfylgja henni. Þess konar samráð er hornsteinn lýðræðis í skólastarfinu og kemur skýrt fram í menntalögunum. Skólaráð er samráðsvettvangur skólasamfélagsins og þar eiga foreldrar tvo fulltrúa sem bera ábyrgð á að vera vel tengdir foreldrum við skólann, til dæmis í gegnum foreldrafélagið. Ef foreldrar komast að því við samanburð á viðmiðunarstundaskrá og skólanámskrá að brotið er á lögbundnum rétti barna við skólann þarf að reka málið áfram rétta leið. Fyrst er reynt að tala við stjórn skólans og ef það ber ekki árangur þarf að leita til skólanefndar og þaðan upp kerfið innan sveitarfélagsins þar sem sveitar-/bæjarstjóri er yfirmaður skólastjóra. Náist ekki viðunandi niðurstaða innan sveitarfélagsins er næsta skref að hafa samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið, sem mun fara fram á umbætur. Það er ljóst að það er ekki óskastaða fyrir neinn að skera niður menntun barnanna okkar. Það er hins vegar staðreynd og því þurfa foreldrar að standa vörð um réttindi barna sinna eins og núgildandi menntalög gefa þeim svigrúm til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla tekur gildi nú í haust á tímum niðurskurðar í skólamálum. Hún gefur skólum meira svigrúm um skipulag námsins en áður var. Kveðið er skýrt á um kennsluskyldu og hlutfall ólíkra greina á hverju aldursstigi innan skólakerfisins. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá og beri hana saman við stundaskrá og skólanámskrá í skóla barnsins. Komist foreldrar að því að kröfur sem gerðar eru í viðmiðunarstundaskrá séu ekki uppfylltar þurfa þeir að fara fram á úrbætur. Fyrst er mikilvægt að skoða skólanámskrá skólans vel og athuga hvort þar sé gert ráð fyrir hagræðingu yfir hvert tímabil fyrir sig. Til að mynda eru kröfur um að hlutfall list- og verkgreinakennslu í 1.-4. bekk sé 17,9% að meðaltali. Kennslufyrirkomulagið getur verið breytilegt og getur hver skóli hagrætt þessu milli þeirra fjögurra ára sem um ræðir. Þannig getur kennsla í smíði til dæmis farið fram á einu vikulöngu námskeiði í staðinn fyrir að kennt sé jafnt og þétt yfir skólaárið. Þá væri ef til vill tímabil á næstu þremur árum á eftir þar sem bætt væri upp fyrir þetta minna hlutfall fyrsta árið. Aðalatriðið er þá að meðaltal verk- og listgreina sé um 17,9% yfir þetta fjögurra ára tímabil. Listavika eða aðrir skipulagðir dagar inni í skólaárinu geta jafnframt komið í staðinn fyrir jafna og hefðbundna stundaskrá yfir allt árið. Næstu tvö tímabil grunnskólans eru 5.-7. og 8.-10. bekkur og reiknast meðaltalið þá yfir þrjú ár. Ef skólastjórnendur vilja breyta skólanámskrá er það á ábyrgð skólans að kynna breytingarnar vel fyrir foreldrum. Skólaráðsfulltrúar foreldra ættu að hafa tækifæri til að kynna breytingarnar fyrir foreldrahópnum áður en tekin er ákvörðun um að framfylgja henni. Þess konar samráð er hornsteinn lýðræðis í skólastarfinu og kemur skýrt fram í menntalögunum. Skólaráð er samráðsvettvangur skólasamfélagsins og þar eiga foreldrar tvo fulltrúa sem bera ábyrgð á að vera vel tengdir foreldrum við skólann, til dæmis í gegnum foreldrafélagið. Ef foreldrar komast að því við samanburð á viðmiðunarstundaskrá og skólanámskrá að brotið er á lögbundnum rétti barna við skólann þarf að reka málið áfram rétta leið. Fyrst er reynt að tala við stjórn skólans og ef það ber ekki árangur þarf að leita til skólanefndar og þaðan upp kerfið innan sveitarfélagsins þar sem sveitar-/bæjarstjóri er yfirmaður skólastjóra. Náist ekki viðunandi niðurstaða innan sveitarfélagsins er næsta skref að hafa samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið, sem mun fara fram á umbætur. Það er ljóst að það er ekki óskastaða fyrir neinn að skera niður menntun barnanna okkar. Það er hins vegar staðreynd og því þurfa foreldrar að standa vörð um réttindi barna sinna eins og núgildandi menntalög gefa þeim svigrúm til.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar