Íslam hefur hjálpað íslenskum þegnum 23. ágúst 2011 06:00 VIð tökur í Reykjavík Hér sést Fathi Jouadi við töku í miðbæ Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og kannar hvernig trúbræðrum hans reiðir af á hinum megin á hnettinum.fréttablaðið/daníel Þeir Íslendingar sem tekið hafa íslamstrú einangrast ekki í samfélaginu. Þvert á móti styrkjast fjölskyldutengsl þeirra, ábyrgðartilfinningin eykst og þeir sannfærast um að þeir hafi ýmislegt fram að færa til samfélagsins. Þetta segir Fathi Jouadi, þáttagerðarmaður frá Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni, en hann var hér á landi fyrr í þessum mánuði við vinnslu á heimildarmynd um trúarlíf múslima á hjara veraldar. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og verður reynslan þaðan borin saman við þá sem hann hefur héðan. Rætt var við Íslendinga sem tekið hafa íslamstrú og aðstandendur þeirra. „Það kom fram hjá aðstandendum að þeir töldu að þessi umskipti hefðu verið til góða, ábyrgðartilfinningin hefði aukist og þau hefðu orðið til þess að viðkomandi tæki lífið í sínar hendur,“ segir hann. „Þetta hefur ekki orðið til þess að breikka bilið milli þeirra og hinna í fjölskyldunni sem eru kristinnar trúar, þvert á móti. Við tókum einnig eftir því að þessi umskipti höfðu ekki orðið til þess að þeim þætti síður til Íslands og íslenskrar menningar koma. Þvert á móti eru þeir stoltir af sínum bakgrunni og því að vera Íslendingar.“ Jouadi segist ekki hafa orðið var við fordóma gagnvart íslam hér á landi. „Nei, alls ekki. Hins vegar urðum við varir við alls konar misskilning varðandi íslam þegar við vorum að ræða þessi mál við Íslendinga. En þegar búið var að uppræta hann var fólk venjulega sammála um að það bæri ekki svo mjög á milli þessara trúarbragða. Þetta er nú af sömu rótinni komið.“ Hann segir að enn sé ekki ákveðið hvenær myndin verði sýnd en hann telur nokkuð víst að hún verði til sýnis á öllum stöðvum Al Jazeera, sem ná til eins milljarðs áhorfenda. „Við ferðuðumst um og sáum nokkuð af þessari náttúrufegurð landsins sem mér þótti mikið um. Þessa fegurð fá sjónvarpsáhorfendur að líta.“ Hann segist ekki aðeins hafa hrifist af náttúru landsins. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að Íslendingar eru svo fjarri öllum átakasvæðum en mér fannst þeir hafa sérlega húmaníska heimsmynd. Satt að segja tel ég að þeir gætu lagt sitt af mörkum til heimsmálanna með þessa heilbrigðu heimssýn að leiðarljósi.“ jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þeir Íslendingar sem tekið hafa íslamstrú einangrast ekki í samfélaginu. Þvert á móti styrkjast fjölskyldutengsl þeirra, ábyrgðartilfinningin eykst og þeir sannfærast um að þeir hafi ýmislegt fram að færa til samfélagsins. Þetta segir Fathi Jouadi, þáttagerðarmaður frá Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni, en hann var hér á landi fyrr í þessum mánuði við vinnslu á heimildarmynd um trúarlíf múslima á hjara veraldar. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og verður reynslan þaðan borin saman við þá sem hann hefur héðan. Rætt var við Íslendinga sem tekið hafa íslamstrú og aðstandendur þeirra. „Það kom fram hjá aðstandendum að þeir töldu að þessi umskipti hefðu verið til góða, ábyrgðartilfinningin hefði aukist og þau hefðu orðið til þess að viðkomandi tæki lífið í sínar hendur,“ segir hann. „Þetta hefur ekki orðið til þess að breikka bilið milli þeirra og hinna í fjölskyldunni sem eru kristinnar trúar, þvert á móti. Við tókum einnig eftir því að þessi umskipti höfðu ekki orðið til þess að þeim þætti síður til Íslands og íslenskrar menningar koma. Þvert á móti eru þeir stoltir af sínum bakgrunni og því að vera Íslendingar.“ Jouadi segist ekki hafa orðið var við fordóma gagnvart íslam hér á landi. „Nei, alls ekki. Hins vegar urðum við varir við alls konar misskilning varðandi íslam þegar við vorum að ræða þessi mál við Íslendinga. En þegar búið var að uppræta hann var fólk venjulega sammála um að það bæri ekki svo mjög á milli þessara trúarbragða. Þetta er nú af sömu rótinni komið.“ Hann segir að enn sé ekki ákveðið hvenær myndin verði sýnd en hann telur nokkuð víst að hún verði til sýnis á öllum stöðvum Al Jazeera, sem ná til eins milljarðs áhorfenda. „Við ferðuðumst um og sáum nokkuð af þessari náttúrufegurð landsins sem mér þótti mikið um. Þessa fegurð fá sjónvarpsáhorfendur að líta.“ Hann segist ekki aðeins hafa hrifist af náttúru landsins. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að Íslendingar eru svo fjarri öllum átakasvæðum en mér fannst þeir hafa sérlega húmaníska heimsmynd. Satt að segja tel ég að þeir gætu lagt sitt af mörkum til heimsmálanna með þessa heilbrigðu heimssýn að leiðarljósi.“ jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira