Skólastjórinn er svartsýnn 23. ágúst 2011 05:00 Hilmar Oddsson Eignarhaldið virðist standa í vegi fyrir lausn á vanda Kvikmyndaskóla Íslands, segir skólastjórinn, sem kveður menntamálaráðuneytið hafa hafnað tillögu um breytt eignarhald.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég er rosalega svartsýnn,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, eftir fund um fjárhagsvanda skólans í menntamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Skólinn var ekki settur í gær. Hilmar segir að fulltrúar skólans hafi í gærmorgun sett fram óformlega tillögu um breytt eignarhald á skólanum. „Það er augljóst að það er styrr um rekstrar- og eignarðaðila að skólanum. Við vorum að reyna að finna leið framhjá þeim ef það eru þeir sem eru að trufla málið. Því var hafnað,“ segir Hilmar. Skólastjórinn segir málið ekki búið en sér sýnist að ekkert sé hægt að gera fyrir Kvikmyndaskólann. „Það er það sem okkur er sagt,“ segir Hilmar, sem kveður erfiða stöðu þá koma upp. „Það sem gerist er að 150 nemendur hrökklast frá námi og það þarf að finna þeim einhvern stað. Það er ekki eins auðvelt og einhverjir kannski ætla.“ Hilmar segir ábyrgðina á stöðu nemendanna að hluta liggja hjá aðstandendum skólans. „En við höldum því fram að við berum ábyrgðina ekki ein – það gera báðir aðilarnir,“ segir hann. Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra, sat fundinn í gær ásamt fleiri starfsmönnum ráðuneytisins. Þar voru einnig fulltrúar skólans og kennara hans og nemenda. Svandís segir það hafa verið fyrsta fundinn með öllum aðilum málsins. „Uppleggið á fundinum var að stjórnendur skólans gerðu ráðuneytinu grein fyrir því hvernig þeir ætluðu að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart nemendum sem lofað hefði verið ákveðinni menntun. Þeirri spurningu hefur enn ekki fyllilega verið svarað,“ segir ráðherrann. Spurð um ábyrgð segir Svandís ljóst að skólinn hafi kosið að vaxa án þess að fjármagn væri til fyrir þeim rekstri. Slík framkoma gagnvart nemendum væri umhugsunarefni. „Það má líka velta fyrir sér hver sé staða nemenda sem gera samkomulag af þessu tagi við einkaaðila sem getur stækkað eða minnkað eins og honum sýnist en þegar vandinn kemur upp er gert ráð fyrir að hið opinbera komi og hjálpi til,“ segir Svandís, sem kveðst munu gera allt sem hún geti til að greiða úr málum nemendanna. Nemendur Kvikmyndaskólans fylktu í gærmorgun liði á Vinnumálastofnuna og sóttu um atvinnuleysisbætur. Þeir segjast ekki skilja hvers vegna ekki hafi verið samið við skólann; öll gögn bendi til þess að hagkvæmast sé fyrir alla aðila að halda rekstri hans áfram. gar@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
„Ég er rosalega svartsýnn,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, eftir fund um fjárhagsvanda skólans í menntamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Skólinn var ekki settur í gær. Hilmar segir að fulltrúar skólans hafi í gærmorgun sett fram óformlega tillögu um breytt eignarhald á skólanum. „Það er augljóst að það er styrr um rekstrar- og eignarðaðila að skólanum. Við vorum að reyna að finna leið framhjá þeim ef það eru þeir sem eru að trufla málið. Því var hafnað,“ segir Hilmar. Skólastjórinn segir málið ekki búið en sér sýnist að ekkert sé hægt að gera fyrir Kvikmyndaskólann. „Það er það sem okkur er sagt,“ segir Hilmar, sem kveður erfiða stöðu þá koma upp. „Það sem gerist er að 150 nemendur hrökklast frá námi og það þarf að finna þeim einhvern stað. Það er ekki eins auðvelt og einhverjir kannski ætla.“ Hilmar segir ábyrgðina á stöðu nemendanna að hluta liggja hjá aðstandendum skólans. „En við höldum því fram að við berum ábyrgðina ekki ein – það gera báðir aðilarnir,“ segir hann. Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra, sat fundinn í gær ásamt fleiri starfsmönnum ráðuneytisins. Þar voru einnig fulltrúar skólans og kennara hans og nemenda. Svandís segir það hafa verið fyrsta fundinn með öllum aðilum málsins. „Uppleggið á fundinum var að stjórnendur skólans gerðu ráðuneytinu grein fyrir því hvernig þeir ætluðu að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart nemendum sem lofað hefði verið ákveðinni menntun. Þeirri spurningu hefur enn ekki fyllilega verið svarað,“ segir ráðherrann. Spurð um ábyrgð segir Svandís ljóst að skólinn hafi kosið að vaxa án þess að fjármagn væri til fyrir þeim rekstri. Slík framkoma gagnvart nemendum væri umhugsunarefni. „Það má líka velta fyrir sér hver sé staða nemenda sem gera samkomulag af þessu tagi við einkaaðila sem getur stækkað eða minnkað eins og honum sýnist en þegar vandinn kemur upp er gert ráð fyrir að hið opinbera komi og hjálpi til,“ segir Svandís, sem kveðst munu gera allt sem hún geti til að greiða úr málum nemendanna. Nemendur Kvikmyndaskólans fylktu í gærmorgun liði á Vinnumálastofnuna og sóttu um atvinnuleysisbætur. Þeir segjast ekki skilja hvers vegna ekki hafi verið samið við skólann; öll gögn bendi til þess að hagkvæmast sé fyrir alla aðila að halda rekstri hans áfram. gar@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira