Höfuðstöðvarnar á valdi uppreisnarliðs 24. ágúst 2011 00:00 Í höfuðstöðvum Gaddafís Uppreisnarmenn fagna í höfuðstöðvum Gaddafís og gera lítið úr helstu valdatáknum leiðtogans fallna.nordicphotos/AFP Uppreisnarmenn í Líbíu náðu höfuðstöðvum Múammars Gaddafí í Trípolí á sitt vald í gær eftir harða skotbardaga við stuðningsmenn Gaddafís klukkustundum saman. Höfuðstöðvarnar eru nokkur hús, herskálar og tjöld inni á rammgirtri lóð. Þar eru bæði skrifstofur Gaddafís og vistarverur hans og fjölskyldu hans. Hann sjálfur sást hvergi og var ekki vitað hvar hann væri niðurkominn. Kirsan Iljumisjov, hinn rússneski forseti Alþjóðaskáksambandsins, sagðist þó hafa rætt við Gaddafí í síma í gær, en þeir munu vera góðir kunningjar. „Við erum að leita að Gaddafí. Við verðum að finna hann núna,“ segir Sohaib Nefati, 29 ára gamall liðsmaður uppreisnarsveitanna, sem sat með riffil sinn upp við vegg innan höfuðstöðvanna. Annar klifraði upp á fræga gyllta styttu af krepptum hnefa sem kremur líkan af bandarískri herþotu. Þar skaut hann upp í loftið við mikinn fögnuð félaga sinna. Undanfarna mánuði hafa hersveitir NATO gert allmargar loftárásir á höfuðstöðvarnar, þannig að þær voru að stórum hluta í rústum þegar uppreisnarmennirnir réðust inn. Uppreisnarmenn sögðust einnig vera með full yfirráð yfir byggingu ríkissjónvarpsins í Trípolí. Þeir sögðu flugvöllinn í borginni einnig vera á þeirra valdi. Stjórnarherinn og aðrir stuðningsmenn Gaddafís höfðu þó enn suma hluta borgarinnar á sínu valdi og erlendir fréttamenn sögðust einnig sjá að þeir væru með nokkra staði innan höfuðstöðva Gaddafís á sínu valdi. Bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Bengasí, austan til í Líbíu, hefur sagst ætla að leggja áherslu á að ná sáttum meðal landsmanna. Þeir ætla sér að stjórna í skamman tíma meðan verið er að semja nýja stjórnarskrá og efna til kosninga. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Uppreisnarmenn í Líbíu náðu höfuðstöðvum Múammars Gaddafí í Trípolí á sitt vald í gær eftir harða skotbardaga við stuðningsmenn Gaddafís klukkustundum saman. Höfuðstöðvarnar eru nokkur hús, herskálar og tjöld inni á rammgirtri lóð. Þar eru bæði skrifstofur Gaddafís og vistarverur hans og fjölskyldu hans. Hann sjálfur sást hvergi og var ekki vitað hvar hann væri niðurkominn. Kirsan Iljumisjov, hinn rússneski forseti Alþjóðaskáksambandsins, sagðist þó hafa rætt við Gaddafí í síma í gær, en þeir munu vera góðir kunningjar. „Við erum að leita að Gaddafí. Við verðum að finna hann núna,“ segir Sohaib Nefati, 29 ára gamall liðsmaður uppreisnarsveitanna, sem sat með riffil sinn upp við vegg innan höfuðstöðvanna. Annar klifraði upp á fræga gyllta styttu af krepptum hnefa sem kremur líkan af bandarískri herþotu. Þar skaut hann upp í loftið við mikinn fögnuð félaga sinna. Undanfarna mánuði hafa hersveitir NATO gert allmargar loftárásir á höfuðstöðvarnar, þannig að þær voru að stórum hluta í rústum þegar uppreisnarmennirnir réðust inn. Uppreisnarmenn sögðust einnig vera með full yfirráð yfir byggingu ríkissjónvarpsins í Trípolí. Þeir sögðu flugvöllinn í borginni einnig vera á þeirra valdi. Stjórnarherinn og aðrir stuðningsmenn Gaddafís höfðu þó enn suma hluta borgarinnar á sínu valdi og erlendir fréttamenn sögðust einnig sjá að þeir væru með nokkra staði innan höfuðstöðva Gaddafís á sínu valdi. Bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Bengasí, austan til í Líbíu, hefur sagst ætla að leggja áherslu á að ná sáttum meðal landsmanna. Þeir ætla sér að stjórna í skamman tíma meðan verið er að semja nýja stjórnarskrá og efna til kosninga. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira