Kindarleg umræða um landbúnað Ingimundur Bergmann skrifar 24. ágúst 2011 06:00 Allmikil umræða hefur að undanförnu farið fram um málefni landbúnaðarins. Umfjöllun Þórólfs Mattíassonar prófessors um landbúnaðarkerfið, sem fram kom eftir að sauðfjárbændur lögðu til að viðmiðunarverð á lambakjöti yrði hækkað um 25%, hefur átt sinn þátt í því. Verð á lambakjöti kemur ekki allt fram við búðarborðið og ekki liggur fyrir hve mikið það þyrfti að hækka til að þokkalega lífvænlegt yrði að stunda framleiðsluna, en örugglega umtalsvert meira en það sem sauðfjárbændur lögðu til. Sauðkindin er ekki afurðamikil skepna og því verður lambakjötsverð að vera hátt, enda varan eftirsótt og af flestum talin hátíðar- og hágæðafæða. Styrkir og lausagangaStyrkjakerfi landbúnaðarins, einkum það sem að sauðfjárræktinni snýr, hefur verið gagnrýnt og er það eðlilegt, þar sem tæplega er það svo, að búið sé að finna hina fullkomnu lausn í því efni og ef til vill er sá tími liðinn að þjóðin sætti sig við að framleiðslu á matvörum sé haldið uppi með styrkjum, höftum og millifærslum. Gildir þá einu hvort um er að ræða beingreiðslur, gæðastýringarálag, innflutningstolla eða framlög einstaklinga og hins opinbera til girðingaframkvæmda. Svo sem kunnugt er, gengur sauðfé á Íslandi laust og óheft um þær lendur sem því sýnist í langflestum tilfellum og eigendur sauðfjár virðast enga ábyrgð bera á því tjóni sem fénaður þeirra veldur öðrum. Fjárheldar girðingar kosta mikla fjármuni, svo augljóst er að þar liggur mikið ómetið framlag til búgreinarinnar. Framlag kemur frá hinu opinbera en einnig þeim sem eru að reyna að verja eigur sínar og ræktun fyrir ágangi sauðkinda, sem enginn virðist bera ábyrgð á. Framlagið til gæðastýringar, sem talið var upp hér að framan, er svo eitt ómerkilegasta fyrirbrigðið í þessum styrkjaskógi, því upplýst er (m.a. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins) að það hefur lítið sem ekkert með gæðastýringu að gera. Þrátt fyrir það sem hér hefur verið rakið um styrki og framlög af ýmsu tagi, þá er flestum ljóst að sauðfjárbændur eru ekki að flá feitan gölt og ekki ólíklegt að þeir séu einna verst settir allra bænda hvað tekjur af starfsemi þeirra varðar. Því hlýtur að vera ljóst að finna verður ný úrræði. Finna nýjar leiðir til að tryggja þeim sem sauðfjárrækt stunda þokkalega afkomu og ekki síður góða sátt við samfélagið. Aðferð Bændasamtakanna að telja sér og reyna að telja öðrum trú um, að hér og nú, sé lifað í besta og fullkomnasta heimi allra heima gengur vitanlega ekki. HagfræðiÍ Bændablaðinu sem út kom þann 7. júlí 2011 má lesa – í leiðara – eftirfarandi: „Innfluttur matur hefur hækkað um 62% en innlend búvara hækkaði ekki nema um 20%.“ Og síðar: „…tollvernd [þ.e. ísl. kjötframleiðslu] verndar kaupmátt fólks…“ (!). Séu þessar tölur réttar, sem settar eru fram af HB (Haraldi Benediktssyni, formanni Bændasamtakanna?), þá sýna þær ljóslega hve illa hefur til tekist að tryggja stöðu bænda í því ölduróti sem gengið hefur yfir íslenskt samfélag undanfarin ár. Hvernig tollverndin virkar á þennan hátt, er hins vegar algjörlega óupplýst. Spennandi verður að fá þær útskýringar sem til þarf til að skilja megi kenninguna, sem samkvæmt þessu, hefur tryggt neytendum ódýrar landbúnaðarvörur, meðan bændur sitja eftir með sárt ennið, horfandi á eignir sínar rýrna og tekjur lækka. Bændur eru neytendur jafnt og aðrir þegnar þessa lands. Því er algjörlega óumflýjanlegt að útskýrt verði hvernig tollun af þessu tagi tryggir hag neytenda. Ef rétt reynist, þá er sjálfgefið að taka verður upp harða tollastefnu á sem flestum sviðum, sérstaklega þegar framleidd er íslensk vara sambærileg þeirri sem tolluð er! ESB-fælninEkki er furða þó bændaforystan berji sér á brjóst og þykist hafa gott gert og neiti alfarið að horfast í augu við að komið sé að því að stokka þurfi kerfið upp. Bændur hafa, svo dæmi sé tekið, horft á forystuna ausa fjármunum í pólitísk öfgasamtök eins og „Heimsýn“ svo ekki sé nú minnst á nýlega bókaútgáfu um ESB, meðan raunverulegir hagsmunir stéttarinnar eru látnir sitja á hakanum. Ísland hefur sótt um inngöngu í Evrópusambandið og hafnar eru samningaviðræður þar um. Hvort af inngöngu verður eða ekki, ræðst fyrst og fremst af því hvort viðunandi samningur við sambandið næst. Bændasamtökin hafa hafnað þátttöku í því ferli og feta þar í spor Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra. Eitt er að stjórnmálamaður leyfi sér að hafa trú, sem gengur framar þjóðarhagsmunum, en að Bændasamtökin geri slíkt er með öllu ólíðandi, þeim ber að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, hvort sem af inngöngu í Evrópusambandið verður eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Allmikil umræða hefur að undanförnu farið fram um málefni landbúnaðarins. Umfjöllun Þórólfs Mattíassonar prófessors um landbúnaðarkerfið, sem fram kom eftir að sauðfjárbændur lögðu til að viðmiðunarverð á lambakjöti yrði hækkað um 25%, hefur átt sinn þátt í því. Verð á lambakjöti kemur ekki allt fram við búðarborðið og ekki liggur fyrir hve mikið það þyrfti að hækka til að þokkalega lífvænlegt yrði að stunda framleiðsluna, en örugglega umtalsvert meira en það sem sauðfjárbændur lögðu til. Sauðkindin er ekki afurðamikil skepna og því verður lambakjötsverð að vera hátt, enda varan eftirsótt og af flestum talin hátíðar- og hágæðafæða. Styrkir og lausagangaStyrkjakerfi landbúnaðarins, einkum það sem að sauðfjárræktinni snýr, hefur verið gagnrýnt og er það eðlilegt, þar sem tæplega er það svo, að búið sé að finna hina fullkomnu lausn í því efni og ef til vill er sá tími liðinn að þjóðin sætti sig við að framleiðslu á matvörum sé haldið uppi með styrkjum, höftum og millifærslum. Gildir þá einu hvort um er að ræða beingreiðslur, gæðastýringarálag, innflutningstolla eða framlög einstaklinga og hins opinbera til girðingaframkvæmda. Svo sem kunnugt er, gengur sauðfé á Íslandi laust og óheft um þær lendur sem því sýnist í langflestum tilfellum og eigendur sauðfjár virðast enga ábyrgð bera á því tjóni sem fénaður þeirra veldur öðrum. Fjárheldar girðingar kosta mikla fjármuni, svo augljóst er að þar liggur mikið ómetið framlag til búgreinarinnar. Framlag kemur frá hinu opinbera en einnig þeim sem eru að reyna að verja eigur sínar og ræktun fyrir ágangi sauðkinda, sem enginn virðist bera ábyrgð á. Framlagið til gæðastýringar, sem talið var upp hér að framan, er svo eitt ómerkilegasta fyrirbrigðið í þessum styrkjaskógi, því upplýst er (m.a. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins) að það hefur lítið sem ekkert með gæðastýringu að gera. Þrátt fyrir það sem hér hefur verið rakið um styrki og framlög af ýmsu tagi, þá er flestum ljóst að sauðfjárbændur eru ekki að flá feitan gölt og ekki ólíklegt að þeir séu einna verst settir allra bænda hvað tekjur af starfsemi þeirra varðar. Því hlýtur að vera ljóst að finna verður ný úrræði. Finna nýjar leiðir til að tryggja þeim sem sauðfjárrækt stunda þokkalega afkomu og ekki síður góða sátt við samfélagið. Aðferð Bændasamtakanna að telja sér og reyna að telja öðrum trú um, að hér og nú, sé lifað í besta og fullkomnasta heimi allra heima gengur vitanlega ekki. HagfræðiÍ Bændablaðinu sem út kom þann 7. júlí 2011 má lesa – í leiðara – eftirfarandi: „Innfluttur matur hefur hækkað um 62% en innlend búvara hækkaði ekki nema um 20%.“ Og síðar: „…tollvernd [þ.e. ísl. kjötframleiðslu] verndar kaupmátt fólks…“ (!). Séu þessar tölur réttar, sem settar eru fram af HB (Haraldi Benediktssyni, formanni Bændasamtakanna?), þá sýna þær ljóslega hve illa hefur til tekist að tryggja stöðu bænda í því ölduróti sem gengið hefur yfir íslenskt samfélag undanfarin ár. Hvernig tollverndin virkar á þennan hátt, er hins vegar algjörlega óupplýst. Spennandi verður að fá þær útskýringar sem til þarf til að skilja megi kenninguna, sem samkvæmt þessu, hefur tryggt neytendum ódýrar landbúnaðarvörur, meðan bændur sitja eftir með sárt ennið, horfandi á eignir sínar rýrna og tekjur lækka. Bændur eru neytendur jafnt og aðrir þegnar þessa lands. Því er algjörlega óumflýjanlegt að útskýrt verði hvernig tollun af þessu tagi tryggir hag neytenda. Ef rétt reynist, þá er sjálfgefið að taka verður upp harða tollastefnu á sem flestum sviðum, sérstaklega þegar framleidd er íslensk vara sambærileg þeirri sem tolluð er! ESB-fælninEkki er furða þó bændaforystan berji sér á brjóst og þykist hafa gott gert og neiti alfarið að horfast í augu við að komið sé að því að stokka þurfi kerfið upp. Bændur hafa, svo dæmi sé tekið, horft á forystuna ausa fjármunum í pólitísk öfgasamtök eins og „Heimsýn“ svo ekki sé nú minnst á nýlega bókaútgáfu um ESB, meðan raunverulegir hagsmunir stéttarinnar eru látnir sitja á hakanum. Ísland hefur sótt um inngöngu í Evrópusambandið og hafnar eru samningaviðræður þar um. Hvort af inngöngu verður eða ekki, ræðst fyrst og fremst af því hvort viðunandi samningur við sambandið næst. Bændasamtökin hafa hafnað þátttöku í því ferli og feta þar í spor Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra. Eitt er að stjórnmálamaður leyfi sér að hafa trú, sem gengur framar þjóðarhagsmunum, en að Bændasamtökin geri slíkt er með öllu ólíðandi, þeim ber að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, hvort sem af inngöngu í Evrópusambandið verður eða ekki.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun