Marijúanasprey verður líklega fáanlegt í Svíþjóð á næstunni. Spreyið er ætlað í lækningaskyni en veldur ekki vímu.
Sprey af þessu tagi hefur verið tekið í notkun í Bretlandi og á Spáni auk þess sem samþykkt hefur verið að nota það í Þýskalandi og Danmörku. Efnið er fyrst og fremst ætlað fólki sem þjáist af MS-sjúkdómnum og öðrum sjúkdómum. Rannsóknir hafa bent til þess að marijúana geti haft jákvæð áhrif á einkenni sjúkdómsins. - þeb
Marijúanasprey til Svíþjóðar
