Umfjöllun fjölmiðla leiðir til rannsókna 26. ágúst 2011 06:00 Forstjóri Kauphallarinnar segir afar mikilvægt fyrir markaðinn að fjölmiðlar séu gagnrýnir. fréttablaðið/gva Umfjöllun fjölmiðla um fjárhagsstöðu fyrirtækja og stofnana hefur verið kveikja að athugunum Kauphallar Íslands sem enda með fjársekt í um 40 prósentum tilvika, síðan í nóvember 2008. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, kveður almennt aðhald fjölmiðla og ýmissa annarra óformlegra eftirlitsaðila vera afar áhrifamikið á markaðnum. „Fjölmiðlar eru klárlega meðal mikilvægustu óformlegu eftirlitsaðila á markaði. Það er gríðarlega mikilvægt að þeir séu mjög gagnrýnir,“ segir Páll og bætir við að starfsmenn fyrirtækja og skortsalar séu einnig afar áhrifamiklir eftirlitsaðilar. Hann vitnar þar í nýlega bandaríska rannsókn sem gerð var á fjárhagslegu misferli stórra fyrirtækja og leiddi í ljós að formlegir eftirlitsaðilar voru sjaldnast ástæða þess að fjárhagslegt misferli komst upp. „Það hefur verið mín afstaða, og okkar, að sérstaklega fyrir hrun hafi þetta verið veikleiki á markaðnum,“ segir Páll. Í tíu skiptum af 26 er umfjöllun fjölmiðla gefin upp sem upphafleg ástæða Kauphallarinnar á að beita fyrirtæki févíti. Sektarupphæðir nema í flestum tilvikum 1,5 milljónum króna, en hæsta sektin var fjórar milljónir árið 2008, til Exista hf. Eins og áður sagði hefur Kauphöllin sektað 26 sinnum síðan í nóvember 2008. Alls hafa 14 fyrirtæki verið beitt févíti, en sex þeirra hafa tvisvar verið sektuð og eitt, Bakkavör Group hf., í þrígang. Umfjöllun fjölmiðla var í öll þrjú skiptin kveikjan að athugunum Kauphallarinnar á fjárfestingarfélaginu. „Þetta er í sjálfu sér mjög eðilegt og áhugavert. Oft á tíðum snúast þessi mál um jafnræði fjárfesta að upplýsingum. Þá er þetta dæmi um augljós brot á þeirri grundvallarreglu sem skráð félög eiga að hafa í heiðri,“ segir Páll.sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Umfjöllun fjölmiðla um fjárhagsstöðu fyrirtækja og stofnana hefur verið kveikja að athugunum Kauphallar Íslands sem enda með fjársekt í um 40 prósentum tilvika, síðan í nóvember 2008. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, kveður almennt aðhald fjölmiðla og ýmissa annarra óformlegra eftirlitsaðila vera afar áhrifamikið á markaðnum. „Fjölmiðlar eru klárlega meðal mikilvægustu óformlegu eftirlitsaðila á markaði. Það er gríðarlega mikilvægt að þeir séu mjög gagnrýnir,“ segir Páll og bætir við að starfsmenn fyrirtækja og skortsalar séu einnig afar áhrifamiklir eftirlitsaðilar. Hann vitnar þar í nýlega bandaríska rannsókn sem gerð var á fjárhagslegu misferli stórra fyrirtækja og leiddi í ljós að formlegir eftirlitsaðilar voru sjaldnast ástæða þess að fjárhagslegt misferli komst upp. „Það hefur verið mín afstaða, og okkar, að sérstaklega fyrir hrun hafi þetta verið veikleiki á markaðnum,“ segir Páll. Í tíu skiptum af 26 er umfjöllun fjölmiðla gefin upp sem upphafleg ástæða Kauphallarinnar á að beita fyrirtæki févíti. Sektarupphæðir nema í flestum tilvikum 1,5 milljónum króna, en hæsta sektin var fjórar milljónir árið 2008, til Exista hf. Eins og áður sagði hefur Kauphöllin sektað 26 sinnum síðan í nóvember 2008. Alls hafa 14 fyrirtæki verið beitt févíti, en sex þeirra hafa tvisvar verið sektuð og eitt, Bakkavör Group hf., í þrígang. Umfjöllun fjölmiðla var í öll þrjú skiptin kveikjan að athugunum Kauphallarinnar á fjárfestingarfélaginu. „Þetta er í sjálfu sér mjög eðilegt og áhugavert. Oft á tíðum snúast þessi mál um jafnræði fjárfesta að upplýsingum. Þá er þetta dæmi um augljós brot á þeirri grundvallarreglu sem skráð félög eiga að hafa í heiðri,“ segir Páll.sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira