Ríkisstjórn Indlands reynir nú að binda enda á hungurverkfall aðgerðasinnans Anna Hazare, sem hefur enst í níu daga. Ríkisstjórnin hefur kallað eftir því að allir flokkar á þingi ræði kröfur Hazares um löggjöf gegn spillingu. Hann hefur sagst munu hætta í hungurverkfallinu ef ríkisstjórnin leggur til skriflega að eftirlitsaðilar verði ráðnir yfir forsætisráðherra og dómskerfinu.
Hazare ávarpaði stuðningsmenn í gær og virtist heilsugóður þrátt fyrir marga daga án matar.- þeb
