Óviðunandi vinnubrögð vegna ráðningar nýs forstjóra OR 7. febrúar 2011 00:01 Verulegar brotalamir eru á vinnubrögðum meirihluta stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnarinnar tillögu undirritaðs um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð. Hefur verið óskað eftir því að borgarlögmaður gefi álit sitt á því hvort yfirstandandi vinna vegna ráðningarinnar samræmist góðum stjórnarháttum og lagafyrirmælum um stjórn fyrirtækisins. Er tillaga þess efnis nú til meðferðar í borgarráði. Ráðning forstjóra er með mikilvægustu ákvörðunum, sem stjórnir fyrirtækja fá til úrlausnar. Þegar um opinber fyrirtæki er að ræða verður að gera ríka kröfu um að slíkt ráðningarferli sé gagnsætt, hafið yfir vafa og formreglum fylgt í hvívetna. Í tveimur greinargerðum, sem undirritaður hefur lagt fram í málinu, hefur verið sýnt fram á að alvarlegar brotalamir eru á ferlinu og mikið vantar á að það sé faglegt, gagnsætt og jafnvel löglegt. Skulu nú rakin nokkur atriði, sem undirritaður hefur gert athugasemdir við: Eftir að umsóknarfrestur rann út, hefur forstjórinn yfirfarið umsóknir ásamt aðkeyptum ráðgjafa og kallað nokkra umsækjendur í viðtöl án þess að hafa til þess umboð stjórnar. Einföldustu formreglum hefur þannig ekki verið fylgt í ráðningarferli og eru slík vinnubrögð óviðunandi með öllu. Meirihluti stjórnar Orkuveitunnar hefur virt að vettugi margítrekaðar óskir stjórnarmanns um vönduð vinnubrögð og að sjálfsögðum formreglum skuli fylgt. Fyrir starfsmenn og eigendur fyrirtækisins, þ.e. almenning í Reykjavík, Borgarbyggð og á Akranesi, skiptir miklu máli að ekki leiki vafi á um að vinnubrögð hafi verið vönduð og að hæfasti umsækjandinn sé valinn. Þá eiga umsækjendur rétt á að umsóknir þeirra fái tilhlýðilega og vandaða meðferð í hvívetna enda mjög óæskilegt að grunsemdir vakni um að óeðlilega hafi verið staðið að valinu. Núverandi forstjóri hefur unnið að því að velja úr umsækjendum ásamt aðkeyptum ráðgjafa. Að fráfarandi forstjóri sé þannig í lykilhlutverki við val á eftirmanni sínum, gengur gegn leiðbeiningum um góða starfshætti fyrirtækja. Slík vinnubrögð eru óþekkt innan stjórnsýslunnar og í rekstri opinberra fyrirtækja, a.m.k. síðustu áratugina. Núverandi forstjóri var ráðinn á pólitískum forsendum, án nokkurs hæfismats eða eðlilegrar umfjöllunar stjórnar. Forstjórinn er vinur stjórnarformannsins og viðskiptafélagi föður hans. Hann starfar því fyrst og fremst í umboði meirihluta Samfylkingarinnar og Besta flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Forstjórinn getur því hvorki talist hlutlaus né óháður og því óeðlilegt að hann taki að sér að velja úr umsækjendum fyrir hönd þeirrar fjölskipuðu stjórnar, sem stjórn Orkuveitunnar er. Samkvæmt lögum er það hlutverk stjórnar Orkuveitunnar að ráða forstjóra. Í því felst að í slíku ráðningarferli er stjórnarmönnum skylt að kynna sér gögn málsins nægilega vel til að þeir geti með fullnægjandi hætti gert upp á milli umsækjenda. Sextíu manns hafa sótt um stöðuna og er fjöldi hæfra umsækjenda þar á meðal. Hins vegar hefur aðeins fullnægjandi gögnum um þrjá umsækjendur verið dreift til stjórnarinnar. Óeðlilegt er að stjórnin kynni sér ekki gögn um alla umsækjendur, eða a.m.k. um þá sem teljast hæfir, heldur framselji það hlutverk sitt til tveggja manna utan stjórnar. Verður ekki talið að stjórnarmenn geti tekið upplýsta og vel rökstudda ákvörðun með svo litlar grundvallarupplýsingar í höndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Verulegar brotalamir eru á vinnubrögðum meirihluta stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnarinnar tillögu undirritaðs um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð. Hefur verið óskað eftir því að borgarlögmaður gefi álit sitt á því hvort yfirstandandi vinna vegna ráðningarinnar samræmist góðum stjórnarháttum og lagafyrirmælum um stjórn fyrirtækisins. Er tillaga þess efnis nú til meðferðar í borgarráði. Ráðning forstjóra er með mikilvægustu ákvörðunum, sem stjórnir fyrirtækja fá til úrlausnar. Þegar um opinber fyrirtæki er að ræða verður að gera ríka kröfu um að slíkt ráðningarferli sé gagnsætt, hafið yfir vafa og formreglum fylgt í hvívetna. Í tveimur greinargerðum, sem undirritaður hefur lagt fram í málinu, hefur verið sýnt fram á að alvarlegar brotalamir eru á ferlinu og mikið vantar á að það sé faglegt, gagnsætt og jafnvel löglegt. Skulu nú rakin nokkur atriði, sem undirritaður hefur gert athugasemdir við: Eftir að umsóknarfrestur rann út, hefur forstjórinn yfirfarið umsóknir ásamt aðkeyptum ráðgjafa og kallað nokkra umsækjendur í viðtöl án þess að hafa til þess umboð stjórnar. Einföldustu formreglum hefur þannig ekki verið fylgt í ráðningarferli og eru slík vinnubrögð óviðunandi með öllu. Meirihluti stjórnar Orkuveitunnar hefur virt að vettugi margítrekaðar óskir stjórnarmanns um vönduð vinnubrögð og að sjálfsögðum formreglum skuli fylgt. Fyrir starfsmenn og eigendur fyrirtækisins, þ.e. almenning í Reykjavík, Borgarbyggð og á Akranesi, skiptir miklu máli að ekki leiki vafi á um að vinnubrögð hafi verið vönduð og að hæfasti umsækjandinn sé valinn. Þá eiga umsækjendur rétt á að umsóknir þeirra fái tilhlýðilega og vandaða meðferð í hvívetna enda mjög óæskilegt að grunsemdir vakni um að óeðlilega hafi verið staðið að valinu. Núverandi forstjóri hefur unnið að því að velja úr umsækjendum ásamt aðkeyptum ráðgjafa. Að fráfarandi forstjóri sé þannig í lykilhlutverki við val á eftirmanni sínum, gengur gegn leiðbeiningum um góða starfshætti fyrirtækja. Slík vinnubrögð eru óþekkt innan stjórnsýslunnar og í rekstri opinberra fyrirtækja, a.m.k. síðustu áratugina. Núverandi forstjóri var ráðinn á pólitískum forsendum, án nokkurs hæfismats eða eðlilegrar umfjöllunar stjórnar. Forstjórinn er vinur stjórnarformannsins og viðskiptafélagi föður hans. Hann starfar því fyrst og fremst í umboði meirihluta Samfylkingarinnar og Besta flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Forstjórinn getur því hvorki talist hlutlaus né óháður og því óeðlilegt að hann taki að sér að velja úr umsækjendum fyrir hönd þeirrar fjölskipuðu stjórnar, sem stjórn Orkuveitunnar er. Samkvæmt lögum er það hlutverk stjórnar Orkuveitunnar að ráða forstjóra. Í því felst að í slíku ráðningarferli er stjórnarmönnum skylt að kynna sér gögn málsins nægilega vel til að þeir geti með fullnægjandi hætti gert upp á milli umsækjenda. Sextíu manns hafa sótt um stöðuna og er fjöldi hæfra umsækjenda þar á meðal. Hins vegar hefur aðeins fullnægjandi gögnum um þrjá umsækjendur verið dreift til stjórnarinnar. Óeðlilegt er að stjórnin kynni sér ekki gögn um alla umsækjendur, eða a.m.k. um þá sem teljast hæfir, heldur framselji það hlutverk sitt til tveggja manna utan stjórnar. Verður ekki talið að stjórnarmenn geti tekið upplýsta og vel rökstudda ákvörðun með svo litlar grundvallarupplýsingar í höndunum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun