Lán einstaklinga verið afskrifuð um 143,9 milljarða 1. september 2011 07:00 Alls var sótt um niðurfærslu rúmlega 13.400 lána á grundvelli 110% leiðarinnar.Fréttablaðið/vilhelm Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær. „Þarna eru tekin saman öll fjármálafyrirtækin á lánamarkaði auk Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna. Það er því búið að safna saman þarna öllum þeim niðurfærslum lána sem búið er að framkvæma en þeirri vinnu er þó ekki lokið,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Guðjón segir blasa við að um verulegar niðurfærslur sé að ræða og við þær bætist miklar niðurfærslur á fyrirtækjahliðinni. Það sé hins vegar mjög misjafnt hvernig þær hafa komið við fjármálafyrirtækin. Í tölunum kemur fram að alls hafi borist umsóknir um niðurfærslu á 13.437 lánum á grundvelli 110 prósent leiðar stjórnvalda sem gildir fyrir lán vegna fasteignakaupa. Þar af hefur 7.551 umsókn verið samþykkt en 1.097 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 4.789 umsóknir sem eru flestar á forræði Íbúðalánasjóðs. Um sértæka skuldaaðlögun sóttu 1.640 heimili og hafa 826 hlotið samþykkt en 179 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 635 umsóknir. Megnið af þeim niðurfærslum sem orðið hafa er vegna endurútreikninga á gengistryggðum lánum sem dæmd hafa verið ólögmæt. Hefur verið lokið við endurútreikning 98,7 prósenta gengis-lána, að fjárhæð 119,65 milljarða. Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir skrýtið að telja endur-útreikninga gengistryggðra lána til niðurfærslna. „Þarna er verið að tala um 144 milljarða í niðurfærslu en þar af eru ekki nema 25 milljarðar sem eru raunveruleg niðurfærsla. Hvenær ætla fjármálafyrirtækin að læra það að þau brutu af sér? Þau lánuðu ólöglega. Þetta eru því ekki niðurfærslur eða afskriftir heldur leiðrétting,“ segir Andrea og bætir því við að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma til móts við skuldara. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda skilaði í nóvember á síðasta ári mati á kostnaði við þær leiðir sem stungið hafði verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna. Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að flöt niðurfærsla fasteignaskulda um 15,5 prósent myndi kosta 185 milljarða króna. Niðurfærsla skulda miðað við upphaflega lánsfjárhæð myndi kosta 155 milljarða króna og niðurfærsla skulda að 110 prósent af verðmæti fasteigna myndi kosta 89 milljarða. Þá myndi lækkun vaxta kosta 24 milljarða á ári og hækkun vaxtabóta 2 milljarða á ári. Í tölum sérfræðingahópsins var hins vegar ekki gerður greinarmunur á gengistryggðum íbúða-lánum og öðrum íbúðalánum. Gengistryggð íbúðalán voru síðar dæmd ólögmæt og því birtist kostnaðurinn sem metinn var við 110 prósent leiðina að þó nokkrum hluta í endurútreikningum á gengislánum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira
Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær. „Þarna eru tekin saman öll fjármálafyrirtækin á lánamarkaði auk Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna. Það er því búið að safna saman þarna öllum þeim niðurfærslum lána sem búið er að framkvæma en þeirri vinnu er þó ekki lokið,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Guðjón segir blasa við að um verulegar niðurfærslur sé að ræða og við þær bætist miklar niðurfærslur á fyrirtækjahliðinni. Það sé hins vegar mjög misjafnt hvernig þær hafa komið við fjármálafyrirtækin. Í tölunum kemur fram að alls hafi borist umsóknir um niðurfærslu á 13.437 lánum á grundvelli 110 prósent leiðar stjórnvalda sem gildir fyrir lán vegna fasteignakaupa. Þar af hefur 7.551 umsókn verið samþykkt en 1.097 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 4.789 umsóknir sem eru flestar á forræði Íbúðalánasjóðs. Um sértæka skuldaaðlögun sóttu 1.640 heimili og hafa 826 hlotið samþykkt en 179 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 635 umsóknir. Megnið af þeim niðurfærslum sem orðið hafa er vegna endurútreikninga á gengistryggðum lánum sem dæmd hafa verið ólögmæt. Hefur verið lokið við endurútreikning 98,7 prósenta gengis-lána, að fjárhæð 119,65 milljarða. Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir skrýtið að telja endur-útreikninga gengistryggðra lána til niðurfærslna. „Þarna er verið að tala um 144 milljarða í niðurfærslu en þar af eru ekki nema 25 milljarðar sem eru raunveruleg niðurfærsla. Hvenær ætla fjármálafyrirtækin að læra það að þau brutu af sér? Þau lánuðu ólöglega. Þetta eru því ekki niðurfærslur eða afskriftir heldur leiðrétting,“ segir Andrea og bætir því við að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma til móts við skuldara. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda skilaði í nóvember á síðasta ári mati á kostnaði við þær leiðir sem stungið hafði verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna. Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að flöt niðurfærsla fasteignaskulda um 15,5 prósent myndi kosta 185 milljarða króna. Niðurfærsla skulda miðað við upphaflega lánsfjárhæð myndi kosta 155 milljarða króna og niðurfærsla skulda að 110 prósent af verðmæti fasteigna myndi kosta 89 milljarða. Þá myndi lækkun vaxta kosta 24 milljarða á ári og hækkun vaxtabóta 2 milljarða á ári. Í tölum sérfræðingahópsins var hins vegar ekki gerður greinarmunur á gengistryggðum íbúða-lánum og öðrum íbúðalánum. Gengistryggð íbúðalán voru síðar dæmd ólögmæt og því birtist kostnaðurinn sem metinn var við 110 prósent leiðina að þó nokkrum hluta í endurútreikningum á gengislánum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira