Komið í veg fyrir að fólk detti milli kerfa 1. september 2011 02:30 Eygló Harðardóttir Námsmenn Ný reglugerð um námslán hefur valdið óvissu hjá þeim sem hyggja á nám erlendis.Fréttablaðið/heiða Menntamálaráðuneytið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mismunandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orðalagi reglugerðarinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lögfræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneytinu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Hann segir námsmenn hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu vegna óvissunnar um túlkunina. Eygló Harðardóttir alþingismaður segir að samkvæmt orðanna hljóðan hafi til dæmis mátt túlka reglugerðina á þann hátt að þeir sem eru í grunnháskólanámi erlendis eigi ekki rétt á láni til meistaranáms. „Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að þetta sé leiðrétt þannig að fólk sé ekki að detta á milli kerfa.“ Samkvæmt nýju reglugerðinni þurfa umsækjendur um námslán annaðhvort að hafa stundað launuð störf hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir umsóknardag og haft samfellda búsetu hér á sama tíma eða að hafa stundað launuð störf í skemmri tíma en 12 mánuði og haft búsetu hér á landi í tvö ár samanlagt á samfelldu fimm ára tímabili. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, segir reglugerðina vera í anda þess sem verið sé að gera hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. „Við erum ekki að setja harðari reglur en þær,“ segir Guðrún. Eftir ákveðinn búsetutíma á Norðurlöndum öðlast Íslendingar rétt til námsláns og styrkja þar. „Það fá til dæmis margir Íslendingar framfærslustyrk hjá Dönum í stað námsláns sem þykir vinsæll kostur. Þessir námsmenn eru þá búnir að vera nægilega lengi í Danmörku til þess að komast á svona styrk. Svona styrkir eru einnig veittir í Noregi og Svíþjóð en í þessum löndum er meira um námslán en í Danmörku. Danir veita hlutfallslega mestu styrkina en eru þó að tala um að takmarka þá fyrir aðra en danska ríkisborgara. Almennt eru þrengri reglur á Norðurlöndunum varðandi nám erlendis en til náms í heimalandi.“ Elías Jón segir breytingu menntamálaráðuneytisins verða birta við fyrsta tækifæri. ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Námsmenn Ný reglugerð um námslán hefur valdið óvissu hjá þeim sem hyggja á nám erlendis.Fréttablaðið/heiða Menntamálaráðuneytið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mismunandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orðalagi reglugerðarinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lögfræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneytinu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Hann segir námsmenn hafa þurft að bíða eftir afgreiðslu vegna óvissunnar um túlkunina. Eygló Harðardóttir alþingismaður segir að samkvæmt orðanna hljóðan hafi til dæmis mátt túlka reglugerðina á þann hátt að þeir sem eru í grunnháskólanámi erlendis eigi ekki rétt á láni til meistaranáms. „Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að þetta sé leiðrétt þannig að fólk sé ekki að detta á milli kerfa.“ Samkvæmt nýju reglugerðinni þurfa umsækjendur um námslán annaðhvort að hafa stundað launuð störf hér á landi síðustu 12 mánuði fyrir umsóknardag og haft samfellda búsetu hér á sama tíma eða að hafa stundað launuð störf í skemmri tíma en 12 mánuði og haft búsetu hér á landi í tvö ár samanlagt á samfelldu fimm ára tímabili. Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, LÍN, segir reglugerðina vera í anda þess sem verið sé að gera hjá öðrum Norðurlandaþjóðum. „Við erum ekki að setja harðari reglur en þær,“ segir Guðrún. Eftir ákveðinn búsetutíma á Norðurlöndum öðlast Íslendingar rétt til námsláns og styrkja þar. „Það fá til dæmis margir Íslendingar framfærslustyrk hjá Dönum í stað námsláns sem þykir vinsæll kostur. Þessir námsmenn eru þá búnir að vera nægilega lengi í Danmörku til þess að komast á svona styrk. Svona styrkir eru einnig veittir í Noregi og Svíþjóð en í þessum löndum er meira um námslán en í Danmörku. Danir veita hlutfallslega mestu styrkina en eru þó að tala um að takmarka þá fyrir aðra en danska ríkisborgara. Almennt eru þrengri reglur á Norðurlöndunum varðandi nám erlendis en til náms í heimalandi.“ Elías Jón segir breytingu menntamálaráðuneytisins verða birta við fyrsta tækifæri. ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira