Til umhugsunar fyrir alþingismenn Þorvaldur Gylfason skrifar 1. september 2011 06:00 Alþingi ákvað í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis að efna til endurskoðunar stjórnarskrárinnar frá 1944. Gömlu Gránu var aðeins ætlað að standa til bráðabirgða. Endurskoðun hennar hefur þó miðað hægt vegna ósamkomulags milli stjórnmálaflokka um ýmis mál. Alþingi ákvað því af ærnu tilefni eftir hrun að kveðja saman þjóðfund, skipa stjórnlaganefnd, efna til þjóðkjörs til Stjórnlagaþings og skipa síðan eftir makalausa ógildingu Hæstaréttar á kosningunni 25 kjörna fulltrúa í Stjórnlagaráð, sem var falið að gera tillögur um endurskoðun stjórnarskrárinnar innan fjögurra mánaða. Því var heitið á Alþingi, að tillögurnar yrðu bornar undir þjóðaratkvæði, enda ákvað Alþingi að fela Stjórnlagaráði frekar en sjálfu sér að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ákvörðun Alþingis var að minni hyggju rétt af tveim höfuðástæðum. Í fyrsta lagi hefur Alþingi ekki getað komið sér saman um neina verulega endurskoðun stjórnarskárinnar, þótt hún sé að verða sjötug og standist hvorki kall né kröfur tímans. Í annan stað fer ekki vel á því, að Alþingi skipti sér efnislega af stjórnarskránni, þar eð hún fjallar auk annars um Alþingi og setur því rammar skorður til að vernda almenning fyrir stjórnvöldum. Betur fer á því, að þjóðkjörnu stjórnlagaþingi eða stjórnlagaráði sé falið að endurskoða stjórnarskrána frekar en stjórnmálamönnum, sem stjórnarskránni er ætlað að koma í veg fyrir, að misbeiti valdi sínu. Þetta er alþekkt og þaulreynt fyrirkomulag (t.d. Bandaríkin 1787, Frakkland 1792, Noregur 1814, Kanada 1864-66, Ástralía 1891, 1897, 1973, 1998, Ítalía 1946, Indland 1947, Þýzkaland 1948, Eistland 1920, 1992). Þjóðkjör er þó ekki einhlít regla. Þjóðir setja sér stjórnarskrár meðal annars til að reisa lagaskorður við skaðlegu atferli. Réttur almennings til góðs og heilbrigðs stjórnarfars skerðir rétt stjórnvalda til að fara sínu fram. Þess er því að vænta, að sumir þeirra, sem nýrri stjórnarskrá er ætlað að halda í skefjum, felli sig ekki vel við hana. Um þetta þurfa alþingismenn að hugsa. Gagngerar réttarbæturÞetta þaulreynda verklag – að fela þjóðkjörnum fulltrúum frekar en þingmönnum að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá – vakti fyrir Alþingi, þegar það setti endurskoðun stjórnarskrárinnar í gang 2009. Alþingi þarf að ljúka málinu eins og til var stofnað með því að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs í dóm þjóðarinnar að loknum rækilegum rökræðum um frumvarpið. Telji Alþingi sig geta borið fram betra frumvarp, getur það boðið þjóðinni að velja á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og frumvarps Alþingis. Að öðrum kosti hlýtur val kjósenda í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu að þurfa að standa á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og gildandi stjórnarskrár. Rökræður um málið munu auðvelda kjósendum valið. Telji Alþingi sig geta lagt fram betra frumvarp en Stjórnlagaráð, er þess að vænta, að þingið taki sér ekki lengri tíma til verksins en fjóra mánuði, en það var sá tími, sem Alþingi skammtaði Stjórnlagaráði. Telji alþingismenn frumvarp Stjórnlagaráðs lakara en gildandi stjórnarskrá, geta þeir reynt að vinna þeirri skoðun fylgi á jafnræðisgrundvelli í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt væri beinlínis ólýðræðislegt, ef Alþingi léti andúð á tilteknum atriðum í frumvarpi Stjórnlagaráðs freista sín til að svipta þjóðina réttinum til að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Slíkt gæti vakið hörð viðbrögð og einnig grunsemdir um, að áhugi meiri hluta Alþingis á endurskoðun stjórnarskrárinnar hafi frá byrjun verið bundinn við blóðlausa endurskoðun eftir forskrift Alþingis frekar en þær gagngeru réttarbætur, sem frumvarp Stjórnlagaráðs boðar nú að kröfu 84.000 kjósenda, sem neyttu atkvæðisréttar síns í nóvember sl. Tilboð til þings og þjóðarFrumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér tilboð til þings og þjóðar um nýjan stjórnskipulegan grundvöll að opnara og réttlátara samfélagi í þágu valddreifingar, ábyrgðar og gegnsæis og gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu. Frumvarpið speglar í grófum dráttum niðurstöður þjóðfundar og hugmyndir stjórnlaganefndar, sem Stjórnlagaráði bar að lögum að taka mið af. Frumvarpinu er ætlað að leggja grunn að jöfnu vægi atkvæða alls staðar á landinu með persónukjöri við hlið listakjörs, auknu jafnræði milli Alþingis, ríkisstjórnar og dómstóla með gagnkvæmu aðhaldi og eftirliti, gegnsærri stjórnsýslu og greiðum aðgangi að upplýsingum frá stjórnvöldum, auðlindum í þjóðareign, sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda í almannaþágu, öflugri náttúruvernd og óspilltum embættaveitingum, svo að fátt eitt sé nefnt. Ég lýsi eftir stuðningi fólksins í landinu við frumvarp Stjórnlagaráðs og heiti á Alþingi að efna fyrri ásetning um að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Alþingi ákvað í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis að efna til endurskoðunar stjórnarskrárinnar frá 1944. Gömlu Gránu var aðeins ætlað að standa til bráðabirgða. Endurskoðun hennar hefur þó miðað hægt vegna ósamkomulags milli stjórnmálaflokka um ýmis mál. Alþingi ákvað því af ærnu tilefni eftir hrun að kveðja saman þjóðfund, skipa stjórnlaganefnd, efna til þjóðkjörs til Stjórnlagaþings og skipa síðan eftir makalausa ógildingu Hæstaréttar á kosningunni 25 kjörna fulltrúa í Stjórnlagaráð, sem var falið að gera tillögur um endurskoðun stjórnarskrárinnar innan fjögurra mánaða. Því var heitið á Alþingi, að tillögurnar yrðu bornar undir þjóðaratkvæði, enda ákvað Alþingi að fela Stjórnlagaráði frekar en sjálfu sér að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Ákvörðun Alþingis var að minni hyggju rétt af tveim höfuðástæðum. Í fyrsta lagi hefur Alþingi ekki getað komið sér saman um neina verulega endurskoðun stjórnarskárinnar, þótt hún sé að verða sjötug og standist hvorki kall né kröfur tímans. Í annan stað fer ekki vel á því, að Alþingi skipti sér efnislega af stjórnarskránni, þar eð hún fjallar auk annars um Alþingi og setur því rammar skorður til að vernda almenning fyrir stjórnvöldum. Betur fer á því, að þjóðkjörnu stjórnlagaþingi eða stjórnlagaráði sé falið að endurskoða stjórnarskrána frekar en stjórnmálamönnum, sem stjórnarskránni er ætlað að koma í veg fyrir, að misbeiti valdi sínu. Þetta er alþekkt og þaulreynt fyrirkomulag (t.d. Bandaríkin 1787, Frakkland 1792, Noregur 1814, Kanada 1864-66, Ástralía 1891, 1897, 1973, 1998, Ítalía 1946, Indland 1947, Þýzkaland 1948, Eistland 1920, 1992). Þjóðkjör er þó ekki einhlít regla. Þjóðir setja sér stjórnarskrár meðal annars til að reisa lagaskorður við skaðlegu atferli. Réttur almennings til góðs og heilbrigðs stjórnarfars skerðir rétt stjórnvalda til að fara sínu fram. Þess er því að vænta, að sumir þeirra, sem nýrri stjórnarskrá er ætlað að halda í skefjum, felli sig ekki vel við hana. Um þetta þurfa alþingismenn að hugsa. Gagngerar réttarbæturÞetta þaulreynda verklag – að fela þjóðkjörnum fulltrúum frekar en þingmönnum að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá – vakti fyrir Alþingi, þegar það setti endurskoðun stjórnarskrárinnar í gang 2009. Alþingi þarf að ljúka málinu eins og til var stofnað með því að leggja frumvarp Stjórnlagaráðs í dóm þjóðarinnar að loknum rækilegum rökræðum um frumvarpið. Telji Alþingi sig geta borið fram betra frumvarp, getur það boðið þjóðinni að velja á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og frumvarps Alþingis. Að öðrum kosti hlýtur val kjósenda í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu að þurfa að standa á milli frumvarps Stjórnlagaráðs og gildandi stjórnarskrár. Rökræður um málið munu auðvelda kjósendum valið. Telji Alþingi sig geta lagt fram betra frumvarp en Stjórnlagaráð, er þess að vænta, að þingið taki sér ekki lengri tíma til verksins en fjóra mánuði, en það var sá tími, sem Alþingi skammtaði Stjórnlagaráði. Telji alþingismenn frumvarp Stjórnlagaráðs lakara en gildandi stjórnarskrá, geta þeir reynt að vinna þeirri skoðun fylgi á jafnræðisgrundvelli í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt væri beinlínis ólýðræðislegt, ef Alþingi léti andúð á tilteknum atriðum í frumvarpi Stjórnlagaráðs freista sín til að svipta þjóðina réttinum til að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Slíkt gæti vakið hörð viðbrögð og einnig grunsemdir um, að áhugi meiri hluta Alþingis á endurskoðun stjórnarskrárinnar hafi frá byrjun verið bundinn við blóðlausa endurskoðun eftir forskrift Alþingis frekar en þær gagngeru réttarbætur, sem frumvarp Stjórnlagaráðs boðar nú að kröfu 84.000 kjósenda, sem neyttu atkvæðisréttar síns í nóvember sl. Tilboð til þings og þjóðarFrumvarp Stjórnlagaráðs felur í sér tilboð til þings og þjóðar um nýjan stjórnskipulegan grundvöll að opnara og réttlátara samfélagi í þágu valddreifingar, ábyrgðar og gegnsæis og gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu. Frumvarpið speglar í grófum dráttum niðurstöður þjóðfundar og hugmyndir stjórnlaganefndar, sem Stjórnlagaráði bar að lögum að taka mið af. Frumvarpinu er ætlað að leggja grunn að jöfnu vægi atkvæða alls staðar á landinu með persónukjöri við hlið listakjörs, auknu jafnræði milli Alþingis, ríkisstjórnar og dómstóla með gagnkvæmu aðhaldi og eftirliti, gegnsærri stjórnsýslu og greiðum aðgangi að upplýsingum frá stjórnvöldum, auðlindum í þjóðareign, sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda í almannaþágu, öflugri náttúruvernd og óspilltum embættaveitingum, svo að fátt eitt sé nefnt. Ég lýsi eftir stuðningi fólksins í landinu við frumvarp Stjórnlagaráðs og heiti á Alþingi að efna fyrri ásetning um að leyfa þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun