Fjöldi undanþága veittur 2. september 2011 06:30 Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi. Einum aðila hefur verið synjað um undanþágu. Var þar um að ræða asískt fyrirtæki sem vildi festa kaup á húsnæði í fyrra. Ekki fengust frekari upplýsingar frá ráðuneytinu um ástæðu synjunarinnar. Um tíu aðilum frá Bandaríkjunum hafa verið veittar undanþágur frá 2007. Hinir koma frá Ástralíu, Indónesíu, Rússlandi, Argentínu, Mön, Úganda, Ísrael, Malasíu og Kína. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru skráð nokkur tilvik, flest árin frá 2007, þar sem erlendir borgarar sem hafa lögheimili á Íslandi hafa keypt eign. Þeir þurfa þó ekki undanþágu ef lögheimili þeirra er hérlendis. Ísland og Kína gerðu með sér samning sem tók gildi 1. mars árið 1997 til að hvetja til fjárfestinga í ríkjunum tveim. Í þriðju grein samningsins segir „að hvorugur samningsaðili skuli á landsvæði sínu veita fjárfestingum eða arði fjárfesta hins samningsaðilans óhagstæðari meðferð en hann veitir fjárfestingum eða arði fjárfesta hvaða þriðja ríkis sem er.“ Einnig er kveðið á um að fjárfestar skuli ekki sæta óhagstæðari meðferð hvað snertir umsýslu, notkun, nýtingu eða ráðstöfun fjárfestinganna en fjárfestar frá öðrum ríkjum. Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur sótt um undanþágu til að geta keypt meirihluta Grímsstaða á Fjöllum og er málið nú á borði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður segir að með því að hafa nánast undantekningarlaust samþykkt svipaða beiðni verði krafan um rökstuðning enn ríkari eigi að hafna henni. „Út frá jafnræði og öðru verða að vera enn veigameiri rök en ella fyrir því að synja þessu. Stjórnsýslan hefur dálítið bundið hendur sjálfrar sín með því að hafa sagt já í yfir 95 prósent tilvika.“ - sv, kóp Fréttir Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi. Einum aðila hefur verið synjað um undanþágu. Var þar um að ræða asískt fyrirtæki sem vildi festa kaup á húsnæði í fyrra. Ekki fengust frekari upplýsingar frá ráðuneytinu um ástæðu synjunarinnar. Um tíu aðilum frá Bandaríkjunum hafa verið veittar undanþágur frá 2007. Hinir koma frá Ástralíu, Indónesíu, Rússlandi, Argentínu, Mön, Úganda, Ísrael, Malasíu og Kína. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru skráð nokkur tilvik, flest árin frá 2007, þar sem erlendir borgarar sem hafa lögheimili á Íslandi hafa keypt eign. Þeir þurfa þó ekki undanþágu ef lögheimili þeirra er hérlendis. Ísland og Kína gerðu með sér samning sem tók gildi 1. mars árið 1997 til að hvetja til fjárfestinga í ríkjunum tveim. Í þriðju grein samningsins segir „að hvorugur samningsaðili skuli á landsvæði sínu veita fjárfestingum eða arði fjárfesta hins samningsaðilans óhagstæðari meðferð en hann veitir fjárfestingum eða arði fjárfesta hvaða þriðja ríkis sem er.“ Einnig er kveðið á um að fjárfestar skuli ekki sæta óhagstæðari meðferð hvað snertir umsýslu, notkun, nýtingu eða ráðstöfun fjárfestinganna en fjárfestar frá öðrum ríkjum. Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur sótt um undanþágu til að geta keypt meirihluta Grímsstaða á Fjöllum og er málið nú á borði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður segir að með því að hafa nánast undantekningarlaust samþykkt svipaða beiðni verði krafan um rökstuðning enn ríkari eigi að hafna henni. „Út frá jafnræði og öðru verða að vera enn veigameiri rök en ella fyrir því að synja þessu. Stjórnsýslan hefur dálítið bundið hendur sjálfrar sín með því að hafa sagt já í yfir 95 prósent tilvika.“ - sv, kóp
Fréttir Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira