Allt á uppleið eða í kaldakoli 3. september 2011 05:45 Himinn og haf skildi að skoðanir stjórnarliða og stjórnarandstæðinga á því hvernig ástandið í íslensku efnahagslífi væri. Alþingi tók til starfa að nýju í gær.fréttablaðið/anton Ætla mætti að stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar lifi ekki í sama samfélaginu, ef marka má umræður á Alþingi. Þing kom saman að nýju í gær og til umræðu var munnleg skýrsla forsætisráðherra um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum. Stjórnarliðar gerðu mikið úr þeim árangri sem náðst hefði í efnahagsmálum og vitnuðu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og erlendra, jafnt sem innlendra, álitsgjafa máli sínu til stuðnings. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerðu mikið úr þeirri staðreynd að samstarfinu við AGS væri lokið og það sýndi ótvírætt að Ísland væri á réttri leið. Tiltóku þau ýmsar efnahagsstærðir máli sínu til stuðnings. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sjá hlutina ekki sömu augum og stjórnin en virðast sammála um að hér hafi flest farið á versta veg í tíð vinstristjórnarinnar. Þeir báru brigður á tölur stjórnarliða og vísuðu til mikils atvinnuleysis og fólksflótta máli sínu til stuðnings. Bjarni sagði stjórnina ekki vera starfshæfa, hún nyti minnsta mögulega meirihluta á þingi, og aðeins um þriðjungur kjósenda styddi hana samkvæmt könnunum. „Það blasir við að það þarf að stokka spilin upp á nýtt og boða til kosninga. Við þurfum nýtt upphaf.“ Jóhanna svaraði því til að sömu kannanir sýndu að þjóðin treysti ekki stjórnarandstöðunni. „Það er ekki þannig að fólk vilji að stjórnarandstaðan taki við þjóðarbúinu. Það er eðlilegt því hún hefur engar lausnir í þessum málum.“ Steingrímur kallaði eftir því að menn viðurkenndu það sem vel hefði tekist og tækju höndum saman um að gera enn betur. Hann vísaði í nýlegt hlutabréfaútboð ríkisins, þegar ein milljón dala fékkst á alþjóðlegum mörkuðum. Þar væru komnir óvilhallir dómarar um íslenskt efnahagslíf. „Ekki eru þeir sem fjárfestu peninga sína þar á mála hjá ríkisstjórninni.“ Ef eitthvað er að marka þennan upphafsdag er ljóst að ekki er von á samstöðu á Alþingi um að vinna þjóðinni til heilla. Líklegra er að sama karpið um sömu leiðirnar verði áberandi.kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórnkerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því. 3. september 2011 08:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Sjá meira
Ætla mætti að stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar lifi ekki í sama samfélaginu, ef marka má umræður á Alþingi. Þing kom saman að nýju í gær og til umræðu var munnleg skýrsla forsætisráðherra um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum. Stjórnarliðar gerðu mikið úr þeim árangri sem náðst hefði í efnahagsmálum og vitnuðu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og erlendra, jafnt sem innlendra, álitsgjafa máli sínu til stuðnings. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gerðu mikið úr þeirri staðreynd að samstarfinu við AGS væri lokið og það sýndi ótvírætt að Ísland væri á réttri leið. Tiltóku þau ýmsar efnahagsstærðir máli sínu til stuðnings. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sjá hlutina ekki sömu augum og stjórnin en virðast sammála um að hér hafi flest farið á versta veg í tíð vinstristjórnarinnar. Þeir báru brigður á tölur stjórnarliða og vísuðu til mikils atvinnuleysis og fólksflótta máli sínu til stuðnings. Bjarni sagði stjórnina ekki vera starfshæfa, hún nyti minnsta mögulega meirihluta á þingi, og aðeins um þriðjungur kjósenda styddi hana samkvæmt könnunum. „Það blasir við að það þarf að stokka spilin upp á nýtt og boða til kosninga. Við þurfum nýtt upphaf.“ Jóhanna svaraði því til að sömu kannanir sýndu að þjóðin treysti ekki stjórnarandstöðunni. „Það er ekki þannig að fólk vilji að stjórnarandstaðan taki við þjóðarbúinu. Það er eðlilegt því hún hefur engar lausnir í þessum málum.“ Steingrímur kallaði eftir því að menn viðurkenndu það sem vel hefði tekist og tækju höndum saman um að gera enn betur. Hann vísaði í nýlegt hlutabréfaútboð ríkisins, þegar ein milljón dala fékkst á alþjóðlegum mörkuðum. Þar væru komnir óvilhallir dómarar um íslenskt efnahagslíf. „Ekki eru þeir sem fjárfestu peninga sína þar á mála hjá ríkisstjórninni.“ Ef eitthvað er að marka þennan upphafsdag er ljóst að ekki er von á samstöðu á Alþingi um að vinna þjóðinni til heilla. Líklegra er að sama karpið um sömu leiðirnar verði áberandi.kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórnkerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því. 3. september 2011 08:00 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Sjá meira
Þráinn stöðvaði stjórnkerfisbreytingar Til stóð að allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um stjórnkerfisbreytingar í gær en til þess kom þó ekki. Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu og þar með var ekki meirihluti fyrir því. 3. september 2011 08:00