HIV-faraldur hjá sprautufíklum 3. september 2011 09:00 Mynd úr safni. Aldrei hafa sprautufíklar verið jafnstór hluti þeirra sem greinast með HIV og nú. Það sem af er ári hafa sautján greinst með veiruna, þar af eru þrettán sprautufíklar. Á síðasta ári greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af voru tíu sprautufíklar. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að nauðsynlegt sé að kortleggja smitleiðirnar til að koma í veg fyrir frekari skaða. „Þetta eru óhugnanlegar tölur," segir Magnús og útskýrir að hlutfall sprautufíkla hér á landi sé svona hátt sökum þess að eftir að veiran hefur komið inn í hóp sprautufíkla, dreifist hún hratt. „Samskipti innan hópanna eru mjög tíð. Fólk deilir með sér sprautum og nálum og öðru sem getur falið í sér blóðsmit. Hlutirnir gerast eftir það mjög hratt. Þetta er eitt af einkennum faraldra sem koma fram í þessum hópi." Magnús skrifar í grein í Læknablaðinu að nýgengi meðal sprautufíkla hafi verið á niðurleið í Evrópu, en fíklar eru þar undir fimm prósentum nýrra tilfella að jafnaði. Sem dæmi má taka að einungis fjórir sprautufíklar hafa greinst með HIV það sem af er ári í Svíþjóð, en íbúafjöldi í landinu er 9,5 milljónir. Hver smitaður einstaklingur sem er greindur með HIV kostar heilbrigðiskerfið um 160 milljónir króna. Magnús segir að ef fram heldur sem horfir bendi margt til þess að fjöldi HIV greindra einstaklinga verði í sögulegu hámarki hér á landi í ár. Flestir hinna nýgreindu séu sprautufíklar sem sprauta sig með örvandi efnum, svo sem amfetamíni eða rítalíni. „Staðreyndin er þó sú að HIV er kynsjúkdómur og þeir einstaklingar sem nota örvandi efni, eins og rítalín, nota oftast ekki verjur. Skömmu eftir smit er veirumagnið í blóðinu mjög hátt og smithætta því mikil. Það er allt sem leggst á eitt til að sjúkdómurinn breiðist hratt út," útskýrir Magnús. „Örvandi efni auka kynhvöt, þau slæva hömlur og dómgreindarleysi fylgir notkun þeirra. Þegar þetta kemur allt saman þá eykur þetta mjög hættuna á smiti. Þá getur þetta borist við kynmök og þannig út fyrir hóp fíklanna mjög hratt." Talið er að rúmar 33 milljónir manna séu HIV smitaðar í heiminum og að tvær milljónir deyi árlega af völdum sjúkdómsins. - sv Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Aldrei hafa sprautufíklar verið jafnstór hluti þeirra sem greinast með HIV og nú. Það sem af er ári hafa sautján greinst með veiruna, þar af eru þrettán sprautufíklar. Á síðasta ári greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af voru tíu sprautufíklar. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að nauðsynlegt sé að kortleggja smitleiðirnar til að koma í veg fyrir frekari skaða. „Þetta eru óhugnanlegar tölur," segir Magnús og útskýrir að hlutfall sprautufíkla hér á landi sé svona hátt sökum þess að eftir að veiran hefur komið inn í hóp sprautufíkla, dreifist hún hratt. „Samskipti innan hópanna eru mjög tíð. Fólk deilir með sér sprautum og nálum og öðru sem getur falið í sér blóðsmit. Hlutirnir gerast eftir það mjög hratt. Þetta er eitt af einkennum faraldra sem koma fram í þessum hópi." Magnús skrifar í grein í Læknablaðinu að nýgengi meðal sprautufíkla hafi verið á niðurleið í Evrópu, en fíklar eru þar undir fimm prósentum nýrra tilfella að jafnaði. Sem dæmi má taka að einungis fjórir sprautufíklar hafa greinst með HIV það sem af er ári í Svíþjóð, en íbúafjöldi í landinu er 9,5 milljónir. Hver smitaður einstaklingur sem er greindur með HIV kostar heilbrigðiskerfið um 160 milljónir króna. Magnús segir að ef fram heldur sem horfir bendi margt til þess að fjöldi HIV greindra einstaklinga verði í sögulegu hámarki hér á landi í ár. Flestir hinna nýgreindu séu sprautufíklar sem sprauta sig með örvandi efnum, svo sem amfetamíni eða rítalíni. „Staðreyndin er þó sú að HIV er kynsjúkdómur og þeir einstaklingar sem nota örvandi efni, eins og rítalín, nota oftast ekki verjur. Skömmu eftir smit er veirumagnið í blóðinu mjög hátt og smithætta því mikil. Það er allt sem leggst á eitt til að sjúkdómurinn breiðist hratt út," útskýrir Magnús. „Örvandi efni auka kynhvöt, þau slæva hömlur og dómgreindarleysi fylgir notkun þeirra. Þegar þetta kemur allt saman þá eykur þetta mjög hættuna á smiti. Þá getur þetta borist við kynmök og þannig út fyrir hóp fíklanna mjög hratt." Talið er að rúmar 33 milljónir manna séu HIV smitaðar í heiminum og að tvær milljónir deyi árlega af völdum sjúkdómsins. - sv
Fréttir Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira