Nýr spítali – forsenda framþróunar í heilbrigðisþjónustu Ólafur Baldursson skrifar 3. september 2011 06:00 Stærsta framfaraskref sem sést hefur lengi á sviði heilbrigðismála eru áform um byggingu nýs Landspítala. Verkefni þetta hefur verið undirbúið ítarlega í mörg ár með þátttöku mörg hundruð heilbrigðisstarfsmanna og snýst í stuttu máli um að sameina starfsemi Landspítala að langmestu leyti á einn stað, og flytja starfsemina sem nú er í Fossvogi (gamla Borgarspítala) í hin nýju hús, en nýta gömlu húsin við Hringbraut jafnframt áfram. Þrenns konar umbætur verða með þessari framkvæmd: Bætt öryggi og aðstaða fyrir sjúklinga, verulegar umbætur í rekstri, og bætt vinnuumhverfi starfsfólks. Flestir sem hafa eitthvert vit á heilbrigðismálum, veitendur þjónustu jafnt sem þiggjendur, telja þessa þrjá þætti afar mikilvæga og mjög eftirsóknarverða. Endurteknir útreikningar innlendra og erlendra sérfræðinga sýna að árlega muni sparast allt að 3 milljarðar króna við þessa breytingu sem bendir eindregið til þess að framkvæmdin borgi sig sjálf með tímanum. Enn einu sinni liggja nú fyrir nýir útreikningar hvað þetta varðar, og niðurstaðan er alltaf sú sama. Til viðbótar má nefna að nýr spítali á einum stað í sambýli með Háskóla Íslands, mun styrkja enn frekar árangursríkt samstarf háskóla og spítala, og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari. Landspítali eins og hann starfar núna, í spennitreyju fjárlaga, og dreifður um alla borg, á erfitt með að sinna hlutverki sínu fullkomlega, þó að ótrúlega vel hafi gengið að gæta öryggis sjúklinga og þróa starfsemina að ýmsu leyti til betri vegar, þökk sé dugnaði og baráttu starfsmanna spítalans. Þrátt fyrir þröngan stakk, hefur tekist að koma á ýmsum breytingum í innra skipulagi, sem þegar hafa leitt til mikillar hagræðingar, þannig að spítalinn er nú rekinn innan ramma fjárlaga. Einnig er unnið að umbótum á fjölmörgum þjónustuþáttum er snúa að sjúklingum, m.a. til þess að starfsemin verði betur í stakk búin til þess að sameinast í nýjum spítala. Starfsfólk hefur lagt á sig gríðarlega vinnu til þess að bæta og þróa starfsemina m.a. til þess að sníða hana sem best að nýjum spítala. Vonin um nýjan spítala hefur því átt mikinn þátt í að hvetja starfsmenn til dáða. Bent hefur verið á að þróun læknisfræði á Íslandi kunni að vera í hættu, verði ekki ráðist í að byggja nýjan spítala. Forsvarsmenn heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands og rektor skólans taka undir þetta sjónarmið og hafa lýst áhyggjum af erfiðleikum sem skapast muni við að manna stöður á háskólaspítalanum vegna slakrar vinnuaðstöðu í núverandi byggingum. Læknar og starfsfólk spítalans hafa ítrekað bent á að sjúklingum, tækjum og búnaði geti stafað hætta af lélegu húsnæði og ábendingar hafa borist um að erfitt sé að halda uppi vörnum gegn sýkingum vegna hrörlegs húsnæðis. Þannig liggur ljóst fyrir að starfsmenn Landspítala hafa nú þegar lagt mikið á sig til undirbúnings nýja spítalanum í mörg ár, og ráðist í ýmsar breytingar á starfeminni, m.a. til þess að vera tilbúin með framsæknari og vandaðri þjónustu í hinum nýja spítala. Það hefur því nú þegar verið hugað ítarlega að innihaldinu, ekki síður en að steypunni, enda er það vel þekkt staðreynd í rekstri háskólasjúkrahúsa að innra starfið þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Í þeirri mikilvægu vinnu, þurfa starfsmenn Landspítala ekki á steypukasti núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamanna að halda. Ólíkt þróun og starfsemi Landspítalans, þá er slíkt kast tóm steypa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Stærsta framfaraskref sem sést hefur lengi á sviði heilbrigðismála eru áform um byggingu nýs Landspítala. Verkefni þetta hefur verið undirbúið ítarlega í mörg ár með þátttöku mörg hundruð heilbrigðisstarfsmanna og snýst í stuttu máli um að sameina starfsemi Landspítala að langmestu leyti á einn stað, og flytja starfsemina sem nú er í Fossvogi (gamla Borgarspítala) í hin nýju hús, en nýta gömlu húsin við Hringbraut jafnframt áfram. Þrenns konar umbætur verða með þessari framkvæmd: Bætt öryggi og aðstaða fyrir sjúklinga, verulegar umbætur í rekstri, og bætt vinnuumhverfi starfsfólks. Flestir sem hafa eitthvert vit á heilbrigðismálum, veitendur þjónustu jafnt sem þiggjendur, telja þessa þrjá þætti afar mikilvæga og mjög eftirsóknarverða. Endurteknir útreikningar innlendra og erlendra sérfræðinga sýna að árlega muni sparast allt að 3 milljarðar króna við þessa breytingu sem bendir eindregið til þess að framkvæmdin borgi sig sjálf með tímanum. Enn einu sinni liggja nú fyrir nýir útreikningar hvað þetta varðar, og niðurstaðan er alltaf sú sama. Til viðbótar má nefna að nýr spítali á einum stað í sambýli með Háskóla Íslands, mun styrkja enn frekar árangursríkt samstarf háskóla og spítala, og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari. Landspítali eins og hann starfar núna, í spennitreyju fjárlaga, og dreifður um alla borg, á erfitt með að sinna hlutverki sínu fullkomlega, þó að ótrúlega vel hafi gengið að gæta öryggis sjúklinga og þróa starfsemina að ýmsu leyti til betri vegar, þökk sé dugnaði og baráttu starfsmanna spítalans. Þrátt fyrir þröngan stakk, hefur tekist að koma á ýmsum breytingum í innra skipulagi, sem þegar hafa leitt til mikillar hagræðingar, þannig að spítalinn er nú rekinn innan ramma fjárlaga. Einnig er unnið að umbótum á fjölmörgum þjónustuþáttum er snúa að sjúklingum, m.a. til þess að starfsemin verði betur í stakk búin til þess að sameinast í nýjum spítala. Starfsfólk hefur lagt á sig gríðarlega vinnu til þess að bæta og þróa starfsemina m.a. til þess að sníða hana sem best að nýjum spítala. Vonin um nýjan spítala hefur því átt mikinn þátt í að hvetja starfsmenn til dáða. Bent hefur verið á að þróun læknisfræði á Íslandi kunni að vera í hættu, verði ekki ráðist í að byggja nýjan spítala. Forsvarsmenn heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands og rektor skólans taka undir þetta sjónarmið og hafa lýst áhyggjum af erfiðleikum sem skapast muni við að manna stöður á háskólaspítalanum vegna slakrar vinnuaðstöðu í núverandi byggingum. Læknar og starfsfólk spítalans hafa ítrekað bent á að sjúklingum, tækjum og búnaði geti stafað hætta af lélegu húsnæði og ábendingar hafa borist um að erfitt sé að halda uppi vörnum gegn sýkingum vegna hrörlegs húsnæðis. Þannig liggur ljóst fyrir að starfsmenn Landspítala hafa nú þegar lagt mikið á sig til undirbúnings nýja spítalanum í mörg ár, og ráðist í ýmsar breytingar á starfeminni, m.a. til þess að vera tilbúin með framsæknari og vandaðri þjónustu í hinum nýja spítala. Það hefur því nú þegar verið hugað ítarlega að innihaldinu, ekki síður en að steypunni, enda er það vel þekkt staðreynd í rekstri háskólasjúkrahúsa að innra starfið þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Í þeirri mikilvægu vinnu, þurfa starfsmenn Landspítala ekki á steypukasti núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamanna að halda. Ólíkt þróun og starfsemi Landspítalans, þá er slíkt kast tóm steypa.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun