Heimsmet í endurvinnslu loforða 8. september 2011 06:00 Endurvinnsla er vinsælt orð í samtímanum. Yfirleitt lýtur það að ákalli um góða umgengni um umhverfið. En endurnýting loforða er hins vegar af öðrum toga og alls ekki óþekkt. Nú höfum við Íslendingar eignast heimsmeistara á þessu sviði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur nú unnið þann titil með miklum sóma og sann, með endurvinnslu á loforðagaspri um atvinnusköpun sem bíði okkar handan við hornið. Grein hennar hér í Fréttablaðinu 7. september innsiglar þann titil með rækilegum og óumdeilanlegum hætti. Í greininni setur forsætisráðherra fram enn á ný loforðin um betri tíð og blóm í haga; með þúsundum starfa í þokkabót. Og til þess að tryggja að hún slái hin fyrri met sín er gripið til margföldunartöflunnar í stað samlagningarinnar. Í ræðu sinni við upphaf þings á dögunum lofaði forsætisráðherra nefnilega 7 þúsund störfum. Í Fréttablaðinu 7. september eru störfin orðin 14 þúsund með kurt og pí og kynnt þannig á forsíðu blaðsins. Tvisvar sinnum taflan í margfölduninni hefur gert sitt gagn. Fyrir hálfu ári var forsætisráðherra á ferðinni og sagði okkur að 2.200 til 2.300 störf yrðu sköpuð fljótlega. Þetta var talsvert hógværara en í októberlok í fyrra þegar ráðherrann lofaði okkur 3 til 5 þúsund störfum á nýju ári og að hagvöxtur skyldi ná 3 – 5%. Í mars árið 2009 mætti forsætisráðherra til Viðskiptaþings og sagði frá því að „nýjar tillögur í atvinnumálum ættu að skapa um 6 þúsund ársverk, þar af 2 þúsund störf í orkufrekum iðnaði“ og bætti svo við af hæversku sinni, „svo fátt eitt sé nefnt“ (!!) Og þessi loforð endurnýtti svo forsætisráðherrann á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins mánuði síðar. Endurvinnsla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á loforðum um atvinnusköpun er hláleg. Þau hafa alltaf reynst innihaldslaus, eins og tölur um atvinnuleysi sýna, tölur um fækkun starfa staðfesta og fólksflóttinn úr landi undirstrikar svo ekki verður um villst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Endurvinnsla er vinsælt orð í samtímanum. Yfirleitt lýtur það að ákalli um góða umgengni um umhverfið. En endurnýting loforða er hins vegar af öðrum toga og alls ekki óþekkt. Nú höfum við Íslendingar eignast heimsmeistara á þessu sviði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur nú unnið þann titil með miklum sóma og sann, með endurvinnslu á loforðagaspri um atvinnusköpun sem bíði okkar handan við hornið. Grein hennar hér í Fréttablaðinu 7. september innsiglar þann titil með rækilegum og óumdeilanlegum hætti. Í greininni setur forsætisráðherra fram enn á ný loforðin um betri tíð og blóm í haga; með þúsundum starfa í þokkabót. Og til þess að tryggja að hún slái hin fyrri met sín er gripið til margföldunartöflunnar í stað samlagningarinnar. Í ræðu sinni við upphaf þings á dögunum lofaði forsætisráðherra nefnilega 7 þúsund störfum. Í Fréttablaðinu 7. september eru störfin orðin 14 þúsund með kurt og pí og kynnt þannig á forsíðu blaðsins. Tvisvar sinnum taflan í margfölduninni hefur gert sitt gagn. Fyrir hálfu ári var forsætisráðherra á ferðinni og sagði okkur að 2.200 til 2.300 störf yrðu sköpuð fljótlega. Þetta var talsvert hógværara en í októberlok í fyrra þegar ráðherrann lofaði okkur 3 til 5 þúsund störfum á nýju ári og að hagvöxtur skyldi ná 3 – 5%. Í mars árið 2009 mætti forsætisráðherra til Viðskiptaþings og sagði frá því að „nýjar tillögur í atvinnumálum ættu að skapa um 6 þúsund ársverk, þar af 2 þúsund störf í orkufrekum iðnaði“ og bætti svo við af hæversku sinni, „svo fátt eitt sé nefnt“ (!!) Og þessi loforð endurnýtti svo forsætisráðherrann á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins mánuði síðar. Endurvinnsla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á loforðum um atvinnusköpun er hláleg. Þau hafa alltaf reynst innihaldslaus, eins og tölur um atvinnuleysi sýna, tölur um fækkun starfa staðfesta og fólksflóttinn úr landi undirstrikar svo ekki verður um villst.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun