Hvítbók um náttúruvernd Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Um nokkurt skeið hefur þótt ástæða til að styrkja stöðu náttúruverndar með endurskoðun náttúruverndarlaga. Á dögunum birti nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hvítbók, þar sem gerð er heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Að auki eru gerðar tillögur að breytingum á lagaumhverfi og stjórnsýslu náttúruverndarmála. Rauði þráðurinn er að styrkja náttúruverndarsjónarmið og færa þau framar og ofar í keðju ákvarðanatöku, frekar en að litið sé til þeirra seint og um síðir. Þetta er krafa sjálfbærrar þróunar – að ná jafnvægi á milli hinna samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu þátta. Hvítbókin er nýjung í vinnubrögðum við undirbúning löggjafar hérlendis, en í samræmi við vinnubrögð sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í nærri tvö ár hafa höfundar bókarinnar unnið heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar hér á landi, m.a. með hliðsjón af þeim skuldbindingum sem Íslendingar hafa undirgengist með staðfestingu ýmissa alþjóðasamninga. Auk þess er horft til lagaumhverfis nágrannaþjóða okkar á þessu sviði. Með því að horfa heildstætt yfir málaflokkinn er vonast til að endurskoðun náttúruverndarlaga verði þannig úr garði gerð að náttúruvernd verði hafin til vegs og virðingar og staða hennar styrkt til muna. Í hvítbókinni er leidd saman þekking á ólíkum sviðum til þess að fá sem skýrastan grundvöll nýrrar löggjafar. Á næstu vikum verður hvítbókin kynnt, auk þess sem hún verður meginefni umhverfisþings sem haldið verður á Selfossi 14. október. Að umhverfisþingi loknu verður kallað eftir athugasemdum frá almenningi, hagsmunasamtökum og öllum þeim sem láta sig náttúruvernd varða. Með þessu fást því sem næst tæmandi upplýsingar um grundvöll breytinganna og góð yfirsýn yfir ólík sjónarmið áður en hafist er handa við skrif á frumvarpi. Ég er stolt af því að með náttúruvernd séum við að ryðja brautir í nýjum vinnubrögðum. Þegar lagður er grunnur að lagaumhverfi náttúru og umhverfis, þá hljótum við að gera kröfu um heildarsýn og að ákvarðanatökuferlið sé lýðræðislegt. Hvítbók um náttúruvernd sýnir hverju fagleg og vönduð vinnubrögð geta skilað, hvernig stjórnmálin geta aukið gagnsæi og stuðlað að skýrari grundvelli ákvarðana. Þetta eru vinnubrögð sem við hljótum að vilja sjá miklu víðar í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur þótt ástæða til að styrkja stöðu náttúruverndar með endurskoðun náttúruverndarlaga. Á dögunum birti nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hvítbók, þar sem gerð er heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Að auki eru gerðar tillögur að breytingum á lagaumhverfi og stjórnsýslu náttúruverndarmála. Rauði þráðurinn er að styrkja náttúruverndarsjónarmið og færa þau framar og ofar í keðju ákvarðanatöku, frekar en að litið sé til þeirra seint og um síðir. Þetta er krafa sjálfbærrar þróunar – að ná jafnvægi á milli hinna samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu þátta. Hvítbókin er nýjung í vinnubrögðum við undirbúning löggjafar hérlendis, en í samræmi við vinnubrögð sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Í nærri tvö ár hafa höfundar bókarinnar unnið heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar hér á landi, m.a. með hliðsjón af þeim skuldbindingum sem Íslendingar hafa undirgengist með staðfestingu ýmissa alþjóðasamninga. Auk þess er horft til lagaumhverfis nágrannaþjóða okkar á þessu sviði. Með því að horfa heildstætt yfir málaflokkinn er vonast til að endurskoðun náttúruverndarlaga verði þannig úr garði gerð að náttúruvernd verði hafin til vegs og virðingar og staða hennar styrkt til muna. Í hvítbókinni er leidd saman þekking á ólíkum sviðum til þess að fá sem skýrastan grundvöll nýrrar löggjafar. Á næstu vikum verður hvítbókin kynnt, auk þess sem hún verður meginefni umhverfisþings sem haldið verður á Selfossi 14. október. Að umhverfisþingi loknu verður kallað eftir athugasemdum frá almenningi, hagsmunasamtökum og öllum þeim sem láta sig náttúruvernd varða. Með þessu fást því sem næst tæmandi upplýsingar um grundvöll breytinganna og góð yfirsýn yfir ólík sjónarmið áður en hafist er handa við skrif á frumvarpi. Ég er stolt af því að með náttúruvernd séum við að ryðja brautir í nýjum vinnubrögðum. Þegar lagður er grunnur að lagaumhverfi náttúru og umhverfis, þá hljótum við að gera kröfu um heildarsýn og að ákvarðanatökuferlið sé lýðræðislegt. Hvítbók um náttúruvernd sýnir hverju fagleg og vönduð vinnubrögð geta skilað, hvernig stjórnmálin geta aukið gagnsæi og stuðlað að skýrari grundvelli ákvarðana. Þetta eru vinnubrögð sem við hljótum að vilja sjá miklu víðar í framtíðinni.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun