Fagna hugmyndum um aukinn innflutning 16. september 2011 04:00 Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði. „Ef af verður að íslenskur landbúnaður fái aukna útflutningskvóta verður það gagnkvæmt og við fáum meiri innflutning hingað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er einfaldlega framtíðin, hvort sem við göngum inn í ESB eða ekki. Þetta er framtíðin innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og við verðum þá bara að færa okkur til nútímans. Það er óumflýjanlegt og til hagsmuna fyrir neytendur og því fögnum við því.“ Jóhannes segir málið ekki aðeins snúast um vöruverð. „Þetta snýst líka um aukið framboð og valkosti fyrir neytendur og það væri því hið besta mál.“Guðmundur MarteinssonGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng og segir auknar heimildir til inn- og útflutnings vera mikið hagsmunaatriði. „Ef aukinn útflutningur leiðir til meiri innflutnings á landbúnaðarvörum, þá er það óskastaða.“ Guðmundur segir meðal annars sjálfsagt að leyfa eigi innflutning á lambakjöti ef útflutningskvótar verði auknir. „Það verður aðallega svo að íslenskir neytendur fái að prófa annað. Ég held nú samt að þeir muni áfram velja íslenskt enda eru þeir vanir því, en fólk verður að hafa val.“ Guðmundur bætir því við að mikill og óplægður markaður sé hér á landi fyrir ýmsar vörur, til dæmis osta, og í þeim felist mörg tækifæri. Í frétt blaðsins í gær sagði að fyrirsjáanlegt væri að útflutningskvótar ársins á lambakjöti, skyri og smjöri væru á þrotum og afurðastöðvar hér á landi hefðu beðið hérlend stjórnvöld um að hafa fyrirgöngu um samningaviðræður við ESB um aukinn kvóta. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Ef samningar takast milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins (ESB) um rýmkaðar heimildir til inn- og útflutnings á landbúnaðarafurðir verður það til góðs, að mati formanns Neytendasamtakanna. Fréttablaðið sagði frá því í gær að könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB um aukinn tollkvóta myndu hefjast síðar í þessum mánuði. „Ef af verður að íslenskur landbúnaður fái aukna útflutningskvóta verður það gagnkvæmt og við fáum meiri innflutning hingað,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er einfaldlega framtíðin, hvort sem við göngum inn í ESB eða ekki. Þetta er framtíðin innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og við verðum þá bara að færa okkur til nútímans. Það er óumflýjanlegt og til hagsmuna fyrir neytendur og því fögnum við því.“ Jóhannes segir málið ekki aðeins snúast um vöruverð. „Þetta snýst líka um aukið framboð og valkosti fyrir neytendur og það væri því hið besta mál.“Guðmundur MarteinssonGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng og segir auknar heimildir til inn- og útflutnings vera mikið hagsmunaatriði. „Ef aukinn útflutningur leiðir til meiri innflutnings á landbúnaðarvörum, þá er það óskastaða.“ Guðmundur segir meðal annars sjálfsagt að leyfa eigi innflutning á lambakjöti ef útflutningskvótar verði auknir. „Það verður aðallega svo að íslenskir neytendur fái að prófa annað. Ég held nú samt að þeir muni áfram velja íslenskt enda eru þeir vanir því, en fólk verður að hafa val.“ Guðmundur bætir því við að mikill og óplægður markaður sé hér á landi fyrir ýmsar vörur, til dæmis osta, og í þeim felist mörg tækifæri. Í frétt blaðsins í gær sagði að fyrirsjáanlegt væri að útflutningskvótar ársins á lambakjöti, skyri og smjöri væru á þrotum og afurðastöðvar hér á landi hefðu beðið hérlend stjórnvöld um að hafa fyrirgöngu um samningaviðræður við ESB um aukinn kvóta. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira