Ekkert gefið eftir þótt ánægjan sé í fyrirrúmi 16. september 2011 05:00 Í toppbaráttunni Bragi Halldórsson hefur staðið sig vel það sem af er Norðurlandamóti öldunga í skák. Hann er í toppbaráttunni ásamt mörgum sterkum skákmönnum, til að mynda Friðriki Ólafssyni og Heikki Westerinen, sem hefur unnið þetta mót í síðustu þrjú skipti. Fréttablaðið/Anton Kominn aftur til keppni Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson, fyrrverandi formaður Alþjóðaskáksambandsins, er meðal keppenda. „Hér er alls ekkert gefið eftir. Síður en svo,“ segir Bragi Halldórsson, einn af þátttakendum á Norðurlandamóti öldunga sem fer fram þessa dagana. „Hér njóta menn leiksins og baráttunnar og það er í fyrirrúmi hjá flestum,“ bætir Bragi við. „Úrslitin eru því ekki aðalatriðið, heldur frekar ánægjan af leiknum.“ Bragi hefur verið í forystu nær allt mótið en tapaði fyrir Nils Åke Malmdin í sjöttu umferð, sem fór fram í gær, og féll niður í sjötta sætið. Meðal þeirra 52ja keppenda sem eru mættir til leiks að þessu sinni er Finninn Heikki Westerinen, sem hefur unnið þetta mót síðustu þrjú skipti, en keppt hefur verið annað hvert ár frá árinu 1999. „Hér eru margir sterkir skákmenn,“ segir Bragi. „Westerinen hefur til dæmis teflt oftar en nokkur annar á Ólympíumóti og síðan er ánægjulegt að sjá Friðrik [Ólafsson stórmeistara] aftur í keppni. Hann var örlítið ryðgaður framan af en er kominn í gang núna,“ segir Bragi. Eftir úrslitin í sjöttu umferð eru finnski stórmeistarinn Yrjö Rantanen og Daninn Jørn Sloth í forystu með fimm vinninga. Friðrik vann í gær og er í þriðja til fimmta sæti ásamt Westerinen og Malmdin með fjóra og hálfan vinning. Mótið fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni. Þrjár umferðir eru eftir og hefst sjöunda umferð í dag klukkan 14. Mótinu lýkur á sunnudag. Þá kemur í ljós hvort Westerinen sigrar í fjórða sinn í röð eða hvort titillinn fellur einhverjum öðrum í skaut. Jafnvel gæti Íslendingur unnið í fyrsta sinn. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Kominn aftur til keppni Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson, fyrrverandi formaður Alþjóðaskáksambandsins, er meðal keppenda. „Hér er alls ekkert gefið eftir. Síður en svo,“ segir Bragi Halldórsson, einn af þátttakendum á Norðurlandamóti öldunga sem fer fram þessa dagana. „Hér njóta menn leiksins og baráttunnar og það er í fyrirrúmi hjá flestum,“ bætir Bragi við. „Úrslitin eru því ekki aðalatriðið, heldur frekar ánægjan af leiknum.“ Bragi hefur verið í forystu nær allt mótið en tapaði fyrir Nils Åke Malmdin í sjöttu umferð, sem fór fram í gær, og féll niður í sjötta sætið. Meðal þeirra 52ja keppenda sem eru mættir til leiks að þessu sinni er Finninn Heikki Westerinen, sem hefur unnið þetta mót síðustu þrjú skipti, en keppt hefur verið annað hvert ár frá árinu 1999. „Hér eru margir sterkir skákmenn,“ segir Bragi. „Westerinen hefur til dæmis teflt oftar en nokkur annar á Ólympíumóti og síðan er ánægjulegt að sjá Friðrik [Ólafsson stórmeistara] aftur í keppni. Hann var örlítið ryðgaður framan af en er kominn í gang núna,“ segir Bragi. Eftir úrslitin í sjöttu umferð eru finnski stórmeistarinn Yrjö Rantanen og Daninn Jørn Sloth í forystu með fimm vinninga. Friðrik vann í gær og er í þriðja til fimmta sæti ásamt Westerinen og Malmdin með fjóra og hálfan vinning. Mótið fer fram í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni. Þrjár umferðir eru eftir og hefst sjöunda umferð í dag klukkan 14. Mótinu lýkur á sunnudag. Þá kemur í ljós hvort Westerinen sigrar í fjórða sinn í röð eða hvort titillinn fellur einhverjum öðrum í skaut. Jafnvel gæti Íslendingur unnið í fyrsta sinn. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira