Rússum spáð kosningasigri 17. september 2011 01:00 Líklegur sigurvegari Stór veggmynd af Nils Usakovs, hinum 34 ára gamla leiðtoga rússneskumælandi Letta, blasir við á húsvegg í höfuðborginni Ríga. nordicphotos/AFP „Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. Samhljómsflokkurinn er flokkur sósíaldemókrata en hefur til þessa sótt fylgi sitt að mestu til rússneska minnihlutans í Lettlandi, en nærri þriðjungur íbúa landsins á rætur að rekja til Rússlands. Usakovs segir það vera sitt hjartans mál að sýna landsmönnum fram á að vel sé hægt að treysta Rússum til að taka þátt í stjórn landsins. Vandinn er hins vegar sá, að flokkurinn hefur ekki viljað viðurkenna að Lettland var hernumið af Sovétríkjunum í hálfa öld. Usakovs hefur meira að segja lagt til, að bannað verði að ræða þessa sögu þangað til árið 2014, þegar næst verður kosið til þings í Lettlandi. Valdis Dombrovski forsætisráðherra hefur hafnað þeirri hugmynd og segir að Samhljómsflokkurinn verði fyrst að viðurkenna hernámið áður en hann geti tekið þátt í stjórnarsamstarfi. Kosningarnar í dag eru aukakosningar, sem óvænt var boðað til í maí síðastliðnum eftir að Valdis Zatlers, þáverandi forseti, lenti í hörðum ágreiningi við þjóðþing landsins. Sú deila snerist um spillingarrannsókn, sem þingið fór að skipta sér af. Forsetinn leysti þá upp þingið, og sú ákvörðun forsetans fékk yfirgnæfandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Þingið brást hins vegar ókvæða við og endurgalt Zatler með því að endurkjósa hann ekki í forsetaembættið, þegar forsetakjör fór fram í júní. Usakovs, leiðtogi Samhljómsflokksins, er 34 ára. Hann var blaðamaður þangað til hann var kjörinn á þing árið 2006. Árið 2009 varð hann síðan borgarstjóri í Ríga, höfuðborg landsins, en það var í fyrsta sinn sem fulltrúi rússneska minnihlutans fékk það embætti síðan landið varð sjálfstætt fyrir tuttugu árum. Nýleg skoðanakönnun sýnir að ríflega fimmtungur kjósenda hugsar sér að kjósa Samhljómsflokkinn, sem yrði þá stærsti flokkur landsins. Óákveðnir kjósendur eru hins vegar nærri 29 prósent, þannig að mikið veltur á því hvert atkvæði þeirra fara. Usakovs vonast til þess að komast í stjórn og ná þar árangri, en segir að jafnvel þótt þeirri stjórn takist ekki vel upp þá hafi honum að minnsta kosti tekist að brjóta ísinn. „Næst þegar rússneskumælandi vinstrimenn verða ráðherrar, þá verður það auðveldara fyrir þá.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. Samhljómsflokkurinn er flokkur sósíaldemókrata en hefur til þessa sótt fylgi sitt að mestu til rússneska minnihlutans í Lettlandi, en nærri þriðjungur íbúa landsins á rætur að rekja til Rússlands. Usakovs segir það vera sitt hjartans mál að sýna landsmönnum fram á að vel sé hægt að treysta Rússum til að taka þátt í stjórn landsins. Vandinn er hins vegar sá, að flokkurinn hefur ekki viljað viðurkenna að Lettland var hernumið af Sovétríkjunum í hálfa öld. Usakovs hefur meira að segja lagt til, að bannað verði að ræða þessa sögu þangað til árið 2014, þegar næst verður kosið til þings í Lettlandi. Valdis Dombrovski forsætisráðherra hefur hafnað þeirri hugmynd og segir að Samhljómsflokkurinn verði fyrst að viðurkenna hernámið áður en hann geti tekið þátt í stjórnarsamstarfi. Kosningarnar í dag eru aukakosningar, sem óvænt var boðað til í maí síðastliðnum eftir að Valdis Zatlers, þáverandi forseti, lenti í hörðum ágreiningi við þjóðþing landsins. Sú deila snerist um spillingarrannsókn, sem þingið fór að skipta sér af. Forsetinn leysti þá upp þingið, og sú ákvörðun forsetans fékk yfirgnæfandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Þingið brást hins vegar ókvæða við og endurgalt Zatler með því að endurkjósa hann ekki í forsetaembættið, þegar forsetakjör fór fram í júní. Usakovs, leiðtogi Samhljómsflokksins, er 34 ára. Hann var blaðamaður þangað til hann var kjörinn á þing árið 2006. Árið 2009 varð hann síðan borgarstjóri í Ríga, höfuðborg landsins, en það var í fyrsta sinn sem fulltrúi rússneska minnihlutans fékk það embætti síðan landið varð sjálfstætt fyrir tuttugu árum. Nýleg skoðanakönnun sýnir að ríflega fimmtungur kjósenda hugsar sér að kjósa Samhljómsflokkinn, sem yrði þá stærsti flokkur landsins. Óákveðnir kjósendur eru hins vegar nærri 29 prósent, þannig að mikið veltur á því hvert atkvæði þeirra fara. Usakovs vonast til þess að komast í stjórn og ná þar árangri, en segir að jafnvel þótt þeirri stjórn takist ekki vel upp þá hafi honum að minnsta kosti tekist að brjóta ísinn. „Næst þegar rússneskumælandi vinstrimenn verða ráðherrar, þá verður það auðveldara fyrir þá.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira