Ég er með athyglisbrest - ég er heppinn Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 23. september 2011 06:00 Athyglisbrestur er ekkert til að skammast sín fyrir – þetta er einfaldlega eiginleiki sem er hluti af mínu daglega lífi. Á stundum þvælist hann fyrir en oftar en ekki næ ég að nýta hann til góðs. Fyrir mig og aðra. Sumir dagar eru erfiðari, en með því að leita upplýsinga og haga mínum málum í samræmi við það hefur mér tekist að fjölga þeim góðu. Á vondum degi er fátt betra en að grípa í hnakkadrambið á sjálfum sér, hlæja að allri vitleysunni og setja kúrsinn upp á nýtt. En ég er heppinn – á góða að og hef getað sótt mér þá aðstoð sem þurfti. Ekki eru allir í sömu sporum. Fordómar og vanþekking á málefninu eru ríkjandi og flestir vaða eld og brennistein á sinni vegferð. Sjálfur kýs ég ekki að líta á athyglisbrest – með eða án ofvirkni – sem sjúkdóm eða röskun. En í því samfélagi sem við búum í er það oft eina leiðin til að fá aðstoð hins opinbera. Þau spor geta reynst þung og stutt er í fordóma – ekki síst í eigin huga. Við þessu þarf að bregðast. Samevrópsk ADHD-vitundarvika sem nú stendur yfir er liður í þeirri vinnu. Með slagorðunum „Athygli, já takk!" vilja ADHD-samtökin leggja sitt af mörkum til að auka skilning á málefninu og auðvelda einstaklingum með athyglisbrest og aðstandendum að sækja sér þá hjálp sem hver og einn þarfnast. Og einu má ekki gleyma: Staðreyndin er einfaldlega sú að athyglisbrestur – rétt eins og önnur „frávik frá norminu" – er ekki frávik frá því eðlilega heldur eðlilegur hluti af flóru lífsins. Þess vegna hvet ég alla til að sækja málþing ADHD-samtakanna í Iðu föstudaginn 23. september klukkan 13.00 (sjá t.d. www.adhd.is). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Athyglisbrestur er ekkert til að skammast sín fyrir – þetta er einfaldlega eiginleiki sem er hluti af mínu daglega lífi. Á stundum þvælist hann fyrir en oftar en ekki næ ég að nýta hann til góðs. Fyrir mig og aðra. Sumir dagar eru erfiðari, en með því að leita upplýsinga og haga mínum málum í samræmi við það hefur mér tekist að fjölga þeim góðu. Á vondum degi er fátt betra en að grípa í hnakkadrambið á sjálfum sér, hlæja að allri vitleysunni og setja kúrsinn upp á nýtt. En ég er heppinn – á góða að og hef getað sótt mér þá aðstoð sem þurfti. Ekki eru allir í sömu sporum. Fordómar og vanþekking á málefninu eru ríkjandi og flestir vaða eld og brennistein á sinni vegferð. Sjálfur kýs ég ekki að líta á athyglisbrest – með eða án ofvirkni – sem sjúkdóm eða röskun. En í því samfélagi sem við búum í er það oft eina leiðin til að fá aðstoð hins opinbera. Þau spor geta reynst þung og stutt er í fordóma – ekki síst í eigin huga. Við þessu þarf að bregðast. Samevrópsk ADHD-vitundarvika sem nú stendur yfir er liður í þeirri vinnu. Með slagorðunum „Athygli, já takk!" vilja ADHD-samtökin leggja sitt af mörkum til að auka skilning á málefninu og auðvelda einstaklingum með athyglisbrest og aðstandendum að sækja sér þá hjálp sem hver og einn þarfnast. Og einu má ekki gleyma: Staðreyndin er einfaldlega sú að athyglisbrestur – rétt eins og önnur „frávik frá norminu" – er ekki frávik frá því eðlilega heldur eðlilegur hluti af flóru lífsins. Þess vegna hvet ég alla til að sækja málþing ADHD-samtakanna í Iðu föstudaginn 23. september klukkan 13.00 (sjá t.d. www.adhd.is).
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar