Gunnar Nelson mætir ríkjandi Evrópumeistara í fyrstu glímu Kristján Hjálmarsson skrifar 24. september 2011 08:00 Gunnar kom til Nottingham á fimmtudag. Faðir hans og tveir félagar úr Mjölni eru með í för. Fréttablaðið/stefán Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Marko Helen frá Finnlandi í fyrstu glímunni á ADCC-mótinu, sterkasta uppgjafaglímumóti heims, sem hefst í Nottingham á Englandi í dag. Marko þessi hefur verið sterkasti glímumaður Finna um árabil, en hann hefur keppt í uppgjafarglímu og brasilísku jiujitsu frá árinu 1999. Hann er meðal annars sjöfaldur finnskur meistari í brasilísku jiujitsu og fimmfaldur finnskur meistari í uppgjafarglímu. Hann er ríkjandi Evrópumeistari í slíkri glímu og hefur tvisvar unnið þann titil. „Ég er bara bjartsýnn fyrir glímuna og met möguleika mína góða,“ sagði Gunnar Nelson sallarólegur þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Það skiptir engu máli á móti hverjum ég lendi – það verða allir bardagarnir á þessu móti mjög erfiðir. Þetta eru allt topp glímumenn.“ Haraldur Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, hitti Marko við komuna til Nottingham. Hann segist ekki skilja hvernig Finninn nái að létta sig niður í -88 kílógramma flokkinn enda sé hann vanari að keppa í þyngri flokkum. „Hann er í toppformi og sagði mér að hann rétt næði að hanga í 88 kílóunum,“ segir Haraldur. Gunnar ætlaði upphaflega að keppa í -77 kg flokknum en vegna breyttra reglna við vigtun ákvað hann að keppa í næsta flokki fyrir ofan, -88 kg flokkinum. „Ég er léttur í mínum flokki, ætli þeir séu ekki flestallir þyngri en ég,“ segir Gunnar, sem er þó hvergi banginn. „Ég er með ákveðna taktík sem ég mun nota. Hann er þungur og að öllum líkindum sterkari, en ég er sneggri. Ég hef eitt og annað með mér.“ Gunnar þekkir vel til Markos. Finninn heimsótti bardagaklúbbinn Mjölni fyrir nokkrum árum, auk þess sem Gunnar hefur margoft séð hann glíma. „Ég hef oft séð hann berjast en hef ekki verið að stúdera hann undanfarið. Ég er með mína grófu taktík í hausnum og mun vinna eftir henni.“ Á ADCC-glímumótinu eru sextán keppendur í hverjum flokki. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi, sem þýðir að ef Gunnar tapar glímunni á móti Marko er hann úr leik. Á laugardeginum er keppt í ákveðnum þyngdarflokkum en á sunnudeginum er keppt í opnum flokki. Sextán áhugaverðustu keppendurnir eru valdir í þann flokk. Innlendar Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláklæddir vilja í Meistaradeild Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Í beinni: Tottenham - Southampton | Enda ófarirnar gegn botliðinu? Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir Marko Helen frá Finnlandi í fyrstu glímunni á ADCC-mótinu, sterkasta uppgjafaglímumóti heims, sem hefst í Nottingham á Englandi í dag. Marko þessi hefur verið sterkasti glímumaður Finna um árabil, en hann hefur keppt í uppgjafarglímu og brasilísku jiujitsu frá árinu 1999. Hann er meðal annars sjöfaldur finnskur meistari í brasilísku jiujitsu og fimmfaldur finnskur meistari í uppgjafarglímu. Hann er ríkjandi Evrópumeistari í slíkri glímu og hefur tvisvar unnið þann titil. „Ég er bara bjartsýnn fyrir glímuna og met möguleika mína góða,“ sagði Gunnar Nelson sallarólegur þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær. „Það skiptir engu máli á móti hverjum ég lendi – það verða allir bardagarnir á þessu móti mjög erfiðir. Þetta eru allt topp glímumenn.“ Haraldur Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, hitti Marko við komuna til Nottingham. Hann segist ekki skilja hvernig Finninn nái að létta sig niður í -88 kílógramma flokkinn enda sé hann vanari að keppa í þyngri flokkum. „Hann er í toppformi og sagði mér að hann rétt næði að hanga í 88 kílóunum,“ segir Haraldur. Gunnar ætlaði upphaflega að keppa í -77 kg flokknum en vegna breyttra reglna við vigtun ákvað hann að keppa í næsta flokki fyrir ofan, -88 kg flokkinum. „Ég er léttur í mínum flokki, ætli þeir séu ekki flestallir þyngri en ég,“ segir Gunnar, sem er þó hvergi banginn. „Ég er með ákveðna taktík sem ég mun nota. Hann er þungur og að öllum líkindum sterkari, en ég er sneggri. Ég hef eitt og annað með mér.“ Gunnar þekkir vel til Markos. Finninn heimsótti bardagaklúbbinn Mjölni fyrir nokkrum árum, auk þess sem Gunnar hefur margoft séð hann glíma. „Ég hef oft séð hann berjast en hef ekki verið að stúdera hann undanfarið. Ég er með mína grófu taktík í hausnum og mun vinna eftir henni.“ Á ADCC-glímumótinu eru sextán keppendur í hverjum flokki. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi, sem þýðir að ef Gunnar tapar glímunni á móti Marko er hann úr leik. Á laugardeginum er keppt í ákveðnum þyngdarflokkum en á sunnudeginum er keppt í opnum flokki. Sextán áhugaverðustu keppendurnir eru valdir í þann flokk.
Innlendar Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláklæddir vilja í Meistaradeild Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Í beinni: Tottenham - Southampton | Enda ófarirnar gegn botliðinu? Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni Sjá meira