Ríkisendurskoðandi samdi ljóð um Útey 27. september 2011 06:00 Atburðirnir höfðu mikil áhrif Sveinn Arason ríkisendurskoðandi orti ljóð sem virðingarvott til kollega sinna í Noregi.fréttblaðið/vilhelm „Ég orti ljóðið í kjölfarið af þessum hræðilegu atburðum í Ósló og Útey. Það var grunnurinn," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Það er kannski ekkert öðruvísi með mig og marga aðra – þetta hafði mikil áhrif á mig." Sveinn lét þýða ljóðið yfir á norsku og sendi það til kollega síns í Ósló, norska ríkisendurskoðandans, Jørgen Kosmo, sem virðingarvott. Hann segir að hugsunin um framhaldið eftir voðaverkin hafi alltaf blundað í honum. Þegar hann horfði á minningarathöfnina frá Dómkirkjunni í Ósló tók hann eftir því að fulltrúar frá systurþjóðum Noregs voru viðstaddir og langaði að leggja sitt af mörkum. „Maður fylgdist bara með fréttum af þessu, afleiðingunum og atburðinum sjálfum, eins mikið og mögulegt var héðan frá Íslandi," segir Sveinn. „Mig langaði til að leggja fram mitt innslag frá Íslandi og í framhaldi af því varð þetta til." Sveinn skýrir frá því að það hafi verið fyrirhugaður fundur í Noregi í lok ágúst þar sem hann átti að hitta Kosmo. „Mér fannst það ágætis tilefni að senda honum og starfsfólki norsku ríkisendurskoðunarinnar hans einhvers konar minningartexta. Þau voru mjög ánægð með þetta," útskýrir Sveinn og bætir við að hann yrki þó ekki mikið. „Einhvern veginn kom þetta út úr mér," segir hann. „Ég skal ekkert segja um hvort ég haldi áfram að yrkja, stundum kemur eitthvað sem ég sé ástæðu til að deila innan fjölskyldunnar." Hér fyrir neðan er ljóðið: 77 blóm Það er föstudagur. Milt regn sumarsins fellur á stræti og engi. Iðandi mannlíf borgarinnar er sem blómakur í golu. Hugsunin um fjölskyldu, vini og fegurð náttúrunnar kveikir gleði og eftirvæntingu í hverju andliti. Unga fólkið safnast saman til að ræða vandamál dagsins, Hugsjónir, framtíðina og ábyrgðina sem fylgir lífinu. Þá er sem heimurinn myrkvist. Gleðin hverfur sem dögg fyrir sólu. Lamandi ótti. Hvert blómið á fætur öðru er slitið upp, rifið úr umhverfi sínu og deytt, brotið og beygt. Þau sem eftir standa drúpa höfði, halla krónu syrgja og fella tár, biðja um styrk, traust og von. Að morgni teygja þau krónu sína til himins, móti sólu, fléttast saman, sameinast í kærleika, von og trú á betri heim. Sveinn Arason sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
„Ég orti ljóðið í kjölfarið af þessum hræðilegu atburðum í Ósló og Útey. Það var grunnurinn," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Það er kannski ekkert öðruvísi með mig og marga aðra – þetta hafði mikil áhrif á mig." Sveinn lét þýða ljóðið yfir á norsku og sendi það til kollega síns í Ósló, norska ríkisendurskoðandans, Jørgen Kosmo, sem virðingarvott. Hann segir að hugsunin um framhaldið eftir voðaverkin hafi alltaf blundað í honum. Þegar hann horfði á minningarathöfnina frá Dómkirkjunni í Ósló tók hann eftir því að fulltrúar frá systurþjóðum Noregs voru viðstaddir og langaði að leggja sitt af mörkum. „Maður fylgdist bara með fréttum af þessu, afleiðingunum og atburðinum sjálfum, eins mikið og mögulegt var héðan frá Íslandi," segir Sveinn. „Mig langaði til að leggja fram mitt innslag frá Íslandi og í framhaldi af því varð þetta til." Sveinn skýrir frá því að það hafi verið fyrirhugaður fundur í Noregi í lok ágúst þar sem hann átti að hitta Kosmo. „Mér fannst það ágætis tilefni að senda honum og starfsfólki norsku ríkisendurskoðunarinnar hans einhvers konar minningartexta. Þau voru mjög ánægð með þetta," útskýrir Sveinn og bætir við að hann yrki þó ekki mikið. „Einhvern veginn kom þetta út úr mér," segir hann. „Ég skal ekkert segja um hvort ég haldi áfram að yrkja, stundum kemur eitthvað sem ég sé ástæðu til að deila innan fjölskyldunnar." Hér fyrir neðan er ljóðið: 77 blóm Það er föstudagur. Milt regn sumarsins fellur á stræti og engi. Iðandi mannlíf borgarinnar er sem blómakur í golu. Hugsunin um fjölskyldu, vini og fegurð náttúrunnar kveikir gleði og eftirvæntingu í hverju andliti. Unga fólkið safnast saman til að ræða vandamál dagsins, Hugsjónir, framtíðina og ábyrgðina sem fylgir lífinu. Þá er sem heimurinn myrkvist. Gleðin hverfur sem dögg fyrir sólu. Lamandi ótti. Hvert blómið á fætur öðru er slitið upp, rifið úr umhverfi sínu og deytt, brotið og beygt. Þau sem eftir standa drúpa höfði, halla krónu syrgja og fella tár, biðja um styrk, traust og von. Að morgni teygja þau krónu sína til himins, móti sólu, fléttast saman, sameinast í kærleika, von og trú á betri heim. Sveinn Arason sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira