Er tóbak fíkniefni? Magnús Jóhannsson skrifar 27. september 2011 06:00 Meðal fíkniefna er tóbak það efni sem veldur langmestu heilsutjóni, þ.e. sjúkdómum og ótímabærum dauða. Rekja má ótímabæran dauða um 300 Íslendinga á ári til tóbaksnotkunar. Öll önnur fíkniefni til samans valda aðeins broti af því heilsutjóni sem hlýst af tóbaksnotkun. Tóbaksnotkun kostar samfélagið miklar fjárhæðir og aðgerðir sem draga úr tóbaksnotkun geta þess vegna skilað miklum árangri, bæði heilsufarslegum og fjárhagslegum. En hvað er tóbak og hvað er nikótín? Líta má á tóbak sem eins konar tæki til að koma nikótíni inn í líkamann. Nikótíninnihald tóbaks er það eina sem gerir það að söluvöru og það hefur sýnt sig að tóbak sem búið er að fjarlægja nikótínið úr selst ekki. Nikótín er náttúruefni samkvæmt venjulegum skilgreiningum og það er líka flokkað sem lyf og selt í tilteknum lyfjaformum (tyggigúmmí, plástrar, o.fl.). Nikótín er einnig flokkað sem eiturefni og hefur m.a. mikið verið notað sem skordýraeitur þó að þeirri notkun sé að mestu hætt. Nikótín er ekki flokkað sem fíkniefni, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né er það að finna á alþjóðlegum listum yfir fíkniefni. Ef litið er til verkana nikótíns uppfyllir það hins vegar öll helstu skilmerki fíkniefna. Nikótín veldur sannarlega ávana og fíkn. Tóbak, í hvaða formi sem er, er notað vegna þessara eiginleika nikótíns. Þekktir eru nokkrir mikilvægir áhættuþættir fyrir ávana og fíkn og gilda þeir fyrir tóbak eins og fyrir önnur fíkniefni. Þeir eru: vissir erfðaþættir, ungur aldur, geðsjúkdómar, misnotkun annarra efna og konur eru í meiri hættu en karlar. Baráttan gegn tóbaksnotkun hefur staðið lengi og kostað mikið. Þessi barátta er tvenns konar. Annars vegar forvarnir til að vinna gegn því að ungmenni byrji að nota tóbak og hins vegar meðferð til að hjálpa tóbaksnotendum að hætta. Forvarnarstarfið er mikilvægast og það þarf að efla með nýjum aðferðum. Til dæmis mætti breyta flokkun á tóbaki og nikótíni þannig að aðgengi yrði enn takmarkaðra eða jafnvel að efnin yrðu bönnuð, eftir hæfilegan aðlögunartíma. Kannabis (hass, marijuana) og kókalauf eru flokkuð sem ólögleg fíkniefni og tóbak á vissulega heima í þeim flokki. Ekki er auðvelt að benda á aðra aðgerð en að banna tóbak sem hefði jafn mikil og víðtæk bætandi áhrif á lýðheilsu. Læknisfræðilegu rökin liggja fyrir en það sem vantar er pólitísk ákvörðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Meðal fíkniefna er tóbak það efni sem veldur langmestu heilsutjóni, þ.e. sjúkdómum og ótímabærum dauða. Rekja má ótímabæran dauða um 300 Íslendinga á ári til tóbaksnotkunar. Öll önnur fíkniefni til samans valda aðeins broti af því heilsutjóni sem hlýst af tóbaksnotkun. Tóbaksnotkun kostar samfélagið miklar fjárhæðir og aðgerðir sem draga úr tóbaksnotkun geta þess vegna skilað miklum árangri, bæði heilsufarslegum og fjárhagslegum. En hvað er tóbak og hvað er nikótín? Líta má á tóbak sem eins konar tæki til að koma nikótíni inn í líkamann. Nikótíninnihald tóbaks er það eina sem gerir það að söluvöru og það hefur sýnt sig að tóbak sem búið er að fjarlægja nikótínið úr selst ekki. Nikótín er náttúruefni samkvæmt venjulegum skilgreiningum og það er líka flokkað sem lyf og selt í tilteknum lyfjaformum (tyggigúmmí, plástrar, o.fl.). Nikótín er einnig flokkað sem eiturefni og hefur m.a. mikið verið notað sem skordýraeitur þó að þeirri notkun sé að mestu hætt. Nikótín er ekki flokkað sem fíkniefni, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né er það að finna á alþjóðlegum listum yfir fíkniefni. Ef litið er til verkana nikótíns uppfyllir það hins vegar öll helstu skilmerki fíkniefna. Nikótín veldur sannarlega ávana og fíkn. Tóbak, í hvaða formi sem er, er notað vegna þessara eiginleika nikótíns. Þekktir eru nokkrir mikilvægir áhættuþættir fyrir ávana og fíkn og gilda þeir fyrir tóbak eins og fyrir önnur fíkniefni. Þeir eru: vissir erfðaþættir, ungur aldur, geðsjúkdómar, misnotkun annarra efna og konur eru í meiri hættu en karlar. Baráttan gegn tóbaksnotkun hefur staðið lengi og kostað mikið. Þessi barátta er tvenns konar. Annars vegar forvarnir til að vinna gegn því að ungmenni byrji að nota tóbak og hins vegar meðferð til að hjálpa tóbaksnotendum að hætta. Forvarnarstarfið er mikilvægast og það þarf að efla með nýjum aðferðum. Til dæmis mætti breyta flokkun á tóbaki og nikótíni þannig að aðgengi yrði enn takmarkaðra eða jafnvel að efnin yrðu bönnuð, eftir hæfilegan aðlögunartíma. Kannabis (hass, marijuana) og kókalauf eru flokkuð sem ólögleg fíkniefni og tóbak á vissulega heima í þeim flokki. Ekki er auðvelt að benda á aðra aðgerð en að banna tóbak sem hefði jafn mikil og víðtæk bætandi áhrif á lýðheilsu. Læknisfræðilegu rökin liggja fyrir en það sem vantar er pólitísk ákvörðun.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun