Er tóbak fíkniefni? Magnús Jóhannsson skrifar 27. september 2011 06:00 Meðal fíkniefna er tóbak það efni sem veldur langmestu heilsutjóni, þ.e. sjúkdómum og ótímabærum dauða. Rekja má ótímabæran dauða um 300 Íslendinga á ári til tóbaksnotkunar. Öll önnur fíkniefni til samans valda aðeins broti af því heilsutjóni sem hlýst af tóbaksnotkun. Tóbaksnotkun kostar samfélagið miklar fjárhæðir og aðgerðir sem draga úr tóbaksnotkun geta þess vegna skilað miklum árangri, bæði heilsufarslegum og fjárhagslegum. En hvað er tóbak og hvað er nikótín? Líta má á tóbak sem eins konar tæki til að koma nikótíni inn í líkamann. Nikótíninnihald tóbaks er það eina sem gerir það að söluvöru og það hefur sýnt sig að tóbak sem búið er að fjarlægja nikótínið úr selst ekki. Nikótín er náttúruefni samkvæmt venjulegum skilgreiningum og það er líka flokkað sem lyf og selt í tilteknum lyfjaformum (tyggigúmmí, plástrar, o.fl.). Nikótín er einnig flokkað sem eiturefni og hefur m.a. mikið verið notað sem skordýraeitur þó að þeirri notkun sé að mestu hætt. Nikótín er ekki flokkað sem fíkniefni, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né er það að finna á alþjóðlegum listum yfir fíkniefni. Ef litið er til verkana nikótíns uppfyllir það hins vegar öll helstu skilmerki fíkniefna. Nikótín veldur sannarlega ávana og fíkn. Tóbak, í hvaða formi sem er, er notað vegna þessara eiginleika nikótíns. Þekktir eru nokkrir mikilvægir áhættuþættir fyrir ávana og fíkn og gilda þeir fyrir tóbak eins og fyrir önnur fíkniefni. Þeir eru: vissir erfðaþættir, ungur aldur, geðsjúkdómar, misnotkun annarra efna og konur eru í meiri hættu en karlar. Baráttan gegn tóbaksnotkun hefur staðið lengi og kostað mikið. Þessi barátta er tvenns konar. Annars vegar forvarnir til að vinna gegn því að ungmenni byrji að nota tóbak og hins vegar meðferð til að hjálpa tóbaksnotendum að hætta. Forvarnarstarfið er mikilvægast og það þarf að efla með nýjum aðferðum. Til dæmis mætti breyta flokkun á tóbaki og nikótíni þannig að aðgengi yrði enn takmarkaðra eða jafnvel að efnin yrðu bönnuð, eftir hæfilegan aðlögunartíma. Kannabis (hass, marijuana) og kókalauf eru flokkuð sem ólögleg fíkniefni og tóbak á vissulega heima í þeim flokki. Ekki er auðvelt að benda á aðra aðgerð en að banna tóbak sem hefði jafn mikil og víðtæk bætandi áhrif á lýðheilsu. Læknisfræðilegu rökin liggja fyrir en það sem vantar er pólitísk ákvörðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Meðal fíkniefna er tóbak það efni sem veldur langmestu heilsutjóni, þ.e. sjúkdómum og ótímabærum dauða. Rekja má ótímabæran dauða um 300 Íslendinga á ári til tóbaksnotkunar. Öll önnur fíkniefni til samans valda aðeins broti af því heilsutjóni sem hlýst af tóbaksnotkun. Tóbaksnotkun kostar samfélagið miklar fjárhæðir og aðgerðir sem draga úr tóbaksnotkun geta þess vegna skilað miklum árangri, bæði heilsufarslegum og fjárhagslegum. En hvað er tóbak og hvað er nikótín? Líta má á tóbak sem eins konar tæki til að koma nikótíni inn í líkamann. Nikótíninnihald tóbaks er það eina sem gerir það að söluvöru og það hefur sýnt sig að tóbak sem búið er að fjarlægja nikótínið úr selst ekki. Nikótín er náttúruefni samkvæmt venjulegum skilgreiningum og það er líka flokkað sem lyf og selt í tilteknum lyfjaformum (tyggigúmmí, plástrar, o.fl.). Nikótín er einnig flokkað sem eiturefni og hefur m.a. mikið verið notað sem skordýraeitur þó að þeirri notkun sé að mestu hætt. Nikótín er ekki flokkað sem fíkniefni, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né er það að finna á alþjóðlegum listum yfir fíkniefni. Ef litið er til verkana nikótíns uppfyllir það hins vegar öll helstu skilmerki fíkniefna. Nikótín veldur sannarlega ávana og fíkn. Tóbak, í hvaða formi sem er, er notað vegna þessara eiginleika nikótíns. Þekktir eru nokkrir mikilvægir áhættuþættir fyrir ávana og fíkn og gilda þeir fyrir tóbak eins og fyrir önnur fíkniefni. Þeir eru: vissir erfðaþættir, ungur aldur, geðsjúkdómar, misnotkun annarra efna og konur eru í meiri hættu en karlar. Baráttan gegn tóbaksnotkun hefur staðið lengi og kostað mikið. Þessi barátta er tvenns konar. Annars vegar forvarnir til að vinna gegn því að ungmenni byrji að nota tóbak og hins vegar meðferð til að hjálpa tóbaksnotendum að hætta. Forvarnarstarfið er mikilvægast og það þarf að efla með nýjum aðferðum. Til dæmis mætti breyta flokkun á tóbaki og nikótíni þannig að aðgengi yrði enn takmarkaðra eða jafnvel að efnin yrðu bönnuð, eftir hæfilegan aðlögunartíma. Kannabis (hass, marijuana) og kókalauf eru flokkuð sem ólögleg fíkniefni og tóbak á vissulega heima í þeim flokki. Ekki er auðvelt að benda á aðra aðgerð en að banna tóbak sem hefði jafn mikil og víðtæk bætandi áhrif á lýðheilsu. Læknisfræðilegu rökin liggja fyrir en það sem vantar er pólitísk ákvörðun.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun