RÚV og Ríkisútvarp 28. september 2011 06:00 Að undanförnu hafa margir tekið eftir því að núorðið er jafnan vísað til Ríkisútvarpsins með skammstöfuninni RÚV í kynningu á efni í miðlum félagsins, á vefsíðu þess og víðar. Þetta ræða menn og telja sumir að verið sé að útrýma hugtakinu Ríkisútvarp. Það er mikill misskilningur enda sjá og heyra glöggir notendur miðla RÚV að ekki er öllu dagskrárgerðarfólki þetta nýmæli tamt og það notar þá að sjálfsögðu það hugtak sem því fellur betur. Vangaveltur um nafngiftina komu meðal annars fram í pistli Eiðs Guðnasonar nýlega, en hann telur útvarpsstjóra hafa staðið einan að þessari breytingu. Nú er rétt að útskýra fyrir þeim sem velta þessu fyrir sér að þessi hógværa breyting er gerð að vandlega yfirveguðu ráði. Um langt skeið hafði ríkt talsverð ósamkvæmni og ruglingur í því hvernig fjallað var um Ríkisútvarpið og miðla þess, hljóðvarpið (sem hefur tvær rásir), sjónvarpið og vefinn bæði í RÚV og öðrum miðlum. Mikill ruglingur var á notkun hugtakanna „útvarp“, „hljóðvarp“ og „sjónvarp“ og fólk vísaði t.d. gjarna til „gufunnar“ eða jafnvel „gömlu gufunnar“ hvort sem rætt var um efni í hljóðvarpi eða sjónvarpi. Vissulega á kært barn mörg nöfn – en þetta þótti óheppilegt. Að auki var þó nokkur vandræðagangur á notkun þeirra myndrænu kennimerkja sem tákna þessa ólíku miðla en slíkt þykir ekki gott í nútíma fyrirtæki – þótt gamalt sé og gróið. Til þess að komast að því hvernig þjóðin, eigendur RÚV, notuðu þessi hugtök voru gerðar þrjár Capacent/Gallup kannanir í september og október 2010. Þar kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti svarenda notaði samheitið „RÚV“ fyrir bæði sjónvarp og útvarp. Þegar spurt var t.d. „Á hvaða sjónvarpsstöð er Kastljósið?” svaraði tæplega 90% „RÚV“ – og þegar spurt var um kennimerki sjónvarpsins tengdu langflestir það við RÚV í heild en fáir við sjónvarpið sérstaklega. Þessar niðurstöður voru ræddar í þaula á fundum bæði stjórnar og starfsmanna og niðurstaðan var sú að nota í næstu framtíð hugtakið RÚV fyrir alla miðla Ríkisútvarpsins og laga framsetninguna þannig að almennri málnotkun þjóðarinnar. Stjórn RÚV fól útvarpsstjóra að fylgja þessari ákvörðun eftir. Það er því ekki við útvarpsstjóra einan að sakast heldur þjóðina sjálfa samkvæmt niðurstöðu Gallupkönnunarinnar, mikinn meirihluta starfsmannanna og einróma niðurstöðu stjórnarinnar. Auk þessa má benda á að allir ríkisfjölmiðlar í Evrópu nota skammstafanir af þessu tagi og aðgreina síðan ólíka miðla sína, t.d. með tölum líka, eins og þeir þekkja sem fylgjast með erlendum sjónvarps- og hljóðvarpsrásum. Í pistli Eiðs Guðnasonar var m.a. bent á að ekkert finnst þegar leitað er eftir orðinu Ríkisútvarp á ja.is. Þessi ábending er vel þegin, og sú handvömm verður leiðrétt nú þegar. Pistill hans er einnig gott tilefni til að minna á það frábæra starf sem sinnt er í RÚV þrátt fyrir ýmsar hremmingar á síðustu árum. Þar er sannarlega leitast við að sinna þeirri skyldu ríkisútvarps að mennta, fræða og skemmta og þarf varla annað en að vísa til íslenska kvikmyndasumarsins þar sem landsmenn hafa átt þess kost að sjá heima í stofu 34 íslenskar kvikmyndir, eða glæsilegt afrek útvarpsleikhússins undir stjórn Viðars Eggertssonar sem hlotið hefur fjölda tilnefninga og viðurkenninga á alþjóðlegum vettvangi. Um þessar mundir eru líka að hefja göngu sína margir nýir þættir bæði í útvarpi og sjónvarpi sem vonandi falla sem flestum í geð auk þess sem sígilt íslenskt efni á borð við Útsvar og Landann í sjónvarpi, Víðsjá, morgunútvarp, sunnudagsleikrit og útvarpssögur í hljóðvarpi verða áfram á dagskrá. Það er að sjálfsögðu sárt að einhverjir, þar á meðal Eiður, séu leiðir yfir því að hugtakið Ríkisútvarp hafi vikið fyrir skammstöfuninni „RÚV“ í almennri framsetningu af hálfu félagsins. Vonandi eiga þessi fyrrverandi starfsmaður og aðrir eftir að sætta sig við þá breytingu þegar fram líða stundir og njóta vel þeirrar vönduðu dagskrár sem allir miðlar RÚV bjóða upp á. Það er líka einlæg von mín að hann og aðrir átti sig á því að það er stjórn RÚV sem ræður úrslitum þegar á hólminn er komið en ekki útvarpsstjórinn einn þótt hann sé allra góðra gjalda verður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa margir tekið eftir því að núorðið er jafnan vísað til Ríkisútvarpsins með skammstöfuninni RÚV í kynningu á efni í miðlum félagsins, á vefsíðu þess og víðar. Þetta ræða menn og telja sumir að verið sé að útrýma hugtakinu Ríkisútvarp. Það er mikill misskilningur enda sjá og heyra glöggir notendur miðla RÚV að ekki er öllu dagskrárgerðarfólki þetta nýmæli tamt og það notar þá að sjálfsögðu það hugtak sem því fellur betur. Vangaveltur um nafngiftina komu meðal annars fram í pistli Eiðs Guðnasonar nýlega, en hann telur útvarpsstjóra hafa staðið einan að þessari breytingu. Nú er rétt að útskýra fyrir þeim sem velta þessu fyrir sér að þessi hógværa breyting er gerð að vandlega yfirveguðu ráði. Um langt skeið hafði ríkt talsverð ósamkvæmni og ruglingur í því hvernig fjallað var um Ríkisútvarpið og miðla þess, hljóðvarpið (sem hefur tvær rásir), sjónvarpið og vefinn bæði í RÚV og öðrum miðlum. Mikill ruglingur var á notkun hugtakanna „útvarp“, „hljóðvarp“ og „sjónvarp“ og fólk vísaði t.d. gjarna til „gufunnar“ eða jafnvel „gömlu gufunnar“ hvort sem rætt var um efni í hljóðvarpi eða sjónvarpi. Vissulega á kært barn mörg nöfn – en þetta þótti óheppilegt. Að auki var þó nokkur vandræðagangur á notkun þeirra myndrænu kennimerkja sem tákna þessa ólíku miðla en slíkt þykir ekki gott í nútíma fyrirtæki – þótt gamalt sé og gróið. Til þess að komast að því hvernig þjóðin, eigendur RÚV, notuðu þessi hugtök voru gerðar þrjár Capacent/Gallup kannanir í september og október 2010. Þar kom í ljós að yfirgnæfandi meirihluti svarenda notaði samheitið „RÚV“ fyrir bæði sjónvarp og útvarp. Þegar spurt var t.d. „Á hvaða sjónvarpsstöð er Kastljósið?” svaraði tæplega 90% „RÚV“ – og þegar spurt var um kennimerki sjónvarpsins tengdu langflestir það við RÚV í heild en fáir við sjónvarpið sérstaklega. Þessar niðurstöður voru ræddar í þaula á fundum bæði stjórnar og starfsmanna og niðurstaðan var sú að nota í næstu framtíð hugtakið RÚV fyrir alla miðla Ríkisútvarpsins og laga framsetninguna þannig að almennri málnotkun þjóðarinnar. Stjórn RÚV fól útvarpsstjóra að fylgja þessari ákvörðun eftir. Það er því ekki við útvarpsstjóra einan að sakast heldur þjóðina sjálfa samkvæmt niðurstöðu Gallupkönnunarinnar, mikinn meirihluta starfsmannanna og einróma niðurstöðu stjórnarinnar. Auk þessa má benda á að allir ríkisfjölmiðlar í Evrópu nota skammstafanir af þessu tagi og aðgreina síðan ólíka miðla sína, t.d. með tölum líka, eins og þeir þekkja sem fylgjast með erlendum sjónvarps- og hljóðvarpsrásum. Í pistli Eiðs Guðnasonar var m.a. bent á að ekkert finnst þegar leitað er eftir orðinu Ríkisútvarp á ja.is. Þessi ábending er vel þegin, og sú handvömm verður leiðrétt nú þegar. Pistill hans er einnig gott tilefni til að minna á það frábæra starf sem sinnt er í RÚV þrátt fyrir ýmsar hremmingar á síðustu árum. Þar er sannarlega leitast við að sinna þeirri skyldu ríkisútvarps að mennta, fræða og skemmta og þarf varla annað en að vísa til íslenska kvikmyndasumarsins þar sem landsmenn hafa átt þess kost að sjá heima í stofu 34 íslenskar kvikmyndir, eða glæsilegt afrek útvarpsleikhússins undir stjórn Viðars Eggertssonar sem hlotið hefur fjölda tilnefninga og viðurkenninga á alþjóðlegum vettvangi. Um þessar mundir eru líka að hefja göngu sína margir nýir þættir bæði í útvarpi og sjónvarpi sem vonandi falla sem flestum í geð auk þess sem sígilt íslenskt efni á borð við Útsvar og Landann í sjónvarpi, Víðsjá, morgunútvarp, sunnudagsleikrit og útvarpssögur í hljóðvarpi verða áfram á dagskrá. Það er að sjálfsögðu sárt að einhverjir, þar á meðal Eiður, séu leiðir yfir því að hugtakið Ríkisútvarp hafi vikið fyrir skammstöfuninni „RÚV“ í almennri framsetningu af hálfu félagsins. Vonandi eiga þessi fyrrverandi starfsmaður og aðrir eftir að sætta sig við þá breytingu þegar fram líða stundir og njóta vel þeirrar vönduðu dagskrár sem allir miðlar RÚV bjóða upp á. Það er líka einlæg von mín að hann og aðrir átti sig á því að það er stjórn RÚV sem ræður úrslitum þegar á hólminn er komið en ekki útvarpsstjórinn einn þótt hann sé allra góðra gjalda verður.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun