Karlmaður um þrítugt hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun og til að greiða stúlku 700 þúsund í skaðabætur.
Maðurinn réðst að stúlkunni þar sem hún var að kasta af sér vatni á Austurvelli og stakk fingrum í endaþarm hennar.
Vinur og vinkona stúlkunnar veittu manninum eftirför en hann ók burt á leigubíl. Hann var handtekinn í kjölfarið. Maðurinn sagðist við yfirheyrslur hafa verið að fá útrás fyrir reiði með háttsemi sinni.- jss/ þeb
