Skylda okkar að vinna í Útsvari 29. september 2011 04:45 Ómar Stefánsson Bæjarfulltrúinn segir lið Kópavogs undanfarin tvö ár hafa verið skipuð hálfdrættingum. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég ætlast til þess að fólk vinni keppnina,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi, sem leggur mikla áherslu á sigur bæjarins í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu. Til að undirstrika þunga málsins lagði Ómar fram sérstaka bókun á síðasta bæjarráðsfundi. „Það er mikilvægt að í Útsvarslið Kópavogs verði valið fólk sem vill sigra en ekki bara taka þátt. Legg því til að auglýst verði eftir ábendingum frá Kópavogsbúum í tilvonandi sigurlið bæjarins,“ bókaði Ómar. Reyndar kom í ljós eftir bæjarráðsfundinn að Útsvarslið Kópavogs hafði þegar verið mannað. „Þetta er víst úrvalslið núna og ég hef heyrt að það stundi stífar æfingar. Ég hef meiri væntingar til þess en að HK verði Íslandsmeistari í handbolta,“ segir Ómar. Kópavogur vann Útsvarskeppnina tvö fyrstu árin en næstu tvö árin þar á eftir ekki. „Þetta voru hálfdrættingar og fengu ekki fullan hlut,“ lýsir Ómar Útsvarsliði Kópavogs síðustu tvö árin. Hann segir hins vegar að knattspyrnulið Breiðabliks hafi haldið uppi heiðri bæjarins undanfarin tvö ár með því að vinna fyrst bikarmeistaratitil og síðan Íslandsmeistaratitil í fyrra. Í ár sé slíku ekki að heilsa. „Kópavogur er nafli alheimsins og það er ábyrg skylda okkar að minna á okkur reglulega. Við erum alltaf bestir í einhverju á hverju ári,“ segir Ómar Stefánsson.- gar Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
„Ég ætlast til þess að fólk vinni keppnina,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi, sem leggur mikla áherslu á sigur bæjarins í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu. Til að undirstrika þunga málsins lagði Ómar fram sérstaka bókun á síðasta bæjarráðsfundi. „Það er mikilvægt að í Útsvarslið Kópavogs verði valið fólk sem vill sigra en ekki bara taka þátt. Legg því til að auglýst verði eftir ábendingum frá Kópavogsbúum í tilvonandi sigurlið bæjarins,“ bókaði Ómar. Reyndar kom í ljós eftir bæjarráðsfundinn að Útsvarslið Kópavogs hafði þegar verið mannað. „Þetta er víst úrvalslið núna og ég hef heyrt að það stundi stífar æfingar. Ég hef meiri væntingar til þess en að HK verði Íslandsmeistari í handbolta,“ segir Ómar. Kópavogur vann Útsvarskeppnina tvö fyrstu árin en næstu tvö árin þar á eftir ekki. „Þetta voru hálfdrættingar og fengu ekki fullan hlut,“ lýsir Ómar Útsvarsliði Kópavogs síðustu tvö árin. Hann segir hins vegar að knattspyrnulið Breiðabliks hafi haldið uppi heiðri bæjarins undanfarin tvö ár með því að vinna fyrst bikarmeistaratitil og síðan Íslandsmeistaratitil í fyrra. Í ár sé slíku ekki að heilsa. „Kópavogur er nafli alheimsins og það er ábyrg skylda okkar að minna á okkur reglulega. Við erum alltaf bestir í einhverju á hverju ári,“ segir Ómar Stefánsson.- gar
Fréttir Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira