Að velja fyrirmynd 29. september 2011 06:00 Mánudaginn 19. september birti Fréttablaðið grein sem bar fyrirsögnina: Spara má mikið fé hjá ferðaþjónustu fatlaðra. Greinin segir frá hugmyndum Framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að nýta hagkvæmni stærðarinnar og sameinast í útboði á ferðaþjónustu við fatlaða. Frétt þessi hefur komið á miklu hugarróti hjá þeim er þurfa að treysta á þessa þjónustu, sem ekki var beysin fyrir, en með því að bera sig saman við Kópavog er versta fyrirmyndin sem hugsast getur tekin. Töluvert er kvartað yfir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en ekkert sveitarfélag fær jafn slæma útreið og Kópavogur, sem greinilega veitir verstu þjónustuna. Ekki er hægt að treysta á að bílarnir séu á þeim tíma sem óskað var eftir, auk þess sem stundum er smalað í bílana án tillits til hvert viðkomandi eru að fara. Það er greinilegt að með því að vera með lægsta tilboðið eru viðskiptavinirnir látnir líða fyrir lélega bíla og slæma þjónustu. Það er alveg augljóst fyrir þá sem til þekkja að bæði er hægt að spara og auka við þjónustuna. Benda má á samning Reykjavíkurborgar, Blindrafélagsins og Hreyfils-Bæjarleiðir. Sambærilegan samning mætti gera fyrir þá sem geta notað minni bíla, t.d. sem geta gengið, eða að minnsta kosti staðið upp til að færa sig úr stól í bíl. Fjölmargir sem nú nota þessa þjónustu þurfa ekki þessa stóru bíla, heldur þurfa að treysta á að vera sóttir á ákveðinn stað (heimili) og fluttir þangað sem þeir eru að fara (vinnu eða skóla). Framkvæmdahópurinn leggur til að halda sameiginlegt útboð í nóvember. Forsendurnar verða m.a. að þjónustan versni ekki og að fulltrúar hagsmunaaðila verði sáttir við þá lausn. Auk þess verði skoðað hvernig fatlaðir geti í ríkari mæli notfært sér almenningssamgöngur. Hreyfihamlaðir hafa bent á það í mörg ár að með því að gera strætisvagnana aðgengilega öllum mætti létta á ferðaþjónustunni. Vandinn er sá að þó að komnir séu nokkrir aðgengilegir vagnar er aldrei hægt að treysta á að slíkur vagn sé á ferðinni þegar á þarf að halda. Byrja mætti með því að hafa ákveðnar leiðir aðgengilegar og fjölga þeim síðan eftir því sem vagnaflotinn stækkaði. Eitt er alveg ljóst. Takmörkuð þjónusta verður ekki bætt með útboði án þess að gera verulegar breytingar, ef ekki á að skerða þjónustuna sem fyrir er. Það hefur sýnt sig að þeir sem gera tilboð í þessa þjónustu eru fyrst og fremst að hugsa um ágóðann en ekki bætta þjónustu, enda ekki um sjálfboðaliðastarf að ræða. Þetta er þjónusta sem á að vera á höndum hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. Öryrkjabandalag Íslands er reiðubúið að vinna að góðum lausnum fyrir þá sem ekki geta notað almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti mótmælir ÖBÍ því harðlega að ráðskast sé með þjónustu við fatlað fólk án þess að ræða fyrst við hagsmunasamtök þeirra. Ekkert um okkur án okkar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Mánudaginn 19. september birti Fréttablaðið grein sem bar fyrirsögnina: Spara má mikið fé hjá ferðaþjónustu fatlaðra. Greinin segir frá hugmyndum Framkvæmdahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að nýta hagkvæmni stærðarinnar og sameinast í útboði á ferðaþjónustu við fatlaða. Frétt þessi hefur komið á miklu hugarróti hjá þeim er þurfa að treysta á þessa þjónustu, sem ekki var beysin fyrir, en með því að bera sig saman við Kópavog er versta fyrirmyndin sem hugsast getur tekin. Töluvert er kvartað yfir ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en ekkert sveitarfélag fær jafn slæma útreið og Kópavogur, sem greinilega veitir verstu þjónustuna. Ekki er hægt að treysta á að bílarnir séu á þeim tíma sem óskað var eftir, auk þess sem stundum er smalað í bílana án tillits til hvert viðkomandi eru að fara. Það er greinilegt að með því að vera með lægsta tilboðið eru viðskiptavinirnir látnir líða fyrir lélega bíla og slæma þjónustu. Það er alveg augljóst fyrir þá sem til þekkja að bæði er hægt að spara og auka við þjónustuna. Benda má á samning Reykjavíkurborgar, Blindrafélagsins og Hreyfils-Bæjarleiðir. Sambærilegan samning mætti gera fyrir þá sem geta notað minni bíla, t.d. sem geta gengið, eða að minnsta kosti staðið upp til að færa sig úr stól í bíl. Fjölmargir sem nú nota þessa þjónustu þurfa ekki þessa stóru bíla, heldur þurfa að treysta á að vera sóttir á ákveðinn stað (heimili) og fluttir þangað sem þeir eru að fara (vinnu eða skóla). Framkvæmdahópurinn leggur til að halda sameiginlegt útboð í nóvember. Forsendurnar verða m.a. að þjónustan versni ekki og að fulltrúar hagsmunaaðila verði sáttir við þá lausn. Auk þess verði skoðað hvernig fatlaðir geti í ríkari mæli notfært sér almenningssamgöngur. Hreyfihamlaðir hafa bent á það í mörg ár að með því að gera strætisvagnana aðgengilega öllum mætti létta á ferðaþjónustunni. Vandinn er sá að þó að komnir séu nokkrir aðgengilegir vagnar er aldrei hægt að treysta á að slíkur vagn sé á ferðinni þegar á þarf að halda. Byrja mætti með því að hafa ákveðnar leiðir aðgengilegar og fjölga þeim síðan eftir því sem vagnaflotinn stækkaði. Eitt er alveg ljóst. Takmörkuð þjónusta verður ekki bætt með útboði án þess að gera verulegar breytingar, ef ekki á að skerða þjónustuna sem fyrir er. Það hefur sýnt sig að þeir sem gera tilboð í þessa þjónustu eru fyrst og fremst að hugsa um ágóðann en ekki bætta þjónustu, enda ekki um sjálfboðaliðastarf að ræða. Þetta er þjónusta sem á að vera á höndum hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. Öryrkjabandalag Íslands er reiðubúið að vinna að góðum lausnum fyrir þá sem ekki geta notað almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Aftur á móti mótmælir ÖBÍ því harðlega að ráðskast sé með þjónustu við fatlað fólk án þess að ræða fyrst við hagsmunasamtök þeirra. Ekkert um okkur án okkar!
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar