Óásættanlegt að bregðast ekki við 30. september 2011 07:00 Viðkvæmt Mál stúlkunnar hefur velkst í kerfinu mánuðum saman. Nú er svo komið að foreldrar hennar vilja ekki lengur senda hana í skólann.Fréttablaðið/gva Lögmaður foreldra sem tekið hafa unga dóttur sína úr skóla á Akranesi segir óásættanlegt ef yfirvöld í bænum ætla ekki að taka á málinu. Í skólanum hefur telpan reglulega hitt unglingspilt sem nýlega kom í ljós að hefur brotið gegn henni kynferðislega. „Nú veit ég ekki nákvæmlega með hvaða hætti skóla- og bæjaryfirvöld ætla að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir, lögmaður hjónanna. „Aðgerðaleysi hlýtur hins vegar að vera óásættanlegt í svona málum. Það blasir við.“ Foreldrarnir eru afar ósáttir við viðbrögð skólans og bæjaryfirvalda, sem hafa hafnað ósk þeirra um að drengurinn verði færður í annan skóla með þeim rökum að það sé ekki heimilt þar sem drengurinn hafi ekki brotið agareglur skólans. Hann verði því ekki færður nema með samþykki foreldra sinna. Foreldrar drengsins vísa hins vegar í mat sálfræðings sonar síns, sem ekki hafi mælt með flutningi hans á milli skóla. Þess vegna leggist þau gegn því. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. En það er brýnt að félagsmálayfirvöld í samráði við skólann komist að viðunandi niðurstöðu þannig að tryggt sé að stúlkan geti stundað skólann með sama hætti og áður,“ segir Halldóra. Hún segir jafnframt að skólayfirvöld verði að hlutast til um að telpan fái nauðsynlega aðstoð og að fylgst verði með líðan hennar í skólanum á komandi mánuðum. „Það er mjög óheppilegt að foreldrar stúlkunnar þurfi að grípa til örþrifaráða á borð við það að taka hana úr skólanum. Skóla- og félagsmálayfirvöld hljóta að vilja koma í veg fyrir slíkar málalyktir.“ Foreldrar telpunnar fullyrða að skólastjórinn hafi lofað þeim því að tryggt yrði að dóttir þeirra mundi ekki hitta drenginn í mötuneytinu eða í frímínútum. Þá hafi telpunni verið lofað stuðningsfulltrúa til að fylgja henni á milli staða í skólanum. Við þetta hafi hins vegar ekki verið staðið. Að sögn föðurins hefur dóttir hans jafnvel setið á næsta borði við drenginn í nokkur skipti á matmálstíma. Málið hefur velkst í kerfinu síðan í fyrravetur og meðal annars komið inn á borð menntamálaráðuneytisins, sem hefur ekki séð ástæðu til að grípa inn í. Í tölvubréfi sem Árni Múli Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, sendi foreldrum telpunnar í júlí segir hann bæjaryfirvöld vilja fá að útbúa skriflega greinargerð um málið áður en foreldrarnir grípi til frekari aðgerða. „Þið getið þá metið stöðuna með hliðsjón af því sem þar kemur fram og ef ykkur sýnist rétt getið þið skotið málinu til umfjöllunar hjá fjölskylduráði […] og/eða leitað með málið til annarra málskotsaðila ef ekki fæst niðurstaða hjá Akraneskaupstað sem þið getið sætt ykkur við.“ Foreldrarnir fullyrða hins vegar að greinargerðin sem Árni Múli vísar til í bréfi sínu hafi aldrei skilað sér. Árni Múli vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það vildi skólastjóri skólans ekki heldur og bar við trúnaði um málefni nemenda. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Lögmaður foreldra sem tekið hafa unga dóttur sína úr skóla á Akranesi segir óásættanlegt ef yfirvöld í bænum ætla ekki að taka á málinu. Í skólanum hefur telpan reglulega hitt unglingspilt sem nýlega kom í ljós að hefur brotið gegn henni kynferðislega. „Nú veit ég ekki nákvæmlega með hvaða hætti skóla- og bæjaryfirvöld ætla að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin,“ segir Halldóra Þorsteinsdóttir, lögmaður hjónanna. „Aðgerðaleysi hlýtur hins vegar að vera óásættanlegt í svona málum. Það blasir við.“ Foreldrarnir eru afar ósáttir við viðbrögð skólans og bæjaryfirvalda, sem hafa hafnað ósk þeirra um að drengurinn verði færður í annan skóla með þeim rökum að það sé ekki heimilt þar sem drengurinn hafi ekki brotið agareglur skólans. Hann verði því ekki færður nema með samþykki foreldra sinna. Foreldrar drengsins vísa hins vegar í mat sálfræðings sonar síns, sem ekki hafi mælt með flutningi hans á milli skóla. Þess vegna leggist þau gegn því. „Þetta er auðvitað mjög erfitt og viðkvæmt mál. En það er brýnt að félagsmálayfirvöld í samráði við skólann komist að viðunandi niðurstöðu þannig að tryggt sé að stúlkan geti stundað skólann með sama hætti og áður,“ segir Halldóra. Hún segir jafnframt að skólayfirvöld verði að hlutast til um að telpan fái nauðsynlega aðstoð og að fylgst verði með líðan hennar í skólanum á komandi mánuðum. „Það er mjög óheppilegt að foreldrar stúlkunnar þurfi að grípa til örþrifaráða á borð við það að taka hana úr skólanum. Skóla- og félagsmálayfirvöld hljóta að vilja koma í veg fyrir slíkar málalyktir.“ Foreldrar telpunnar fullyrða að skólastjórinn hafi lofað þeim því að tryggt yrði að dóttir þeirra mundi ekki hitta drenginn í mötuneytinu eða í frímínútum. Þá hafi telpunni verið lofað stuðningsfulltrúa til að fylgja henni á milli staða í skólanum. Við þetta hafi hins vegar ekki verið staðið. Að sögn föðurins hefur dóttir hans jafnvel setið á næsta borði við drenginn í nokkur skipti á matmálstíma. Málið hefur velkst í kerfinu síðan í fyrravetur og meðal annars komið inn á borð menntamálaráðuneytisins, sem hefur ekki séð ástæðu til að grípa inn í. Í tölvubréfi sem Árni Múli Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, sendi foreldrum telpunnar í júlí segir hann bæjaryfirvöld vilja fá að útbúa skriflega greinargerð um málið áður en foreldrarnir grípi til frekari aðgerða. „Þið getið þá metið stöðuna með hliðsjón af því sem þar kemur fram og ef ykkur sýnist rétt getið þið skotið málinu til umfjöllunar hjá fjölskylduráði […] og/eða leitað með málið til annarra málskotsaðila ef ekki fæst niðurstaða hjá Akraneskaupstað sem þið getið sætt ykkur við.“ Foreldrarnir fullyrða hins vegar að greinargerðin sem Árni Múli vísar til í bréfi sínu hafi aldrei skilað sér. Árni Múli vildi ekki tjá sig um málið í gær. Það vildi skólastjóri skólans ekki heldur og bar við trúnaði um málefni nemenda. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira