Hafnfirsku veiðifélagi helst illa á sófasettum 30. september 2011 06:00 Við djúpavatn Einhvers staðar situr nú einhver í íburðarmiklu en illa fengnu ítölsku sófasetti sem þar til um síðustu helgi var helsta stofustássið í húsi Stangveiðifélags Hafnarfjarðar við Djúpavatn á Reykjanesi.mYND/hALLDÓR gUNNARSSON „Koníaksbrúnu, vönduðu leðursófasetti var stolið frá okkur,“ segir Hans Unnþór Ólason, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar (SVH), sem um helgina varð fyrir barðinu á þjófum sem heimsóttu veiðihús félagsins við Djúpavatn. Ekki er lengra síðan en í fyrra að öðru leðursófasetti var stolið úr einu veiðihúsa Stangveiðifélags Hafnarfjarðar. Það var við Hlíðarvatn. „Það var notað, flöskugrænt sófasett – alveg forljótt. Ég hélt við værum örugg því enginn myndi vilja grænt sófasett en það var nú samt tekið,“ segir Vilborg Reynisdóttir, gjaldkeri félagsins og má glöggt heyra að gjaldkeranum blöskrar smekkleysi þjófanna sem voru á ferð við Hlíðarvatn í fyrra. Sófasettið í veiðihúsinu við Hlíðarvatn var keypt notað en það sem var í Djúpavatni var að sögn Hans keypt nýtt út úr búð og það var dýrt jafnvel þótt afsláttur hafi fengist. Veiðifélagið fær engar tryggingarbætur þar sem lykill fyrir veiðimenn er geymdur við húsið. Alvanalegt er að veiðihús séu ólæst á sumrin. „Þetta er því tilfinnanlegt tjón fyrir okkur,“ segir Hans. Vilborg segir hrikalegt að menn geti einfaldlega valsað um og tekið hluti ófrjálsri hendi. „Þeir hafa þurft að vera sterkir og með stóran bíl. Þetta sófasett í Djúpavatni var þannig að ég hélt að það þyrfti að rífa húsið til að koma því inn, það var svo stórt,“ segir hún. Þjófnaðurinn úr húsinu við Djúpavatn uppgötvaðist á þriðjudag þegar umsjónarmaður fór til að ganga frá veiðihúsinu fyrir veturinn. „Hann kom að opnum svaladyrunum með gardínurnar blaktandi út,“ segir Vilborg sem kveður síðast vitað um mannaferðir þar áður við húsið á fimmtudaginn í síðustu viku. Djúpavatn er vestan við Sveifluháls á Reykjanesi. Hans segir það nánast árvisst að farið sé inn í veiðihús sem ýmis félög eru með við Hlíðarvatn. „Þeir hafa jafnvel stolið hnífaparabökkunum úr skúffunum og mjólkurglösum úr skápunum. En það er langt síðan við höfum lent í svona hremmingum í Djúpavatni. Tvisvar sinnum var húsið þó nánast tæmt. Þá voru teknir ofnar, eldavélar og sófar – allur pakkinn.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
„Koníaksbrúnu, vönduðu leðursófasetti var stolið frá okkur,“ segir Hans Unnþór Ólason, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar (SVH), sem um helgina varð fyrir barðinu á þjófum sem heimsóttu veiðihús félagsins við Djúpavatn. Ekki er lengra síðan en í fyrra að öðru leðursófasetti var stolið úr einu veiðihúsa Stangveiðifélags Hafnarfjarðar. Það var við Hlíðarvatn. „Það var notað, flöskugrænt sófasett – alveg forljótt. Ég hélt við værum örugg því enginn myndi vilja grænt sófasett en það var nú samt tekið,“ segir Vilborg Reynisdóttir, gjaldkeri félagsins og má glöggt heyra að gjaldkeranum blöskrar smekkleysi þjófanna sem voru á ferð við Hlíðarvatn í fyrra. Sófasettið í veiðihúsinu við Hlíðarvatn var keypt notað en það sem var í Djúpavatni var að sögn Hans keypt nýtt út úr búð og það var dýrt jafnvel þótt afsláttur hafi fengist. Veiðifélagið fær engar tryggingarbætur þar sem lykill fyrir veiðimenn er geymdur við húsið. Alvanalegt er að veiðihús séu ólæst á sumrin. „Þetta er því tilfinnanlegt tjón fyrir okkur,“ segir Hans. Vilborg segir hrikalegt að menn geti einfaldlega valsað um og tekið hluti ófrjálsri hendi. „Þeir hafa þurft að vera sterkir og með stóran bíl. Þetta sófasett í Djúpavatni var þannig að ég hélt að það þyrfti að rífa húsið til að koma því inn, það var svo stórt,“ segir hún. Þjófnaðurinn úr húsinu við Djúpavatn uppgötvaðist á þriðjudag þegar umsjónarmaður fór til að ganga frá veiðihúsinu fyrir veturinn. „Hann kom að opnum svaladyrunum með gardínurnar blaktandi út,“ segir Vilborg sem kveður síðast vitað um mannaferðir þar áður við húsið á fimmtudaginn í síðustu viku. Djúpavatn er vestan við Sveifluháls á Reykjanesi. Hans segir það nánast árvisst að farið sé inn í veiðihús sem ýmis félög eru með við Hlíðarvatn. „Þeir hafa jafnvel stolið hnífaparabökkunum úr skúffunum og mjólkurglösum úr skápunum. En það er langt síðan við höfum lent í svona hremmingum í Djúpavatni. Tvisvar sinnum var húsið þó nánast tæmt. Þá voru teknir ofnar, eldavélar og sófar – allur pakkinn.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira