Græna hagkerfið verður eflt 30. september 2011 05:00 Grænt hagkerfi Meðal tillagna nefndarinnar er að Ísland verði kynnt sem grænt hagkerfi fyrir kaupendum vöru og þjónustu, fjárfestum og ferðamönnum. Fréttablaðið/valli Skúli Helgason Íslenskt atvinnulíf hefur fjölmörg sóknarfæri á sviði grænnar atvinnusköpunar. Þetta er niðurstaða nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í gær. „Það er kannski meginniðurstaða nefndarinnar að það er ekki svo að við getum litið á umhverfisvernd og atvinnusköpun sem andstæður,“ sagði Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær, en hann veitti nefndinni formennsku. „Við teljum að það séu allar forsendur til staðar til að Ísland geti skipað sér í fremstu röð þjóða sem grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni,“ sagði Skúli. Í skýrslunni eru kynntar 48 tillögur um eflingu græna hagkerfisins. Í framhaldinu er stefnt að því að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun sem byggir á tillögunum. Nefndin leggur áherslu á að stjórnvöld stuðli að þróun græns hagkerfis með hagrænum hvötum og örvun fjárfestingar í vistvænni atvinnustarfsemi, en ekki með boðum og bönnum. Þá er stefnt að því að hið opinbera verði fyrirmynd þegar kemur að vistvænum starfsháttum. Af tillögunum má nefna að svokallaður framfarastuðull (GPI), sem tekur meðal annars tillit til þess þegar gengið er á takmarkaðar auðlindir, verði framvegis reiknaður fyrir íslenska hagkerfið og birtur samhliða vergri landsframleiðslu. Þá verði hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkisins aukið verulega á næstu árum og í auknum mæli stuðst við mengunargjöld til tekjuöflunar ríkisins. Þó án þess að heildarskattheimta aukist. Auk Skúla sátu í nefndinni þingmennirnir Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, sem tók sæti í nefndinni fyrir hönd Framsóknarflokksins en er nú óháður þingmaður. Aðrir nefndarmenn voru Arna Lára Jónsdóttir og Dofri Hermannsson fyrir Samfylkinguna, Bergur Sigurðsson og Salvör Jónsdóttir fyrir Vinstri græna, Guðmundur Ragnar Guðmundsson fyrir Hreyfinguna, og Guðný Káradóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í bókunum sem fylgja skýrslunni gerði Illugi fyrirvara við nokkrar af tillögum nefndarinnar. Á blaðamannafundinum sagði hann fyrirvarana þó ekki snerta þá grunnhugsun sem lægi að baki skýrslunni. Auk þess bókaði Guðmundur Ragnar að hann hefði viljað sjá meira afgerandi tillögur frá nefndinni. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Skúli Helgason Íslenskt atvinnulíf hefur fjölmörg sóknarfæri á sviði grænnar atvinnusköpunar. Þetta er niðurstaða nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í gær. „Það er kannski meginniðurstaða nefndarinnar að það er ekki svo að við getum litið á umhverfisvernd og atvinnusköpun sem andstæður,“ sagði Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær, en hann veitti nefndinni formennsku. „Við teljum að það séu allar forsendur til staðar til að Ísland geti skipað sér í fremstu röð þjóða sem grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni,“ sagði Skúli. Í skýrslunni eru kynntar 48 tillögur um eflingu græna hagkerfisins. Í framhaldinu er stefnt að því að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun sem byggir á tillögunum. Nefndin leggur áherslu á að stjórnvöld stuðli að þróun græns hagkerfis með hagrænum hvötum og örvun fjárfestingar í vistvænni atvinnustarfsemi, en ekki með boðum og bönnum. Þá er stefnt að því að hið opinbera verði fyrirmynd þegar kemur að vistvænum starfsháttum. Af tillögunum má nefna að svokallaður framfarastuðull (GPI), sem tekur meðal annars tillit til þess þegar gengið er á takmarkaðar auðlindir, verði framvegis reiknaður fyrir íslenska hagkerfið og birtur samhliða vergri landsframleiðslu. Þá verði hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkisins aukið verulega á næstu árum og í auknum mæli stuðst við mengunargjöld til tekjuöflunar ríkisins. Þó án þess að heildarskattheimta aukist. Auk Skúla sátu í nefndinni þingmennirnir Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, sem tók sæti í nefndinni fyrir hönd Framsóknarflokksins en er nú óháður þingmaður. Aðrir nefndarmenn voru Arna Lára Jónsdóttir og Dofri Hermannsson fyrir Samfylkinguna, Bergur Sigurðsson og Salvör Jónsdóttir fyrir Vinstri græna, Guðmundur Ragnar Guðmundsson fyrir Hreyfinguna, og Guðný Káradóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í bókunum sem fylgja skýrslunni gerði Illugi fyrirvara við nokkrar af tillögum nefndarinnar. Á blaðamannafundinum sagði hann fyrirvarana þó ekki snerta þá grunnhugsun sem lægi að baki skýrslunni. Auk þess bókaði Guðmundur Ragnar að hann hefði viljað sjá meira afgerandi tillögur frá nefndinni. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira