Betra fiskveiðistjórnunarkerfi til framtíðar Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis hefur verið með í umsagnarferli frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir á Alþingi sl. vor. Af umsögnum að dæma eru afar skiptar skoðanir um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar, fjölmargir umsagnaraðilar lýsa sig sammála þeim markmiðum sem sett eru fram í frumvarpinu en jafnframt kemur fram mikil andstaða við þær grundvallarbreytingar sem lagðar eru til á kerfinu og framsetningu frumvarpsins í heild. Það er því mat formanns og varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis að taka verði frumvarpið til gagngerrar endurskoðunar áður en það verður lagt fram að nýju á 140. löggjafarþingi sem hefst 1. október nk. NýtingarsamningarÓlína Þorvarðardóttir alþingismaðurVið endurgerð frumvarpsins þarf að búa svo um hnúta að gætt verði jafnræðis við gerð og úthlutun nýtingarsamninga og aflaheimilda, ekki síst með skilyrtum, opnum tilboðum. Jafnframt því sé atvinnuréttur sjávarbyggðanna til nýtingar sjávarauðlindarinnar tryggður. Nauðsynlegt er að opna enn frekar á milli nýtingasamninga og leiguhluta ríkisins þannig að kvótalitlar útgerðir geti sótt um nýtingasamninga og handhafar nýtingasamninga geti leigt tímabundnar aflaheimildir úr leigupotti. Tryggja þarf ríkinu rétt til að endurúthluta nýtingarsamningum eða leigja að nýju aflaheimildir gjaldþrota útgerðarfyrirtækja eða fyrirtækja sem hætta af öðrum orsökum. Þak verði sett á hlutdeildarkerfið og það brotið upp að einhverju marki. Nýliðun, atvinnusköpun, jafnræði Til að tryggja réttláta skiptingu fiskveiðiauðlindarinnar og nægjanlega nýliðun teljum við heppilegast að farin verði blönduð leið, þ.e. að hægt sé að bjóða í nýtingasamninga ásamt því að nægjanlegt framboð aflaheimilda sé í leigupotti ríkisins. Almenni leiguhlutinn þarf að aukast verulega og verða raunverulegur valkostur þar sem eðlileg verðmyndun aflaheimilda er tryggð. Jafnhliða þarf að stórefla strandveiðar. Þetta samanlagt teljum við að geti byggt upp möguleika nýliða til áframhaldandi fjárfestinga og atvinnuþátttöku í greininni auk þess sem það stuðlar að dreifðri eignaraðild. Í dag fá t.d. 50 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin úthlutað 84% af aflamarki þessa árs. ByggðaráðstafanirVið leggjum til að horfið verði frá hugmyndum um byggðapotta og þar með miðstýringarvaldi ráðherra hverju sinni við úthlutun byggðakvóta. Þess í stað verði leigupottur stækkaður nægilega til þess að verða raunhæfur valkostur á móti nýtingarsamningum. Aflaheimildir úr leigupotti teljum við rétt að svæðistengja og skilyrða við ákveðið lágmark aflaheimilda. Hafa verður hugfast að þó að horfið verði frá beinum byggðakvóta verður ríkið að geta brugðist við áföllum í atvinnumálum sjávarbyggða með samningum um ráðstöfun aflaheimilda til sveitarfélaga/fyrirtækja sem skilyrt væru til ákveðins tíma. Frjálsar strandveiðar í skilgreindri strandveiðihelgi Hugmynd okkar um stórefldar strandveiðar er sú að þær verði gefnar frjálsar innan skilgreindrar strandveiðihelgi með ströngum skilyrðum. ŸVeiðitímabilið verði sex mánuði ársins. ŸBátar minni en 15 brúttótonn. ŸTvær handfærarúllur um borð. ŸSkráður eigandi sigli bátnum og geri ekki út aðra báta jafnhliða. ŸVeitt verði 5 daga vikunnar. Aðrar takmarkanir teljum við óþarfar af hálfu löggjafans, því veður, vélarafl og náttúra munu sjá um að skilyrða veiðarnar innan þeirra marka sem löggjafinn reiknar með að falli undir þessar veiðar í aflaheimildum (þ.e. samanlagður byggða- og strandveiðikvóti). Þessar umhverfisvænu sjálfbæru veiðar myndu skila mörg hundruð störfum og stórauknum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. FiskvinnslaVið leggjum til að lögskyldað verði að bjóða allan óunninn fisk á innlendan markað og skilið verði milli veiða og vinnslu. Að þessu verði stefnt í áföngum þannig að vaxandi hluti fari á innanlandsmarkað uns t.d. 80% er náð. Þessi breyting gæti skapað um eitt þúsund störf. Tryggja verður að fiskvinnsla í landi og á sjó sitji við sama borð og búi við sambærilegt rekstrarumhverfi, og að allur afli skili sér að landi og sé nýttur í vinnslu. Brýnt er að áframhaldandi vinna við gerð nýs frumvarps um stjórn fiskveiða miði að þjóðfélagslega arðbærri og sanngjarnri nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Til grundvallar höfum við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, álit mannréttindanefndar SÞ, að ógleymdri tillögu stjórnlagaráðs um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Það er traustur grunnur að byggja á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðanir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis hefur verið með í umsagnarferli frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mælti fyrir á Alþingi sl. vor. Af umsögnum að dæma eru afar skiptar skoðanir um framtíðarskipan fiskveiðistjórnunar, fjölmargir umsagnaraðilar lýsa sig sammála þeim markmiðum sem sett eru fram í frumvarpinu en jafnframt kemur fram mikil andstaða við þær grundvallarbreytingar sem lagðar eru til á kerfinu og framsetningu frumvarpsins í heild. Það er því mat formanns og varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis að taka verði frumvarpið til gagngerrar endurskoðunar áður en það verður lagt fram að nýju á 140. löggjafarþingi sem hefst 1. október nk. NýtingarsamningarÓlína Þorvarðardóttir alþingismaðurVið endurgerð frumvarpsins þarf að búa svo um hnúta að gætt verði jafnræðis við gerð og úthlutun nýtingarsamninga og aflaheimilda, ekki síst með skilyrtum, opnum tilboðum. Jafnframt því sé atvinnuréttur sjávarbyggðanna til nýtingar sjávarauðlindarinnar tryggður. Nauðsynlegt er að opna enn frekar á milli nýtingasamninga og leiguhluta ríkisins þannig að kvótalitlar útgerðir geti sótt um nýtingasamninga og handhafar nýtingasamninga geti leigt tímabundnar aflaheimildir úr leigupotti. Tryggja þarf ríkinu rétt til að endurúthluta nýtingarsamningum eða leigja að nýju aflaheimildir gjaldþrota útgerðarfyrirtækja eða fyrirtækja sem hætta af öðrum orsökum. Þak verði sett á hlutdeildarkerfið og það brotið upp að einhverju marki. Nýliðun, atvinnusköpun, jafnræði Til að tryggja réttláta skiptingu fiskveiðiauðlindarinnar og nægjanlega nýliðun teljum við heppilegast að farin verði blönduð leið, þ.e. að hægt sé að bjóða í nýtingasamninga ásamt því að nægjanlegt framboð aflaheimilda sé í leigupotti ríkisins. Almenni leiguhlutinn þarf að aukast verulega og verða raunverulegur valkostur þar sem eðlileg verðmyndun aflaheimilda er tryggð. Jafnhliða þarf að stórefla strandveiðar. Þetta samanlagt teljum við að geti byggt upp möguleika nýliða til áframhaldandi fjárfestinga og atvinnuþátttöku í greininni auk þess sem það stuðlar að dreifðri eignaraðild. Í dag fá t.d. 50 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin úthlutað 84% af aflamarki þessa árs. ByggðaráðstafanirVið leggjum til að horfið verði frá hugmyndum um byggðapotta og þar með miðstýringarvaldi ráðherra hverju sinni við úthlutun byggðakvóta. Þess í stað verði leigupottur stækkaður nægilega til þess að verða raunhæfur valkostur á móti nýtingarsamningum. Aflaheimildir úr leigupotti teljum við rétt að svæðistengja og skilyrða við ákveðið lágmark aflaheimilda. Hafa verður hugfast að þó að horfið verði frá beinum byggðakvóta verður ríkið að geta brugðist við áföllum í atvinnumálum sjávarbyggða með samningum um ráðstöfun aflaheimilda til sveitarfélaga/fyrirtækja sem skilyrt væru til ákveðins tíma. Frjálsar strandveiðar í skilgreindri strandveiðihelgi Hugmynd okkar um stórefldar strandveiðar er sú að þær verði gefnar frjálsar innan skilgreindrar strandveiðihelgi með ströngum skilyrðum. ŸVeiðitímabilið verði sex mánuði ársins. ŸBátar minni en 15 brúttótonn. ŸTvær handfærarúllur um borð. ŸSkráður eigandi sigli bátnum og geri ekki út aðra báta jafnhliða. ŸVeitt verði 5 daga vikunnar. Aðrar takmarkanir teljum við óþarfar af hálfu löggjafans, því veður, vélarafl og náttúra munu sjá um að skilyrða veiðarnar innan þeirra marka sem löggjafinn reiknar með að falli undir þessar veiðar í aflaheimildum (þ.e. samanlagður byggða- og strandveiðikvóti). Þessar umhverfisvænu sjálfbæru veiðar myndu skila mörg hundruð störfum og stórauknum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. FiskvinnslaVið leggjum til að lögskyldað verði að bjóða allan óunninn fisk á innlendan markað og skilið verði milli veiða og vinnslu. Að þessu verði stefnt í áföngum þannig að vaxandi hluti fari á innanlandsmarkað uns t.d. 80% er náð. Þessi breyting gæti skapað um eitt þúsund störf. Tryggja verður að fiskvinnsla í landi og á sjó sitji við sama borð og búi við sambærilegt rekstrarumhverfi, og að allur afli skili sér að landi og sé nýttur í vinnslu. Brýnt er að áframhaldandi vinna við gerð nýs frumvarps um stjórn fiskveiða miði að þjóðfélagslega arðbærri og sanngjarnri nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar. Til grundvallar höfum við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, álit mannréttindanefndar SÞ, að ógleymdri tillögu stjórnlagaráðs um nýtt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Það er traustur grunnur að byggja á.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun