Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 17. nóvember 2025 11:01 Í flóknum heimi alþjóðaviðskipta geta ríki lent í tolladeilum þegar mismunandi hagsmunir rekast á. Slíkar deilur eru algengar í greinum þar sem mikil samkeppni ríkir, til dæmis í framleiðslu á hráefnum eins og kísilmálmi. Það er ekkert óeðlilegt við að ríki leitist við að vernda eigin efnahagslega hagsmuni. Slík hagsmunavörn er talin eðlilegur hluti af alþjóðlegri samkeppni og samvinnu, óháð stærð ríkja eða pólitískum samböndum þeirra. Það ætti ekki að koma á óvart að ríki sem tilheyra stærri efnahagsbandalögum njóta oft sameiginlegrar hagsmunavarnar en ríki utan slíkra bandalaga verja sína hagsmuni sjálfstætt. Í báðum tilvikum er grunnstefið það sama: ríki leitast við að tryggja stöðug viðskiptaskilyrði og jafnræði á mörkuðum. Mörgum Íslendingum finnst eðlilegt að við verndum okkar eigin innlendu framleiðslu með því að leggja á tolla og gjöld á innflutning sem telst vera í samkeppni við þá framleiðslu. Þetta er þá rökstutt með því að verið sé að tryggja fæðuöryggi og til að vernda innlend störf. Af hverju kemur það okkur þá á óvart að aðrar þjóðir skuli á sömu forsendum vernda sína eigin hagsmuni? Þjóðir eins og Spánverjar sem sumir benda á, eins og andstæðingar Evrópusambandsins, að séu með mun hærra atvinnuleysi en við. Tolladeilur eru yfirleitt leystar samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem setur ramma um aðgerðir sem eru heimilar og leiða til úrlausna. Þar er lögð áhersla á gagnsæi, samráð og lausn ágreinings með formlegum ferlum. Við gerum viðskipta- og varnarsamninga við erlend ríki til að vernda okkar hagsmuni en það leysir okkur ekki undan því hlutverki að vera sífellt á vaktinni. Það gerum við auðvitað best með því að vera í reglulegum samskiptum við þessar þjóðir og að eiga sæti við borðið þar sem samtölin fara fram og ákvarðanirnar eru teknar. Það þekkjum við hvað best á vettvangi NATO. Full aðild að Evrópusambandinu myndi einnig styrkja þetta hlutverk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og starfsfólk utanríkisráðuneytisins hefur staðið sig vel í að verja okkar hagsmuni gagnvart erlendum þjóðum. Ég treysti engum betur í þeirri hagsmunagæslu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í flóknum heimi alþjóðaviðskipta geta ríki lent í tolladeilum þegar mismunandi hagsmunir rekast á. Slíkar deilur eru algengar í greinum þar sem mikil samkeppni ríkir, til dæmis í framleiðslu á hráefnum eins og kísilmálmi. Það er ekkert óeðlilegt við að ríki leitist við að vernda eigin efnahagslega hagsmuni. Slík hagsmunavörn er talin eðlilegur hluti af alþjóðlegri samkeppni og samvinnu, óháð stærð ríkja eða pólitískum samböndum þeirra. Það ætti ekki að koma á óvart að ríki sem tilheyra stærri efnahagsbandalögum njóta oft sameiginlegrar hagsmunavarnar en ríki utan slíkra bandalaga verja sína hagsmuni sjálfstætt. Í báðum tilvikum er grunnstefið það sama: ríki leitast við að tryggja stöðug viðskiptaskilyrði og jafnræði á mörkuðum. Mörgum Íslendingum finnst eðlilegt að við verndum okkar eigin innlendu framleiðslu með því að leggja á tolla og gjöld á innflutning sem telst vera í samkeppni við þá framleiðslu. Þetta er þá rökstutt með því að verið sé að tryggja fæðuöryggi og til að vernda innlend störf. Af hverju kemur það okkur þá á óvart að aðrar þjóðir skuli á sömu forsendum vernda sína eigin hagsmuni? Þjóðir eins og Spánverjar sem sumir benda á, eins og andstæðingar Evrópusambandsins, að séu með mun hærra atvinnuleysi en við. Tolladeilur eru yfirleitt leystar samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem setur ramma um aðgerðir sem eru heimilar og leiða til úrlausna. Þar er lögð áhersla á gagnsæi, samráð og lausn ágreinings með formlegum ferlum. Við gerum viðskipta- og varnarsamninga við erlend ríki til að vernda okkar hagsmuni en það leysir okkur ekki undan því hlutverki að vera sífellt á vaktinni. Það gerum við auðvitað best með því að vera í reglulegum samskiptum við þessar þjóðir og að eiga sæti við borðið þar sem samtölin fara fram og ákvarðanirnar eru teknar. Það þekkjum við hvað best á vettvangi NATO. Full aðild að Evrópusambandinu myndi einnig styrkja þetta hlutverk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og starfsfólk utanríkisráðuneytisins hefur staðið sig vel í að verja okkar hagsmuni gagnvart erlendum þjóðum. Ég treysti engum betur í þeirri hagsmunagæslu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun