Ofbeldi á alþingi? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 6. október 2011 06:00 Ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar hefur tekist eitt ágætlega og það er að draga alþingi í svaðið með sér þegar kemur að umræðunni um óstjórn og vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Þessir aðilar bera meiri ábyrgð en margir aðrir á því hvernig umræðan og álit almennings er á alþingi. Því er gjarnan haldið fram af þessum aðilum að stjórnarandstaðan blaðri og þvaðri út í eitt til þess eins að taka mál „í gíslingu“. Sumir ættu reyndar að eyða meiri tíma í þinginu því það yrði mjög upplýsandi fyrir viðkomandi. Í áranna rás hafa ákveðin mál orðið til þess að stjórnarandstaðan hefur beitt lýðræðislegum rétti sínum til að tala mikið og lengi til að fá málum breytt. Frá fyrri tíð má nefna umdeild fjölmiðlalög og breytingar á ríkisútvarpinu en nýleg dæmi eru lög um stjórnarráðið og Icesave. Þingsköp gera ráð fyrir að við aðra umræðu lagafrumvarpa sé hægt að tala aftur og aftur, þó í takmarkaðan tíma í senn. Þegar núverandi forsætisráðherra setti Íslandsmet, talaði í a.m.k. 10 klukkustundir, var þetta öðruvísi því þá mátti tala samfellt meðan viðkomandi stóð uppi. Það gerði Jóhanna Sigurðardóttir 1998 í umræðu um húsnæðismál. Það er hins vegar afar fátítt að þingmál séu mikið rædd, því í langflestum tilfellum er búið að ná samstöðu um málið. Þeir sem gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir umræðuna um stjórnarráðið og Icesave eru flestir þeirrar skoðunar að samþykkja ætti hvoru tveggja. Nýverið voru þingmenn að ræða þessi mál í útvarpsþætti á Bylgjunni og var talað um „ofbeldi“ af hálfu 20 þingmanna. Ekki veit ég hvort ég er einn af þessum ofbeldisþingmönnum en ég er afar stoltur af hverri ræðu er ég flutti í Icesave-málinu þar sem okkur „ofbeldisþingmönnunum“ tókst að koma í veg fyrir að þjóðin yrði dæmd til þrældóms í þágu erlendra kröfuhafa. Stjórnarráðsmálið var aðför að alþingi en um þingið eiga þingmenn að standa vörð. Margir muna eftir aðferðum forsætisráðherra þegar tryggja þurfti meirihluta fyrir umsókninni að Evrópusambandinu, þegar þingmenn voru teknir á „eintal“. Það er reyndar ótrúleg fylgni milli þeirra sem tala um „ofbeldi“ stjórnarandstöðunnar og þeirra sem tala um lýðræði og frjálslyndi og vilja ganga í Evrópusambandið. Það mætti halda að þetta þrennt sé óaðskiljanlegt. Er það virkilega þannig að skilyrði fyrir því að vera frjálslyndur lýðræðissinni sé að vilja ganga í Evrópusambandið og samþykkja allt sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur dettur í hug? Nú er ég einn af þeim sem vildu og vil enn leyfa þjóðinni að kjósa um hvort hefja ætti viðræður við Evrópusambandið. Ég vildi líka og vil enn að þjóðin hafi síðasta orðið ef eitthvað kemur út úr viðræðum. Hinir sjálfskipuðu frjálslyndu lýðræðissinnar hafa hins vegar ekki svarað því hvers vegna þjóðin var ekki spurð í upphafi. Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á þingi hafa brugðist og eiga þeir að axla ábyrgð án þess að draga alþingi með sér í svaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar hefur tekist eitt ágætlega og það er að draga alþingi í svaðið með sér þegar kemur að umræðunni um óstjórn og vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Þessir aðilar bera meiri ábyrgð en margir aðrir á því hvernig umræðan og álit almennings er á alþingi. Því er gjarnan haldið fram af þessum aðilum að stjórnarandstaðan blaðri og þvaðri út í eitt til þess eins að taka mál „í gíslingu“. Sumir ættu reyndar að eyða meiri tíma í þinginu því það yrði mjög upplýsandi fyrir viðkomandi. Í áranna rás hafa ákveðin mál orðið til þess að stjórnarandstaðan hefur beitt lýðræðislegum rétti sínum til að tala mikið og lengi til að fá málum breytt. Frá fyrri tíð má nefna umdeild fjölmiðlalög og breytingar á ríkisútvarpinu en nýleg dæmi eru lög um stjórnarráðið og Icesave. Þingsköp gera ráð fyrir að við aðra umræðu lagafrumvarpa sé hægt að tala aftur og aftur, þó í takmarkaðan tíma í senn. Þegar núverandi forsætisráðherra setti Íslandsmet, talaði í a.m.k. 10 klukkustundir, var þetta öðruvísi því þá mátti tala samfellt meðan viðkomandi stóð uppi. Það gerði Jóhanna Sigurðardóttir 1998 í umræðu um húsnæðismál. Það er hins vegar afar fátítt að þingmál séu mikið rædd, því í langflestum tilfellum er búið að ná samstöðu um málið. Þeir sem gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir umræðuna um stjórnarráðið og Icesave eru flestir þeirrar skoðunar að samþykkja ætti hvoru tveggja. Nýverið voru þingmenn að ræða þessi mál í útvarpsþætti á Bylgjunni og var talað um „ofbeldi“ af hálfu 20 þingmanna. Ekki veit ég hvort ég er einn af þessum ofbeldisþingmönnum en ég er afar stoltur af hverri ræðu er ég flutti í Icesave-málinu þar sem okkur „ofbeldisþingmönnunum“ tókst að koma í veg fyrir að þjóðin yrði dæmd til þrældóms í þágu erlendra kröfuhafa. Stjórnarráðsmálið var aðför að alþingi en um þingið eiga þingmenn að standa vörð. Margir muna eftir aðferðum forsætisráðherra þegar tryggja þurfti meirihluta fyrir umsókninni að Evrópusambandinu, þegar þingmenn voru teknir á „eintal“. Það er reyndar ótrúleg fylgni milli þeirra sem tala um „ofbeldi“ stjórnarandstöðunnar og þeirra sem tala um lýðræði og frjálslyndi og vilja ganga í Evrópusambandið. Það mætti halda að þetta þrennt sé óaðskiljanlegt. Er það virkilega þannig að skilyrði fyrir því að vera frjálslyndur lýðræðissinni sé að vilja ganga í Evrópusambandið og samþykkja allt sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur dettur í hug? Nú er ég einn af þeim sem vildu og vil enn leyfa þjóðinni að kjósa um hvort hefja ætti viðræður við Evrópusambandið. Ég vildi líka og vil enn að þjóðin hafi síðasta orðið ef eitthvað kemur út úr viðræðum. Hinir sjálfskipuðu frjálslyndu lýðræðissinnar hafa hins vegar ekki svarað því hvers vegna þjóðin var ekki spurð í upphafi. Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á þingi hafa brugðist og eiga þeir að axla ábyrgð án þess að draga alþingi með sér í svaðið.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun